Foreldrar Þórhildar: „Báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2021 10:36 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Foreldrar Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur segjast aldrei hafa beðið Guðna Bergsson, þáverandi formann Knattspyrnusambands Íslands, um að halda trúnað um fyrsta tölvupóstinn sem sendur var á sambandið vegna máls Þórhildar og Kolbeins Sigþórssonar landsliðsmanns. Þetta segja foreldrar Þórhildar Gyðu, Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir, í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í morgun vegna umræðu um meintan trúnað á milli Guðna og þeirra, og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eftir að póstur hafði verið sendur á tölvupóstfangið ksi@ksi.is þá hafi samskiptin eingöngu verið við Guðna. Þeim samskiptum hafi lokið með síðasta tölvupósti sem var sendur 22. mars árið 2018 þar sem þau báðu Guðna um að halda trúnað við þau gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem þau deildu með Guðna þegar þau ræddu við hann í síma þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.Foto: Daniel Þór „Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ,“ segir foreldrar Þórhildar Gyðu í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan: Yfirlýsing foreldra Þórhildar: Við foreldrar Þórhildar Gyðu viljum með yfirlýsingu þessari leiðrétta ítrekaðar rangfærslur vegna meints trúnaðar á milli Guðna Bergssonar og okkar og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var upprunalegi tölvupósturinn sendur m.a. á netfangið ksi@ksi.is sem er almennt netfang sambandsins. Eftir svar frá Guðna voru samskipti okkar eingöngu við hann og lauk þeim með síðasta tölvupósti þann 22. mars 2018, þar sem við biðjum Guðna að halda trúnað við okkur gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem við deildum með honum þegar við ræddum við hann í síma (sjá skjáskot af tölvupóstinum hér fyrir neðan) þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn á þessum tíma. Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ. Við munum ekki tjá okkur frekar um þetta mál. Virðingarfyllst Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Þetta segja foreldrar Þórhildar Gyðu, Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir, í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í morgun vegna umræðu um meintan trúnað á milli Guðna og þeirra, og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eftir að póstur hafði verið sendur á tölvupóstfangið ksi@ksi.is þá hafi samskiptin eingöngu verið við Guðna. Þeim samskiptum hafi lokið með síðasta tölvupósti sem var sendur 22. mars árið 2018 þar sem þau báðu Guðna um að halda trúnað við þau gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem þau deildu með Guðna þegar þau ræddu við hann í síma þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.Foto: Daniel Þór „Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ,“ segir foreldrar Þórhildar Gyðu í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan: Yfirlýsing foreldra Þórhildar: Við foreldrar Þórhildar Gyðu viljum með yfirlýsingu þessari leiðrétta ítrekaðar rangfærslur vegna meints trúnaðar á milli Guðna Bergssonar og okkar og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var upprunalegi tölvupósturinn sendur m.a. á netfangið ksi@ksi.is sem er almennt netfang sambandsins. Eftir svar frá Guðna voru samskipti okkar eingöngu við hann og lauk þeim með síðasta tölvupósti þann 22. mars 2018, þar sem við biðjum Guðna að halda trúnað við okkur gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem við deildum með honum þegar við ræddum við hann í síma (sjá skjáskot af tölvupóstinum hér fyrir neðan) þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn á þessum tíma. Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ. Við munum ekki tjá okkur frekar um þetta mál. Virðingarfyllst Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01
Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56