Valencia mætti Barcelona í undanúrslitum ofurbikarins í körfubolta á Spáni í kvöld. Ofurbikarinn er síðasti hluti undirbúningstímabilsins í spænska körfuboltanum áður en deildarkeppnin hefst.
Barcelona byrjuðu leikinn betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta með ellefu stigum, 27-16. Katalóníumennirnir héldu síðan bara áfram uppteknum hætti og leiddu í hálfleik með sautján stigum, 45-28 og leikurinn eiginlega farinn frá Valencia.
Barcelona lokaði þessum sigri svo með nítján stigum, 87-68.
Final
— Valencia Basket Club (@valenciabasket) September 11, 2021
1/2 #SupercopaEndesa@FCBbasket 87
@valenciabasket 68#EActíVate pic.twitter.com/gTkmBDxsiT
Martin Hermannsson var stigahæstur í liði Valencia með 11 stig ásamt Josep Puerto. Hjá Barcelona var Brandon Davies með 15 stig og Corey Higgins skoraði 13.
Næsti leikur Valencia er í deildinni á móti Baskonia laugardaginn 18. september.