Sjáðu pörin sem fara á blind stefnumót í kvöld Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 17. september 2021 10:57 Í stefnumóta- og raunveruleikaþættinum Fyrsta blikið á Stöð 2 eru fjórir einstaklingar leiddir saman á blind stefnumót. Skjáskot Það verður líf og fjör í raunveruleika- og stefnumótaþættinum Fyrsta blikið í kvöld. Fjórði þáttur seríunnar verður á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 18:50 og munu áhorfendur fá að kynnast fjórum einstaklingum og fylgja þeim á blind stefnumót. Par 1 Bareigandinn og veitingamaðurinn Sindri hittir arkitektanemann og heimsborgarann Guðrúnu Áslu. Guðrún Ásla Atladóttir er 21 árs gömul ættuð úr Hólmavík. Skjáskot Bæði eru þau Sindri og Guðrún miklir fagurkerar og deila ástríðu fyrir fótbolta, góðum mat, víni og góðum kokteilum. Sindri rekur kokteilbarinn Jungle bar á Austurstræti en ásamt því að hrista saman litríka vökva og vínanda er hann mikið fyrir jaðarsport þar sem adrenalínið fær að flæða um æðarnar. Guðrún Ásla hefur mest alla tíð sína búið í Skotlandi með fjölskyldu sinni en er þó alltaf með annan fótinn á Hólmavík, þaðan sem hún á ættir sínar að rekja. Sindri Árnason er 24 ára bareigandi búsettur í Reykjavík. Skjáskot Það verður því spennandi að fylgjast með því hvort að eitthvað annað en kokteilar hristist saman þetta kvöld. Par 2 Hin eina og sanna Bylgju-drottning, Sigga Lund, hittir fyrir bókasafnsfræðinginn og grúskarann hann Jón Tryggva. Sigríður Lund Vídó Hermannsdóttir, betur þekkt sem Sigga Lund, er 50 ára og búsett í Hafnarfirði. Skjáskot Siggu þarf vart að kynna en rödd hennar hljómaði fyrst á öldum ljósvakans þegar Sigga var aðeins sautján ára gömul. Hún á því langan og farsælan feril að baki í fjölmiðlum og starfar í dag sem þáttarstjórnandi á Bylgjunni. Jón Tryggvi segist mikill grúskari en einnig hafa mikinn áhuga á andlegum málefnum og tónlist líkt og hún Sigga. Jón Tryggvi Unnarson Sveinsson er 54 ára bókasafnsfræðingur og grúskari búsettur í Reykjavík. Skjáskot Stundum er sagt að fólk þurfi að líkjast til þess að passa saman og stundum er sagt að andstæður laðist hvor að annarri. Sigga og Jón Tryggvi verða seint sögð líkar týpur en eiga þó eitt og annað sameiginlegt, eins og að mæta í ljósbleiku á fyrsta stefnumótið. Það fallega við þessa dularfullu ástarformúlu er að við vitum aldrei hvað smellur og hvað ekki svo að það verður gaman að fylgjast með þessum glæsilegu pörum hittast í fyrsta skipti í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þættinum í kvöld. Klippa: Fyrsta blikið - Fjórði þáttur sýnishorn Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins. Öll stefnumót þáttarins fara fram á nýjum og glæsilegum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Staðurinn heitir Monkeys og er staðsettur á Klapparstíg. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ása Fönn bíður eftir að verða uppgötvuð Í þriðja þætti Fyrsta bliksins sem sýndur var á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld voru tvö pör leidd saman á blind stefnumót. Annað paranna voru þau Ása Fönn og Magnús Helgi. 16. september 2021 18:31 Fyrsta blikið: „Þess vegna sæki ég alltaf um smálán“ Flest fyrstu stefnumót byrja á smá stressi og hnúti í maga og getur fólki reynst miserfitt að brjóta ísinn. Í þriðja þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta bliksins mátti sjá ísbrjóta sem ættu að fá flesta til að skella upp úr. 15. september 2021 22:00 Hélt að fyrsti kossinn yrði sá eini: „Svo erum við bara gift“ „Ég var svo heppin að langþráður draumur minn rættist og ég fékk að leysa af í útvarpinu á Bylgjunni. Það ævintýri ætlar engan enda að taka og er ég óstjórnlega þakklát fyrir það,“ segir fjölmiðlakonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir í viðtali við Makamál. 14. september 2021 07:01 Mest lesið Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Makamál Sölvi lætur sig gráta til að líða betur Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fyrsti kossinn til á filmu, skjalfest augnablik og ódauðlegt Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Fjórði þáttur seríunnar verður á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 18:50 og munu áhorfendur fá að kynnast fjórum einstaklingum og fylgja þeim á blind stefnumót. Par 1 Bareigandinn og veitingamaðurinn Sindri hittir arkitektanemann og heimsborgarann Guðrúnu Áslu. Guðrún Ásla Atladóttir er 21 árs gömul ættuð úr Hólmavík. Skjáskot Bæði eru þau Sindri og Guðrún miklir fagurkerar og deila ástríðu fyrir fótbolta, góðum mat, víni og góðum kokteilum. Sindri rekur kokteilbarinn Jungle bar á Austurstræti en ásamt því að hrista saman litríka vökva og vínanda er hann mikið fyrir jaðarsport þar sem adrenalínið fær að flæða um æðarnar. Guðrún Ásla hefur mest alla tíð sína búið í Skotlandi með fjölskyldu sinni en er þó alltaf með annan fótinn á Hólmavík, þaðan sem hún á ættir sínar að rekja. Sindri Árnason er 24 ára bareigandi búsettur í Reykjavík. Skjáskot Það verður því spennandi að fylgjast með því hvort að eitthvað annað en kokteilar hristist saman þetta kvöld. Par 2 Hin eina og sanna Bylgju-drottning, Sigga Lund, hittir fyrir bókasafnsfræðinginn og grúskarann hann Jón Tryggva. Sigríður Lund Vídó Hermannsdóttir, betur þekkt sem Sigga Lund, er 50 ára og búsett í Hafnarfirði. Skjáskot Siggu þarf vart að kynna en rödd hennar hljómaði fyrst á öldum ljósvakans þegar Sigga var aðeins sautján ára gömul. Hún á því langan og farsælan feril að baki í fjölmiðlum og starfar í dag sem þáttarstjórnandi á Bylgjunni. Jón Tryggvi segist mikill grúskari en einnig hafa mikinn áhuga á andlegum málefnum og tónlist líkt og hún Sigga. Jón Tryggvi Unnarson Sveinsson er 54 ára bókasafnsfræðingur og grúskari búsettur í Reykjavík. Skjáskot Stundum er sagt að fólk þurfi að líkjast til þess að passa saman og stundum er sagt að andstæður laðist hvor að annarri. Sigga og Jón Tryggvi verða seint sögð líkar týpur en eiga þó eitt og annað sameiginlegt, eins og að mæta í ljósbleiku á fyrsta stefnumótið. Það fallega við þessa dularfullu ástarformúlu er að við vitum aldrei hvað smellur og hvað ekki svo að það verður gaman að fylgjast með þessum glæsilegu pörum hittast í fyrsta skipti í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þættinum í kvöld. Klippa: Fyrsta blikið - Fjórði þáttur sýnishorn Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins. Öll stefnumót þáttarins fara fram á nýjum og glæsilegum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Staðurinn heitir Monkeys og er staðsettur á Klapparstíg. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ása Fönn bíður eftir að verða uppgötvuð Í þriðja þætti Fyrsta bliksins sem sýndur var á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld voru tvö pör leidd saman á blind stefnumót. Annað paranna voru þau Ása Fönn og Magnús Helgi. 16. september 2021 18:31 Fyrsta blikið: „Þess vegna sæki ég alltaf um smálán“ Flest fyrstu stefnumót byrja á smá stressi og hnúti í maga og getur fólki reynst miserfitt að brjóta ísinn. Í þriðja þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta bliksins mátti sjá ísbrjóta sem ættu að fá flesta til að skella upp úr. 15. september 2021 22:00 Hélt að fyrsti kossinn yrði sá eini: „Svo erum við bara gift“ „Ég var svo heppin að langþráður draumur minn rættist og ég fékk að leysa af í útvarpinu á Bylgjunni. Það ævintýri ætlar engan enda að taka og er ég óstjórnlega þakklát fyrir það,“ segir fjölmiðlakonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir í viðtali við Makamál. 14. september 2021 07:01 Mest lesið Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Makamál Sölvi lætur sig gráta til að líða betur Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fyrsti kossinn til á filmu, skjalfest augnablik og ódauðlegt Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Ása Fönn bíður eftir að verða uppgötvuð Í þriðja þætti Fyrsta bliksins sem sýndur var á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld voru tvö pör leidd saman á blind stefnumót. Annað paranna voru þau Ása Fönn og Magnús Helgi. 16. september 2021 18:31
Fyrsta blikið: „Þess vegna sæki ég alltaf um smálán“ Flest fyrstu stefnumót byrja á smá stressi og hnúti í maga og getur fólki reynst miserfitt að brjóta ísinn. Í þriðja þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta bliksins mátti sjá ísbrjóta sem ættu að fá flesta til að skella upp úr. 15. september 2021 22:00
Hélt að fyrsti kossinn yrði sá eini: „Svo erum við bara gift“ „Ég var svo heppin að langþráður draumur minn rættist og ég fékk að leysa af í útvarpinu á Bylgjunni. Það ævintýri ætlar engan enda að taka og er ég óstjórnlega þakklát fyrir það,“ segir fjölmiðlakonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir í viðtali við Makamál. 14. september 2021 07:01
Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál
Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál