„Sá þetta kannski aðeins öðruvísi fyrir mér þegar ég mætti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 11:00 Sjúkraþjálfari Kielce hugar að Hauki Þrastarsyni eftir að hann meiddist í leik gegn Elverum í Meistaradeild Evrópu síðasta haust. Seinna kom í ljós að hann sleit krossband í hné. epa/GEIR OLSEN Haukur Þrastarson hefur lítið getað spilað með pólska stórliðinu Kielce síðan hann kom til þess frá Selfossi í fyrra. Haukur ristarbrotnaði í fyrrasumar, þurfti að fara í aðgerð og var meiddur þegar hann kom út til Kielce. Eftir að hafa náð sér lék hann nokkra leiki með liðinu áður en hann sleit krossband í hné í leik gegn Elverum í Meistaradeild Evrópu 2. október. Í kjölfarið fór Haukur í aðgerð og var svo í endurhæfingu heima á Selfossi. Hann sneri aftur til Póllands í sumar og tók þátt í undirbúningstímabili Kielce. Hann kom ekki við sögu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í pólsku úrvalsdeildinni en vonast til að vera orðinn klár áður en langt um líður. „Þetta hefur verið mikið ströggl síðan ég kom hingað og ég sá þetta kannski aðeins öðruvísi fyrir mér þegar ég mætti. Maður hefur lent í alls konar og verið lítið með. Það er hrikalega spennandi að byrja þetta almennilega,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Ekkert virðist vanta upp á trú forráðamanna Kielce á Hauki en þegar hann kom til Póllands í fyrra framlengdi félagið samning hans um tvö ár, jafnvel þótt hann hefði ekki spilað leik fyrir það. Haukur er þakklátur fyrir hvernig Kielce hefur staðið við bakið á honum í endurhæfingunni. „Þetta er að mestu undir manni sjálfum komið en ég finn alveg að það er trú á mér. Þeir hafa verið mjög skilningsríkir, sveigjanlegir og gefið mér allan þann tíma sem ég hef þurft. Eins og staðan er núna er ég ekki alveg klár en það er ekki verið að ýta á eftir mér,“ sagði Haukur. Pólski handboltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Haukur ristarbrotnaði í fyrrasumar, þurfti að fara í aðgerð og var meiddur þegar hann kom út til Kielce. Eftir að hafa náð sér lék hann nokkra leiki með liðinu áður en hann sleit krossband í hné í leik gegn Elverum í Meistaradeild Evrópu 2. október. Í kjölfarið fór Haukur í aðgerð og var svo í endurhæfingu heima á Selfossi. Hann sneri aftur til Póllands í sumar og tók þátt í undirbúningstímabili Kielce. Hann kom ekki við sögu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í pólsku úrvalsdeildinni en vonast til að vera orðinn klár áður en langt um líður. „Þetta hefur verið mikið ströggl síðan ég kom hingað og ég sá þetta kannski aðeins öðruvísi fyrir mér þegar ég mætti. Maður hefur lent í alls konar og verið lítið með. Það er hrikalega spennandi að byrja þetta almennilega,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Ekkert virðist vanta upp á trú forráðamanna Kielce á Hauki en þegar hann kom til Póllands í fyrra framlengdi félagið samning hans um tvö ár, jafnvel þótt hann hefði ekki spilað leik fyrir það. Haukur er þakklátur fyrir hvernig Kielce hefur staðið við bakið á honum í endurhæfingunni. „Þetta er að mestu undir manni sjálfum komið en ég finn alveg að það er trú á mér. Þeir hafa verið mjög skilningsríkir, sveigjanlegir og gefið mér allan þann tíma sem ég hef þurft. Eins og staðan er núna er ég ekki alveg klár en það er ekki verið að ýta á eftir mér,“ sagði Haukur.
Pólski handboltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira