Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2021 08:44 Lögregla og björgunaraðilar á vettvangi slyssins í maí. epa/Alessandro Di Marco Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum. Foreldrar Eitan Biran, yngri bróðir og langafi og langamma voru meðal þeirra fjórtán sem létust í slysinu en drengurinn, sem er sex ára, hefur dvalið hjá föðursystur sinni á Ítalíu frá því að hann var útskrifaður af spítala. Einstaklingar úr móðurfjölskyldu Eitan fóru hins vegar fram á að fá forræði yfir drengnum. Samkvæmt BBC hafði fjölskylda drengsins verið búsett á Ítalíu í nokkur ár áður en slysið átti sér stað og í júní síðastliðnum fékk föðursystir hans, Aya Biran-Nirko, forræði yfir honum. Á laugardaginn fór Eitan hins vegar út með afa sínum í móðurætt, sem hafði flutt til Ítalíu eftir slysið og fengið heimsóknarrétt. Hann flaug dregnum úr landi á einkaþotu og ísraelskir embættismenn hafa staðfest að Eitan sé nú þar í landi. Móðursystir drengsins, Gali Peleg, sótti um forræði í ágúst og hélt því fram að drengnum væri haldið á Ítalíu gegn vilja hans. „Við rændum ekki Eitan... við sóttum hann og fluttum heim,“ sagði Peleg í samtali við ísraelska útvarpsstöð í gær. Hélt hún því fram að foreldrar drengsins hefðu ætlað að flytja heim til Ísrael þegar slysið varð. Rannsókn á slysinu stendur enn yfir en talið er að neyðarhemlar kláfsins hafi verið gerðir óvirkir viljandi, þar sem þeir höfðu bilað. Ítalía Réttindi barna Tengdar fréttir Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31 Minnst átta dánir í kláfferjuslysi á Ítalíu Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni. 23. maí 2021 12:31 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Foreldrar Eitan Biran, yngri bróðir og langafi og langamma voru meðal þeirra fjórtán sem létust í slysinu en drengurinn, sem er sex ára, hefur dvalið hjá föðursystur sinni á Ítalíu frá því að hann var útskrifaður af spítala. Einstaklingar úr móðurfjölskyldu Eitan fóru hins vegar fram á að fá forræði yfir drengnum. Samkvæmt BBC hafði fjölskylda drengsins verið búsett á Ítalíu í nokkur ár áður en slysið átti sér stað og í júní síðastliðnum fékk föðursystir hans, Aya Biran-Nirko, forræði yfir honum. Á laugardaginn fór Eitan hins vegar út með afa sínum í móðurætt, sem hafði flutt til Ítalíu eftir slysið og fengið heimsóknarrétt. Hann flaug dregnum úr landi á einkaþotu og ísraelskir embættismenn hafa staðfest að Eitan sé nú þar í landi. Móðursystir drengsins, Gali Peleg, sótti um forræði í ágúst og hélt því fram að drengnum væri haldið á Ítalíu gegn vilja hans. „Við rændum ekki Eitan... við sóttum hann og fluttum heim,“ sagði Peleg í samtali við ísraelska útvarpsstöð í gær. Hélt hún því fram að foreldrar drengsins hefðu ætlað að flytja heim til Ísrael þegar slysið varð. Rannsókn á slysinu stendur enn yfir en talið er að neyðarhemlar kláfsins hafi verið gerðir óvirkir viljandi, þar sem þeir höfðu bilað.
Ítalía Réttindi barna Tengdar fréttir Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31 Minnst átta dánir í kláfferjuslysi á Ítalíu Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni. 23. maí 2021 12:31 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29
Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31
Minnst átta dánir í kláfferjuslysi á Ítalíu Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni. 23. maí 2021 12:31