Innlent

Fjórtán greindust smitaðir

Samúel Karl Ólason skrifar
9E6639DFD6F18F28B648BD98D628F7D25AB636D7DCAB296D86730AD157FF9215
Vísir/Vihelm

Fjórtán greindust smitaði af Covid-19 innanlands í gær. Níu þeirra voru fullbólusettir og níu voru í sóttkví. Sex eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu.

Ekki hafa jafn fáir greinst smitaðir innanlands í nærri því tvo mánuði. Einn greindist á landamærunum.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is.

Uppfært: Í fyrstu stóð í fréttinni að þrettán hefðu greinst smitaðir í gær. Það var ósamræmi á covid.is og hefur verið leiðrétt.

397 eru í einangrun en þeir voru 453 í gær. Þá eru 776 í sóttkví, samanborið við 792 í gær.

31 greindist smitaður í gær. Þá voru einnig sex á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu. Nítján þeirra sem greindust smitaðir voru óbólusettir og rúmur helmingur í sóttkví.

Alls hafa 11.247 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 33 andlát verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×