Foreldrar Þórhildar: „Báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2021 10:36 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Foreldrar Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur segjast aldrei hafa beðið Guðna Bergsson, þáverandi formann Knattspyrnusambands Íslands, um að halda trúnað um fyrsta tölvupóstinn sem sendur var á sambandið vegna máls Þórhildar og Kolbeins Sigþórssonar landsliðsmanns. Þetta segja foreldrar Þórhildar Gyðu, Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir, í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í morgun vegna umræðu um meintan trúnað á milli Guðna og þeirra, og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eftir að póstur hafði verið sendur á tölvupóstfangið ksi@ksi.is þá hafi samskiptin eingöngu verið við Guðna. Þeim samskiptum hafi lokið með síðasta tölvupósti sem var sendur 22. mars árið 2018 þar sem þau báðu Guðna um að halda trúnað við þau gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem þau deildu með Guðna þegar þau ræddu við hann í síma þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.Foto: Daniel Þór „Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ,“ segir foreldrar Þórhildar Gyðu í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan: Yfirlýsing foreldra Þórhildar: Við foreldrar Þórhildar Gyðu viljum með yfirlýsingu þessari leiðrétta ítrekaðar rangfærslur vegna meints trúnaðar á milli Guðna Bergssonar og okkar og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var upprunalegi tölvupósturinn sendur m.a. á netfangið ksi@ksi.is sem er almennt netfang sambandsins. Eftir svar frá Guðna voru samskipti okkar eingöngu við hann og lauk þeim með síðasta tölvupósti þann 22. mars 2018, þar sem við biðjum Guðna að halda trúnað við okkur gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem við deildum með honum þegar við ræddum við hann í síma (sjá skjáskot af tölvupóstinum hér fyrir neðan) þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn á þessum tíma. Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ. Við munum ekki tjá okkur frekar um þetta mál. Virðingarfyllst Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Þetta segja foreldrar Þórhildar Gyðu, Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir, í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í morgun vegna umræðu um meintan trúnað á milli Guðna og þeirra, og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eftir að póstur hafði verið sendur á tölvupóstfangið ksi@ksi.is þá hafi samskiptin eingöngu verið við Guðna. Þeim samskiptum hafi lokið með síðasta tölvupósti sem var sendur 22. mars árið 2018 þar sem þau báðu Guðna um að halda trúnað við þau gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem þau deildu með Guðna þegar þau ræddu við hann í síma þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.Foto: Daniel Þór „Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ,“ segir foreldrar Þórhildar Gyðu í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan: Yfirlýsing foreldra Þórhildar: Við foreldrar Þórhildar Gyðu viljum með yfirlýsingu þessari leiðrétta ítrekaðar rangfærslur vegna meints trúnaðar á milli Guðna Bergssonar og okkar og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var upprunalegi tölvupósturinn sendur m.a. á netfangið ksi@ksi.is sem er almennt netfang sambandsins. Eftir svar frá Guðna voru samskipti okkar eingöngu við hann og lauk þeim með síðasta tölvupósti þann 22. mars 2018, þar sem við biðjum Guðna að halda trúnað við okkur gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem við deildum með honum þegar við ræddum við hann í síma (sjá skjáskot af tölvupóstinum hér fyrir neðan) þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn á þessum tíma. Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ. Við munum ekki tjá okkur frekar um þetta mál. Virðingarfyllst Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01
Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56