Sló í brýnu milli Gunnars Smára og Sigurðar Hannessonar Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2021 10:50 Sigurður Hannesson og Gunnar Smári. Víst er að engir sérstakir kærleikar eru þar á millum og það kom berlega í ljós á kosningafundi SI sem haldinn var í Hörpu í gær. vísir/vilhelm Grunnt var á því góða milli Gunnars Smára Egilssonar frambjóðandi Sósíalistaflokksins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins á fundi í gær en ljóst mátti vera að þeir voru að nálgast viðfangsefnið úr sitthvorri áttinni. Samtök iðnaðarins stóðu fyrir glæsilegum kosningafundi í Hörpu í gær. Fundinum var streymt beint á Vísi en þar voru mættir allir foringjar þeirra framboða sem nú bítast um sæti á hinu háa Alþingi. Fundinn má sjá í heild sinni hér neðar en fjölmargir fylgdust með honum í beinni útsendingu. „Þið eruð ekki lýðræðisleg samtök!“ Sigurður Hannesson stýrði fundinum og spurði leiðtogana út í það hver þeirra stefna væri í því sem sneri sérstaklega að hagsmunum þeirra fyrirtækja sem þeir eru regnhlíf fyrir. Þegar kom að Gunnari Smára var strax ljóst að hann ætlaði sér ekki að lúta forskrift SI eða upplegginu sem þar var til grundvallar. Gunnar Smári vék umsvifalaust af sporinu þegar hann fékk orðið og vildi ræða það af hverju hann hafi ekki svarað spurningum sem SI lagði upp með. Sagði að nú væri verið að ganga til þingkosninga sem sé lýðræðisvettvangurinn, vald almennings en ríkivaldið er framkvæmdaarmur þess. Gunnar Smári sagði Sósíalistaflokkinn byggja stefnu sína á fjöldahreyfingum svo sem ASÍ, BSRB, Öryrkjabandalaginu sem Gunnar Smári sagði lýðræðisleg samtök þar sem hver maður hefði eitt atkvæði. „Samtök iðnaðarins eru ekki slík samtök. Þau eru ekki lýðræðisleg samtök…“ Strax þarna þótti Sigurði Gunnar Smári kominn út fyrir efnið og spurði hvað hann hefði fyrir sér í því? „Af hverju segirðu það, Gunnar?“ Má ég tala? Gunnar Smári sagðist ætla að svara því: „Hjá ykkur hefur hver króna eitt atkvæði. Þannig að þeir sem eru fjárhagslega sterkastir fara með völdin í ykkar félagi. Þið kallið ykkur Samtök iðnaðarins en þið eruð ekki samtök til dæmis Hassans sem rekur saumaverkstæði á Hverfisgötu og sem gerði við úlpuna mína. Heldur eruð þið fyrst og fremst að reka hagsmuni þeirra allra fjársterkustu… “ Sigurði þótti þetta stefna í heldur einkennilegar áttir miðað við uppleggið og vildi meina að Hassan væri velkominn og gæti eftir ýmsum leiðum gerst félagi. En Gunnar Smári spurði hvort hann mætti ekki tala? Og hélt áfram. Má ég tala? Gunnar Smári stakk í stúf á fundinum, hann mætti herskár í gallajakka og taldi fráleitt að stjórnmálafólkið væri mætt á fund SI eins og óþekkir krakkar til skólastjórans. „Ég er að benda á að stjórnmál snúast ekki um að Samtök iðnaðarins eða Samtök atvinnulífsins, samtök þeirra sem fara með völd í samfélaginu, fjársterkustu aðilana í íslensku samfélagi, komi og setji stjórnmálafólk í einhverja kennslustund og spyrji: Ert þú fylgjandi tækifærunum? Og rétta mann bækling sem er sá dýrasti þessarar kosningabaráttu þar sem þið eruð að fara fram á ríkisstyrki, skattaafslætti…“ Samkoman vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið Sigurður skaut því inn í að hann kannaðist bara ekkert við þetta. En Gunnar Smári var kominn í ham. „Ef maður myndi bera þetta saman við hógværar kröfur Öryrkjabandalagsins sem er að biðja um að fá að borða út mánuðinn.“ Sigurður sagði að hann teldi að svarið við spurningunni væri komið. „Þú ert ekki maður tækifæranna.“ Kosningafundur SI í Hörpu var að sönnu glæsilegur en Gunnar Smári stakk í stúf; hann ætlaði ekki að ræða komandi kosningar á forsendum Samtaka iðnaðarins.skjáskot En Gunnar Smári lét þetta ekki slá sig út af laginu heldur hélt áfram að messa yfir samkomunni sem vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið: „Þá eruð þið með kröfur sem eru mörgum milljörðum hærri en kröfur þessa fólks.“ Sigurður sagði og vildi stöðva hinn herskáa Sósíalista: „Þakka þér fyrir.“ En Gunnar Smári hafði ekki lokið máli sínu: „Þið eruð fyrst og fremst að tala fyrir hönd einhverra hundrað manna.“ Sakar Sigurð um að hafa sýnt Ingu Sæland fyrirlitningu Erjum þeirra Sigurðar og Gunnars Smára var ekki lokið þar. Því Gunnar Smári tók upp þráðinn þar sem frá var horfið á Facebook-síðu sinni og sakaði Sigurð um að hafa sýnt Ingu Sæland, sem var á fundinum sem fulltrúi Flokks fólks, fyrirlitningu. „Hann sýndu Ingu sömu fyrirlitningu og Einar Þorsteinsson í Kastljósinu fyrir ári eða svo; greip linnulaust fram í fyrir henni og sýndi með látbragði að hann tæki ekkert mark á neinu sem hún sagði. Hvað gengur þessum mönnum til? Er þetta kvenfyrirlitning, fyrirlitning gagnvart öryrkjum, fyrirlitning á öllu sem ekki gengur um í jakkafötum og bugtar sig fyrir Sjálfstæðisflokknum? Kannski á maður ekki að hæla forystufólki í öðrum flokkum í miðri kosningabaráttu, en það er meira vit í Ingu en heilu þingflokkunum sem menn eins og Sigurður og Einar sýna botnlausa virðingu.“ Sigurður taldi sig knúinn til að svara þessum ávirðingum og lagði orð í belg í athugasemd: „Blessaður Gunnar Smári. Ég ber virðingu fyrir Ingu Sæland og kannast ekki við þessa lýsingu þína hér af fundinum í dag. Inga stóð sig vel á fundinum og hélt sínum sjónarmiðum á lofti.“ Vinnumarkaður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Samtök iðnaðarins stóðu fyrir glæsilegum kosningafundi í Hörpu í gær. Fundinum var streymt beint á Vísi en þar voru mættir allir foringjar þeirra framboða sem nú bítast um sæti á hinu háa Alþingi. Fundinn má sjá í heild sinni hér neðar en fjölmargir fylgdust með honum í beinni útsendingu. „Þið eruð ekki lýðræðisleg samtök!“ Sigurður Hannesson stýrði fundinum og spurði leiðtogana út í það hver þeirra stefna væri í því sem sneri sérstaklega að hagsmunum þeirra fyrirtækja sem þeir eru regnhlíf fyrir. Þegar kom að Gunnari Smára var strax ljóst að hann ætlaði sér ekki að lúta forskrift SI eða upplegginu sem þar var til grundvallar. Gunnar Smári vék umsvifalaust af sporinu þegar hann fékk orðið og vildi ræða það af hverju hann hafi ekki svarað spurningum sem SI lagði upp með. Sagði að nú væri verið að ganga til þingkosninga sem sé lýðræðisvettvangurinn, vald almennings en ríkivaldið er framkvæmdaarmur þess. Gunnar Smári sagði Sósíalistaflokkinn byggja stefnu sína á fjöldahreyfingum svo sem ASÍ, BSRB, Öryrkjabandalaginu sem Gunnar Smári sagði lýðræðisleg samtök þar sem hver maður hefði eitt atkvæði. „Samtök iðnaðarins eru ekki slík samtök. Þau eru ekki lýðræðisleg samtök…“ Strax þarna þótti Sigurði Gunnar Smári kominn út fyrir efnið og spurði hvað hann hefði fyrir sér í því? „Af hverju segirðu það, Gunnar?“ Má ég tala? Gunnar Smári sagðist ætla að svara því: „Hjá ykkur hefur hver króna eitt atkvæði. Þannig að þeir sem eru fjárhagslega sterkastir fara með völdin í ykkar félagi. Þið kallið ykkur Samtök iðnaðarins en þið eruð ekki samtök til dæmis Hassans sem rekur saumaverkstæði á Hverfisgötu og sem gerði við úlpuna mína. Heldur eruð þið fyrst og fremst að reka hagsmuni þeirra allra fjársterkustu… “ Sigurði þótti þetta stefna í heldur einkennilegar áttir miðað við uppleggið og vildi meina að Hassan væri velkominn og gæti eftir ýmsum leiðum gerst félagi. En Gunnar Smári spurði hvort hann mætti ekki tala? Og hélt áfram. Má ég tala? Gunnar Smári stakk í stúf á fundinum, hann mætti herskár í gallajakka og taldi fráleitt að stjórnmálafólkið væri mætt á fund SI eins og óþekkir krakkar til skólastjórans. „Ég er að benda á að stjórnmál snúast ekki um að Samtök iðnaðarins eða Samtök atvinnulífsins, samtök þeirra sem fara með völd í samfélaginu, fjársterkustu aðilana í íslensku samfélagi, komi og setji stjórnmálafólk í einhverja kennslustund og spyrji: Ert þú fylgjandi tækifærunum? Og rétta mann bækling sem er sá dýrasti þessarar kosningabaráttu þar sem þið eruð að fara fram á ríkisstyrki, skattaafslætti…“ Samkoman vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið Sigurður skaut því inn í að hann kannaðist bara ekkert við þetta. En Gunnar Smári var kominn í ham. „Ef maður myndi bera þetta saman við hógværar kröfur Öryrkjabandalagsins sem er að biðja um að fá að borða út mánuðinn.“ Sigurður sagði að hann teldi að svarið við spurningunni væri komið. „Þú ert ekki maður tækifæranna.“ Kosningafundur SI í Hörpu var að sönnu glæsilegur en Gunnar Smári stakk í stúf; hann ætlaði ekki að ræða komandi kosningar á forsendum Samtaka iðnaðarins.skjáskot En Gunnar Smári lét þetta ekki slá sig út af laginu heldur hélt áfram að messa yfir samkomunni sem vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið: „Þá eruð þið með kröfur sem eru mörgum milljörðum hærri en kröfur þessa fólks.“ Sigurður sagði og vildi stöðva hinn herskáa Sósíalista: „Þakka þér fyrir.“ En Gunnar Smári hafði ekki lokið máli sínu: „Þið eruð fyrst og fremst að tala fyrir hönd einhverra hundrað manna.“ Sakar Sigurð um að hafa sýnt Ingu Sæland fyrirlitningu Erjum þeirra Sigurðar og Gunnars Smára var ekki lokið þar. Því Gunnar Smári tók upp þráðinn þar sem frá var horfið á Facebook-síðu sinni og sakaði Sigurð um að hafa sýnt Ingu Sæland, sem var á fundinum sem fulltrúi Flokks fólks, fyrirlitningu. „Hann sýndu Ingu sömu fyrirlitningu og Einar Þorsteinsson í Kastljósinu fyrir ári eða svo; greip linnulaust fram í fyrir henni og sýndi með látbragði að hann tæki ekkert mark á neinu sem hún sagði. Hvað gengur þessum mönnum til? Er þetta kvenfyrirlitning, fyrirlitning gagnvart öryrkjum, fyrirlitning á öllu sem ekki gengur um í jakkafötum og bugtar sig fyrir Sjálfstæðisflokknum? Kannski á maður ekki að hæla forystufólki í öðrum flokkum í miðri kosningabaráttu, en það er meira vit í Ingu en heilu þingflokkunum sem menn eins og Sigurður og Einar sýna botnlausa virðingu.“ Sigurður taldi sig knúinn til að svara þessum ávirðingum og lagði orð í belg í athugasemd: „Blessaður Gunnar Smári. Ég ber virðingu fyrir Ingu Sæland og kannast ekki við þessa lýsingu þína hér af fundinum í dag. Inga stóð sig vel á fundinum og hélt sínum sjónarmiðum á lofti.“
Vinnumarkaður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira