Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2021-22: Hafdís hreyfir nálina í átt að Safamýrinni (1.-3. sæti) Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2021 10:01 Valur og Fram eru líklegust til að koma í veg fyrir að KA/Þór verji Íslandsmeistaratitilinn. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum í dag, laugardaginn 18. september. Í fyrradag fórum við yfir liðin sem verða í botnbaráttunni,í gær liðin sem verða um miðja deild og nú er komið að toppbaráttunni. KA/Þór kom öllum á óvart og vann alla titlana sem í boði voru á síðasta tímabili. Fram endaði í 2. sæti Olís-deildarinnar en tapaði fyrir Val í undanúrslitunum. KA/Þór vann svo Val í úrslitaeinvíginu, 2-0, og tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. KA/Þór mætir til leiks með nánast sama lið og á síðasta tímabili. Meiri breytingar hafa orðið á Val og Fram. Valur fékk meðal annars Hildigunni Einarsdóttur heim úr atvinnumennsku og Hafdís Renötudóttur er komin aftur í Fram. Hún á eftir að reynast Framkonum vel og er helsta ástæða þess að við spáum þeim deildarmeistaratitlinum. Valur í 3. sæti: Áfram í fremstu röð Thea Imani Sturludóttir kom til Vals í byrjun síðasta árs.vísir/hulda margrét Gengi Vals í deildarkeppninni á síðasta tímabili var misjafnt en liðið endaði í 3. sætinu. Í úrslitakeppninni gáfu Valskonur í, slógu Hauka og Framkonur út en strönduðu á Norðankonum í úrslitarimmunni. Helsta vandamál Vals á síðasta tímabili var línustaðan en meiðsli og barneignir skildu Val eiginlega eftir án línumanns. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir tók skóna enn einn ganginn af hillunni og var Val ómetanleg en er nú endanlega hætt, allavega þar til annað kemur í ljós. Til að leysa línustöðuna fékk Valur Hildigunni Einarsdóttur sem er komin aftur í Olís-deildina eftir mörg ár í atvinnumennsku erlendis. Morgan Marie Þorkelsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir eru byrjaðar aftur og þá fékk Valur markvörðinn Söru Sif Helgadóttur frá Fram. Hún myndar markvarðateymi Valskvenna ásamt Sögu Sif Gísladóttur sem átti fínt tímabil í fyrra. Thea Imani Sturludóttir verður núna með frá byrjun og Þórey Anna Ásgeirsdóttir snýr hugsanlega aftur þegar líða tekur á tímabilið. Valur byggir áfram á sterkum varnarleik og góðri markvörslu. En ef Valskonur ætla að verða deildarmeistarar þurfa þær að sækja fleiri stig á útivelli en á síðasta tímabili. Þá unnu þær aðeins tvo af sjö útileikjum sínum. Gengi Vals undanfarinn áratug 2020-21: 3. sæti+úrslit 2019-20: 2. sæti 2018-19: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2017-18: Deildarmeistari+úrslit 2016-17: 6. sæti 2015-16: 5. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2013-14: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2012-13: Deildarmeistari+undanúrslit+bikarmeistari 2011-12: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarmeistari Auður Ester Gestsdóttir er aðalhornamaður Vals hægra megin.vísir/Hulda Margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 24,7 (2. sæti) Mörk á sig - 20,6 (1. sæti) Hlutfallsvarsla - 34% (3. sæti) Skotnýting - 55,5% (3. sæti) Tapaðir boltar - 9,1 (1. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Íris Ásta Pétursdóttir byrjuð aftur Sara Sif Helgadóttir frá Fram Hildigunnur Einarsdóttir frá Leverkusen Morgan Marie Þorkelsdóttir byrjuð aftur Farnar: Ásdís Þóra Ágústsdóttir til Lugi Margrét Einarsdóttir til Hauka Lykilmaðurinn Þrátt fyrir ungan aldur hefur Lovísa Thompson verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildarinnar um langt árabil.vísir/hulda margrét Lovísa Thompson hefur verið stjarna í Olís-deildinni frá því hún var í grunnskóla og það breytist ekkert í vetur. Hún var þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili með níutíu mörk, þar af aðeins sjö úr vítaköstum. Lovísa er frábær maður gegn manni, bæði í vörn og sókn, og sennilega besti leikmaður sem við höfum átt í þeim þætti leiksins. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sólveig Lára Kjærnested fer yfir möguleika Vals. Klippa: Valur 3. sæti KA/Þór í 2. sæti: Nýr veruleiki eftir draumatímabil KA/Þór fagnar Íslandsmeistaratitlinum ásamt stuðningsfólki sínu.vísir/Hulda Margrét Síðasta tímabil var draumi líkast hjá KA/Þór. Liðið fékk vissulega Rut Jónsdóttur og sendi skilaboð með því að vinna öruggan sigur á Fram í Meistarakeppninni. En ekki einu bjartsýnustu Akureyringar hefðu búist við því að liðið yrði bæði deildar- og Íslandsmeistari. KA/Þór sýndi mikinn stöðugleika og á úrslitastundu draup varla af leikmönnum liðsins þrátt fyrir að flestir þeirra væru í fyrsta sinn á stærsta sviðinu. Akureyringar töpuðu aðeins tveimur leikjum í deild og úrslitakeppninni og voru einfaldlega langbestir. Nýjar stjörnur eins og Aldís Ásta Heimisdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir urðu til og þær verða væntanlega enn betri á þessu tímabili og banka fast á landsliðsdyrnar. Nánast engar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum í sumar. Varamarkvörðurinn Ólöf Maren Bjarnadóttir er farin en KA/Þór fékk færeysku skyttuna Sofie Søberg Larsen og Unni Ómarsdóttir sem snýr aftur til Akureyrar eftir nokkuð langa útlegð. Hún styrkir KA/Þór í vinstra horninu þar sem liðið er með minnsta breidd af öllum stöðum. Eftir velgengni síðasta tímabils blasir nýr veruleiki við fyrir norðan. Núna er KA/Þór allt í einu liðið sem öll hin vilja vinna. Og eins og sást í Meistarakeppninni hefur Fram sótt á frá síðasta tímabili. En Akureyringar vonast eflaust til að Meistaraleikurinn í ár hafi ekki sama forspárgildi og í fyrra. Gengi KA/Þórs undanfarinn áratug 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með 2011-12: 7. sæti Ásdís Guðmundsdóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir eru tveir af mikilvægustu leikmönnum KA/Þórs.vísir/Hulda Margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 23,5 (4. sæti) Mörk á sig - 20,6 (1. sæti) Hlutfallsvarsla - 35,8% (2. sæti) Skotnýting - 59,4% (2. sæti) Tapaðir boltar - 10,1 (2. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Unnur Ómarsdóttir frá Fram Sofie Søberg Larsen frá H71 Farnar: Ólöf Maren Bjarnadóttir til Hauka Lykilmaðurinn Eftir þrettán ár í atvinnumennsku sneri Rut Jónsdóttir heim fyrir síðasta tímabil.vísir/hulda margrét Rut Jónsdóttir átti eftirminnilega endurkomu í deildina hér heima. Hún breytti fínu liði í frábært og var verðskuldað valin besti leikmaður deildarinnar. Sjaldan hefur einn leikmaður haft jafn mikil áhrif á eitt lið í íslenskri íþróttasögu og Rut á KA/Þór á síðasta tímabili. Rut var fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar og með rúmlega sjötíu prósent skotnýtingu. Þá gaf hún flestar stoðsendingar allra leikmanna deildarinnar. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sigurlaug Rúnarsdóttir fer yfir möguleika KA/Þórs. Klippa: KA/Þór 2. sæti Fram í 1. sæti: Líklegastar til afreka Fram varð síðast Íslandsmeistari 2018.vísir/Hulda Margrét Fram var með langbesta lið landsins tímabilið 2019-20, varð deildar- og bikarmeistari en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir að liðið yrði Íslandsmeistari. En nokkuð kvarnaðist úr leikmannahópnum á síðasta tímabili vegna barneigna og meiðsla og 2. sætið og undanúrslit urðu niðurstaðan. Núna verður Fram með Karenu Knútsdóttur, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur og Stellu Sigurðardóttur frá byrjun, Perla Ruth Albertsdóttir snýr væntanlega aftur og Hafdís Renötudóttir er komin aftur í markið. Hún var með bestu hlutfallsmarkvörslu allra tímabilið 2019-20 en á síðasta tímabili var Fram með fjórðu bestu hlutfallsvörsluna. Endurkoma hennar styrkir Safamýrarliðið því gríðarlega, að því gefnu að höfuðmeiðslin sem hún hefur glímt við haldi henni ekki frá keppni. Steinunn Björnsdóttir er að jafna sig eftir krossbandaslit en Fram fékk sænskan línumann, Emmu Olsson, til að fylla hennar skarð. Og miðað við frammistöðu hennar í leiknum gegn KA/Þór í Meistarakeppninni er hún mikill liðsstyrkur. Stefán Arnarson er á sínu áttunda tímabili með Fram og á þeim tíma hefur liðið alltaf verið í baráttu um þá titla sem í boði eru. Og það breytist ekkert í vetur. Fram er með frábært byrjunarlið stútfullt af reynslu og hæfileikum. Breiddin er ekkert sérstaklega mikil en koma Hafdísar gerir Frammara líklegasta til afreka. Gengi Fram undanfarinn áratug 2020-21: 2. sæti+undanúrslit 2019-20: Deildarmeistari+bikarmeistari 2018-19: 2. sæti+úrslit 2017-18: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+undanúrslit 2014-15: 2. sæti+undanúrslit 2013-14: 4. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2011-12: 2. sæti+úrslit Stella Sigurðardóttir tók fram skóna um mitt síðasta tímabil og verður núna með frá byrjun.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 27,5 (1. sæti) Mörk á sig - 22,2 (4. sæti) Hlutfallsvarsla - 33,1% (4. sæti) Skotnýting - 60,5% (1. sæti) Tapaðir boltar - 11,2 (4. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Emma Olsson frá Önnereds Hafdís Renötudóttir frá Lugi Tinna Valgerður Gísladóttir frá Gróttu Írena Björk Ómarsdóttir frá FH Farnar: Unnur Ómarsdóttir til KA/Þórs Katrín Ósk Magnúsdóttir til Danmerkur Lena Margrét Valdimarsdóttir til Stjörnunnar Sara Sif Helgadóttir til Vals Lykilmaðurinn Karen Knútsdóttir er Framliðinu afar mikilvæg.vísir/hulda margrét Karen Knútsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn fyrir ári en missti samt aðeins af þremur deildarleikjum á síðasta tímabili vegna kórónuveirufaraldursins. Karen hefur spilað betur en hún gerði í fyrra en miðað við Meistaraleikinn gegn KA/Þór er hún að nálgast fyrri styrk. Þar skoraði hún sjö mörk og gaf fimm stoðsendingar. Karen verður ef allt er eðlilegt einn allra besti leikmaður deildarinnar í vetur. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sólveig Lára Kjærnested fer yfir möguleika Fram. Klippa: Fram 1. sæti Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Valur KA Þór Akureyri Fram Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2021-22: Sætaskipti eftir að meiðsladraugurinn bankaði upp á í Eyjum (4.-5. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum á morgun, laugardaginn 18. september. 17. september 2021 10:01 Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2021-22: Eitt eftirsóknarvert sæti í boði (6.-8. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum laugardaginn 18. september. 16. september 2021 11:01 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Í fyrradag fórum við yfir liðin sem verða í botnbaráttunni,í gær liðin sem verða um miðja deild og nú er komið að toppbaráttunni. KA/Þór kom öllum á óvart og vann alla titlana sem í boði voru á síðasta tímabili. Fram endaði í 2. sæti Olís-deildarinnar en tapaði fyrir Val í undanúrslitunum. KA/Þór vann svo Val í úrslitaeinvíginu, 2-0, og tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. KA/Þór mætir til leiks með nánast sama lið og á síðasta tímabili. Meiri breytingar hafa orðið á Val og Fram. Valur fékk meðal annars Hildigunni Einarsdóttur heim úr atvinnumennsku og Hafdís Renötudóttur er komin aftur í Fram. Hún á eftir að reynast Framkonum vel og er helsta ástæða þess að við spáum þeim deildarmeistaratitlinum. Valur í 3. sæti: Áfram í fremstu röð Thea Imani Sturludóttir kom til Vals í byrjun síðasta árs.vísir/hulda margrét Gengi Vals í deildarkeppninni á síðasta tímabili var misjafnt en liðið endaði í 3. sætinu. Í úrslitakeppninni gáfu Valskonur í, slógu Hauka og Framkonur út en strönduðu á Norðankonum í úrslitarimmunni. Helsta vandamál Vals á síðasta tímabili var línustaðan en meiðsli og barneignir skildu Val eiginlega eftir án línumanns. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir tók skóna enn einn ganginn af hillunni og var Val ómetanleg en er nú endanlega hætt, allavega þar til annað kemur í ljós. Til að leysa línustöðuna fékk Valur Hildigunni Einarsdóttur sem er komin aftur í Olís-deildina eftir mörg ár í atvinnumennsku erlendis. Morgan Marie Þorkelsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir eru byrjaðar aftur og þá fékk Valur markvörðinn Söru Sif Helgadóttur frá Fram. Hún myndar markvarðateymi Valskvenna ásamt Sögu Sif Gísladóttur sem átti fínt tímabil í fyrra. Thea Imani Sturludóttir verður núna með frá byrjun og Þórey Anna Ásgeirsdóttir snýr hugsanlega aftur þegar líða tekur á tímabilið. Valur byggir áfram á sterkum varnarleik og góðri markvörslu. En ef Valskonur ætla að verða deildarmeistarar þurfa þær að sækja fleiri stig á útivelli en á síðasta tímabili. Þá unnu þær aðeins tvo af sjö útileikjum sínum. Gengi Vals undanfarinn áratug 2020-21: 3. sæti+úrslit 2019-20: 2. sæti 2018-19: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2017-18: Deildarmeistari+úrslit 2016-17: 6. sæti 2015-16: 5. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2013-14: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2012-13: Deildarmeistari+undanúrslit+bikarmeistari 2011-12: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarmeistari Auður Ester Gestsdóttir er aðalhornamaður Vals hægra megin.vísir/Hulda Margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 24,7 (2. sæti) Mörk á sig - 20,6 (1. sæti) Hlutfallsvarsla - 34% (3. sæti) Skotnýting - 55,5% (3. sæti) Tapaðir boltar - 9,1 (1. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Íris Ásta Pétursdóttir byrjuð aftur Sara Sif Helgadóttir frá Fram Hildigunnur Einarsdóttir frá Leverkusen Morgan Marie Þorkelsdóttir byrjuð aftur Farnar: Ásdís Þóra Ágústsdóttir til Lugi Margrét Einarsdóttir til Hauka Lykilmaðurinn Þrátt fyrir ungan aldur hefur Lovísa Thompson verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildarinnar um langt árabil.vísir/hulda margrét Lovísa Thompson hefur verið stjarna í Olís-deildinni frá því hún var í grunnskóla og það breytist ekkert í vetur. Hún var þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili með níutíu mörk, þar af aðeins sjö úr vítaköstum. Lovísa er frábær maður gegn manni, bæði í vörn og sókn, og sennilega besti leikmaður sem við höfum átt í þeim þætti leiksins. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sólveig Lára Kjærnested fer yfir möguleika Vals. Klippa: Valur 3. sæti KA/Þór í 2. sæti: Nýr veruleiki eftir draumatímabil KA/Þór fagnar Íslandsmeistaratitlinum ásamt stuðningsfólki sínu.vísir/Hulda Margrét Síðasta tímabil var draumi líkast hjá KA/Þór. Liðið fékk vissulega Rut Jónsdóttur og sendi skilaboð með því að vinna öruggan sigur á Fram í Meistarakeppninni. En ekki einu bjartsýnustu Akureyringar hefðu búist við því að liðið yrði bæði deildar- og Íslandsmeistari. KA/Þór sýndi mikinn stöðugleika og á úrslitastundu draup varla af leikmönnum liðsins þrátt fyrir að flestir þeirra væru í fyrsta sinn á stærsta sviðinu. Akureyringar töpuðu aðeins tveimur leikjum í deild og úrslitakeppninni og voru einfaldlega langbestir. Nýjar stjörnur eins og Aldís Ásta Heimisdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir urðu til og þær verða væntanlega enn betri á þessu tímabili og banka fast á landsliðsdyrnar. Nánast engar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum í sumar. Varamarkvörðurinn Ólöf Maren Bjarnadóttir er farin en KA/Þór fékk færeysku skyttuna Sofie Søberg Larsen og Unni Ómarsdóttir sem snýr aftur til Akureyrar eftir nokkuð langa útlegð. Hún styrkir KA/Þór í vinstra horninu þar sem liðið er með minnsta breidd af öllum stöðum. Eftir velgengni síðasta tímabils blasir nýr veruleiki við fyrir norðan. Núna er KA/Þór allt í einu liðið sem öll hin vilja vinna. Og eins og sást í Meistarakeppninni hefur Fram sótt á frá síðasta tímabili. En Akureyringar vonast eflaust til að Meistaraleikurinn í ár hafi ekki sama forspárgildi og í fyrra. Gengi KA/Þórs undanfarinn áratug 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með 2011-12: 7. sæti Ásdís Guðmundsdóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir eru tveir af mikilvægustu leikmönnum KA/Þórs.vísir/Hulda Margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 23,5 (4. sæti) Mörk á sig - 20,6 (1. sæti) Hlutfallsvarsla - 35,8% (2. sæti) Skotnýting - 59,4% (2. sæti) Tapaðir boltar - 10,1 (2. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Unnur Ómarsdóttir frá Fram Sofie Søberg Larsen frá H71 Farnar: Ólöf Maren Bjarnadóttir til Hauka Lykilmaðurinn Eftir þrettán ár í atvinnumennsku sneri Rut Jónsdóttir heim fyrir síðasta tímabil.vísir/hulda margrét Rut Jónsdóttir átti eftirminnilega endurkomu í deildina hér heima. Hún breytti fínu liði í frábært og var verðskuldað valin besti leikmaður deildarinnar. Sjaldan hefur einn leikmaður haft jafn mikil áhrif á eitt lið í íslenskri íþróttasögu og Rut á KA/Þór á síðasta tímabili. Rut var fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar og með rúmlega sjötíu prósent skotnýtingu. Þá gaf hún flestar stoðsendingar allra leikmanna deildarinnar. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sigurlaug Rúnarsdóttir fer yfir möguleika KA/Þórs. Klippa: KA/Þór 2. sæti Fram í 1. sæti: Líklegastar til afreka Fram varð síðast Íslandsmeistari 2018.vísir/Hulda Margrét Fram var með langbesta lið landsins tímabilið 2019-20, varð deildar- og bikarmeistari en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir að liðið yrði Íslandsmeistari. En nokkuð kvarnaðist úr leikmannahópnum á síðasta tímabili vegna barneigna og meiðsla og 2. sætið og undanúrslit urðu niðurstaðan. Núna verður Fram með Karenu Knútsdóttur, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur og Stellu Sigurðardóttur frá byrjun, Perla Ruth Albertsdóttir snýr væntanlega aftur og Hafdís Renötudóttir er komin aftur í markið. Hún var með bestu hlutfallsmarkvörslu allra tímabilið 2019-20 en á síðasta tímabili var Fram með fjórðu bestu hlutfallsvörsluna. Endurkoma hennar styrkir Safamýrarliðið því gríðarlega, að því gefnu að höfuðmeiðslin sem hún hefur glímt við haldi henni ekki frá keppni. Steinunn Björnsdóttir er að jafna sig eftir krossbandaslit en Fram fékk sænskan línumann, Emmu Olsson, til að fylla hennar skarð. Og miðað við frammistöðu hennar í leiknum gegn KA/Þór í Meistarakeppninni er hún mikill liðsstyrkur. Stefán Arnarson er á sínu áttunda tímabili með Fram og á þeim tíma hefur liðið alltaf verið í baráttu um þá titla sem í boði eru. Og það breytist ekkert í vetur. Fram er með frábært byrjunarlið stútfullt af reynslu og hæfileikum. Breiddin er ekkert sérstaklega mikil en koma Hafdísar gerir Frammara líklegasta til afreka. Gengi Fram undanfarinn áratug 2020-21: 2. sæti+undanúrslit 2019-20: Deildarmeistari+bikarmeistari 2018-19: 2. sæti+úrslit 2017-18: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+undanúrslit 2014-15: 2. sæti+undanúrslit 2013-14: 4. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2011-12: 2. sæti+úrslit Stella Sigurðardóttir tók fram skóna um mitt síðasta tímabil og verður núna með frá byrjun.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 27,5 (1. sæti) Mörk á sig - 22,2 (4. sæti) Hlutfallsvarsla - 33,1% (4. sæti) Skotnýting - 60,5% (1. sæti) Tapaðir boltar - 11,2 (4. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Emma Olsson frá Önnereds Hafdís Renötudóttir frá Lugi Tinna Valgerður Gísladóttir frá Gróttu Írena Björk Ómarsdóttir frá FH Farnar: Unnur Ómarsdóttir til KA/Þórs Katrín Ósk Magnúsdóttir til Danmerkur Lena Margrét Valdimarsdóttir til Stjörnunnar Sara Sif Helgadóttir til Vals Lykilmaðurinn Karen Knútsdóttir er Framliðinu afar mikilvæg.vísir/hulda margrét Karen Knútsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn fyrir ári en missti samt aðeins af þremur deildarleikjum á síðasta tímabili vegna kórónuveirufaraldursins. Karen hefur spilað betur en hún gerði í fyrra en miðað við Meistaraleikinn gegn KA/Þór er hún að nálgast fyrri styrk. Þar skoraði hún sjö mörk og gaf fimm stoðsendingar. Karen verður ef allt er eðlilegt einn allra besti leikmaður deildarinnar í vetur. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sólveig Lára Kjærnested fer yfir möguleika Fram. Klippa: Fram 1. sæti Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
2020-21: 3. sæti+úrslit 2019-20: 2. sæti 2018-19: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2017-18: Deildarmeistari+úrslit 2016-17: 6. sæti 2015-16: 5. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2013-14: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2012-13: Deildarmeistari+undanúrslit+bikarmeistari 2011-12: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarmeistari
Mörk skoruð - 24,7 (2. sæti) Mörk á sig - 20,6 (1. sæti) Hlutfallsvarsla - 34% (3. sæti) Skotnýting - 55,5% (3. sæti) Tapaðir boltar - 9,1 (1. sæti)
Komnar: Íris Ásta Pétursdóttir byrjuð aftur Sara Sif Helgadóttir frá Fram Hildigunnur Einarsdóttir frá Leverkusen Morgan Marie Þorkelsdóttir byrjuð aftur Farnar: Ásdís Þóra Ágústsdóttir til Lugi Margrét Einarsdóttir til Hauka
2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með 2011-12: 7. sæti
Mörk skoruð - 23,5 (4. sæti) Mörk á sig - 20,6 (1. sæti) Hlutfallsvarsla - 35,8% (2. sæti) Skotnýting - 59,4% (2. sæti) Tapaðir boltar - 10,1 (2. sæti)
Komnar: Unnur Ómarsdóttir frá Fram Sofie Søberg Larsen frá H71 Farnar: Ólöf Maren Bjarnadóttir til Hauka
2020-21: 2. sæti+undanúrslit 2019-20: Deildarmeistari+bikarmeistari 2018-19: 2. sæti+úrslit 2017-18: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2016-17: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+undanúrslit 2014-15: 2. sæti+undanúrslit 2013-14: 4. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2011-12: 2. sæti+úrslit
Mörk skoruð - 27,5 (1. sæti) Mörk á sig - 22,2 (4. sæti) Hlutfallsvarsla - 33,1% (4. sæti) Skotnýting - 60,5% (1. sæti) Tapaðir boltar - 11,2 (4. sæti)
Komnar: Emma Olsson frá Önnereds Hafdís Renötudóttir frá Lugi Tinna Valgerður Gísladóttir frá Gróttu Írena Björk Ómarsdóttir frá FH Farnar: Unnur Ómarsdóttir til KA/Þórs Katrín Ósk Magnúsdóttir til Danmerkur Lena Margrét Valdimarsdóttir til Stjörnunnar Sara Sif Helgadóttir til Vals
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Valur KA Þór Akureyri Fram Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2021-22: Sætaskipti eftir að meiðsladraugurinn bankaði upp á í Eyjum (4.-5. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum á morgun, laugardaginn 18. september. 17. september 2021 10:01 Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2021-22: Eitt eftirsóknarvert sæti í boði (6.-8. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum laugardaginn 18. september. 16. september 2021 11:01 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2021-22: Sætaskipti eftir að meiðsladraugurinn bankaði upp á í Eyjum (4.-5. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum á morgun, laugardaginn 18. september. 17. september 2021 10:01
Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2021-22: Eitt eftirsóknarvert sæti í boði (6.-8. sæti) Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum laugardaginn 18. september. 16. september 2021 11:01