Innlent

Konur hlupu saman í 32. sinn á Íslandi og í útlöndum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjöldi fólks tók þátt í Kvennahlaupinu víða um land. Hér má sjá hlaupara í Garðabæ í morgun.
Fjöldi fólks tók þátt í Kvennahlaupinu víða um land. Hér má sjá hlaupara í Garðabæ í morgun. Aðsend

Fjöldi kvenna hljóp í 32. Kvennahlaupi ÍSÍ og Sjóvá í dag. Mikil og góð stemning var hjá þátttakendum, ungum sem öldnum og gleði og kátína skein úr hverju andliti. 

Þetta segir í tilkynningu frá ÍSÍ. Hlaupaveður var með besta móti víðast hvar en hlaupið var á hátt af sextíu stöðum um land allt og erlendis. 

Markmið kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að verkja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Hver kona tekur þátt á eigin forsetndum og er lögð áhersla á að allir komi brosandi í mark á sínum eigin hraða. 

„Í dag er áherslan ekki hvað síst á samstöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum forsendum og eigi ánægjulega samverustund með fjölskyldu og vinum. Hlaupið er árviss viðburður hjá mörgum konum sem taka daginn frá til að hlaupa með dætrum, mæðrum, ömmum, systrum, frænkum og vinkonum sínum og margir karlmenn slást líka í hópinn,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×