Um 100 húsbílar í Þorlákshöfn um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. september 2021 19:44 Félagsskapurinn í Félagi húsbílaeigenda þykir einstakur því þar eru allir jafnir án stéttar og stöðu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um eitt hundrað húsbílar og eigendur þeirra eru nú staddir í Þorlákshöfn þar sem síðasta sumar útilega Félags húsbílaeigenda fer fram. Elsti félaginn, sem er að verða 99 ára fór á húsbílnum sínum í tíu daga ferð um Norðurland í sumar með félaginu. Tjaldsvæðið í Þorlákshöfn er fullt af húsbílum og eigendur þeirra, enda árshátíð Félags húsbílaeigenda í gangi í heimabæ formanns félagsins, sem er ánægður með sumarið, sem er að líða. „Það var algjörlega æðislegt eins og hjá bara landanum yfir höfðuð. Við erum að tala um sól og blíðu og einstakan félagsskap eins og þú sérð. Þetta er félag, sem telur yfir 800 félaga um allt land og þessi virku eru í kringum 200 til 300, þá meina ég að láta sjá sig í ferðum, mæta og hafa gaman saman,“ segir Elín Íris Fanndal formaður Félags húsbílaeigenda. Elín segir að félagið hafi staðið fyrir fjölmörgum útilegum í sumar, sem allir hafi heppnast frábærlega. Hún segir að það sé mikill vinskapur og tryggð í félaginu enda sé félagsskapurinn magnaður. Elín Íris Fanndal, stoltur formaður Félags húsbílaeigenda stödd í sínum húsbíl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún og maður hennar búa í Þorlákshöfn en kjósa samt frekar að vera í húsbílnum um helgina. „Já, það er meiri nánd í húsbílnum, ég hef karlinn nær mér, það er ekki slæmt,“ segir Elín og hlær. Elsti félaginn, sem verður 99 ára í desember er duglegur að ferðast á sínum húsbíl með félaginu. „Já, já, ég er búin að fara 10 daga túr norður með félaginu,“ segir Axel Þór Friðriksson, sem býr í Njarðvík í Reykjanesbæ. Einn af hápunktum dagsins í dag hjá Húsbílafélaginu voru tónleikar með Stórsveit Íslands og svo í kvöld er árshátíð félagsins með tilheyrandi fjöri og skemmtun. Allar nánari upplýsingar um Félag húsbílaeigenda er að finna hér á heimasíðu félagins Axel Þór Friðriksson, 98 ára, sem fer um allt á húsbílnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Ölfus Tjaldsvæði Eldri borgarar Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Tjaldsvæðið í Þorlákshöfn er fullt af húsbílum og eigendur þeirra, enda árshátíð Félags húsbílaeigenda í gangi í heimabæ formanns félagsins, sem er ánægður með sumarið, sem er að líða. „Það var algjörlega æðislegt eins og hjá bara landanum yfir höfðuð. Við erum að tala um sól og blíðu og einstakan félagsskap eins og þú sérð. Þetta er félag, sem telur yfir 800 félaga um allt land og þessi virku eru í kringum 200 til 300, þá meina ég að láta sjá sig í ferðum, mæta og hafa gaman saman,“ segir Elín Íris Fanndal formaður Félags húsbílaeigenda. Elín segir að félagið hafi staðið fyrir fjölmörgum útilegum í sumar, sem allir hafi heppnast frábærlega. Hún segir að það sé mikill vinskapur og tryggð í félaginu enda sé félagsskapurinn magnaður. Elín Íris Fanndal, stoltur formaður Félags húsbílaeigenda stödd í sínum húsbíl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún og maður hennar búa í Þorlákshöfn en kjósa samt frekar að vera í húsbílnum um helgina. „Já, það er meiri nánd í húsbílnum, ég hef karlinn nær mér, það er ekki slæmt,“ segir Elín og hlær. Elsti félaginn, sem verður 99 ára í desember er duglegur að ferðast á sínum húsbíl með félaginu. „Já, já, ég er búin að fara 10 daga túr norður með félaginu,“ segir Axel Þór Friðriksson, sem býr í Njarðvík í Reykjanesbæ. Einn af hápunktum dagsins í dag hjá Húsbílafélaginu voru tónleikar með Stórsveit Íslands og svo í kvöld er árshátíð félagsins með tilheyrandi fjöri og skemmtun. Allar nánari upplýsingar um Félag húsbílaeigenda er að finna hér á heimasíðu félagins Axel Þór Friðriksson, 98 ára, sem fer um allt á húsbílnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Ölfus Tjaldsvæði Eldri borgarar Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira