Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2021 19:21 Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna á Landspítala góða og tilefni til að skoða afléttingar aðgerða. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. Ríkisstjórnin ræddi meðal annars um framhald sóttvarnaaðgerða á fundi sínum í dag. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur gætt nokkurrar óþreyju varðandi afnám sóttvarnatakmarkana og í síðustu viku tók samgönguráðherra undir með ráðherrum Sjálfstæðisflokks í þeim efnum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir sóttvarnamálin alla tíð hafa verið afgreidd með samtali í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra láti ekki undan þrýstingi.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins þó ekki hafa þrýst á heilbigðisráðherra. „Við höfum alltaf talað skýrt og hún líka. Það samtal hefur heilt yfir gengið ágætlega. Ég held að heilbrigðisráðherra láti almennt ekkert mikið undan þrýstingi frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur verið samtal í gegnum alla þessa mánuði,“ segir Þórdís Kolbrún. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsláráðherra tekur í sama streng. Hún vonar að takmörkunum verði létt áður en núgildandi reglur falla úr gildi hinn 17. september. Dómsmálaráðherra segir tíma til kominn að landsmenn lifi með kórónuveirunni en haldi áfram að verja viðkvæma hópa.Vísir/Vilhelm „Ég bind vonir við það miðað við stöðuna á Landspítalanum. Hún er ansi góð og það sýnir sig auðvitað hvað bólusetningarnar eru að virka vel hér á landi,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi. Og það var að heyra á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að það sé einmitt staðan. „Þetta gengur vel. Þetta lítur mjög vel út, þróun faraldursins, og þessi bylgja er á öruggri niðurleið.“ Yngra fólk en áður sé að smitast og þar með væri álagið á Landspítalann minna en verið hefði. „Ég held að það liggi alveg fyrir að forsendurnar eru fyrir hendi til að ráðast í tilslakanir. Ég hef ekki enn fengið minnisblað frá Þórólfi en ég á von á því á næstu dögum og þá sjáum við hver verða næstu skref. Þannig að ég held að við séum alveg augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verði partur af okkar daglega lífi,“ segir Svandís. Þó þurfi að passa að fara ekki eins bratt af stað og um mánaðamótin júní-júlí þegar allt var opnað. Var ríkisstjórnin kannski of borubrött í sumar þegar létt var á aðgerðum? „Jú, við vorum það. Við vorum mjög hress en við höfðum líka ástæðu til. Við höfðum í raun allar forsendur til að aflétta. Eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að Delta afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ríkisstjórnin ræddi meðal annars um framhald sóttvarnaaðgerða á fundi sínum í dag. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur gætt nokkurrar óþreyju varðandi afnám sóttvarnatakmarkana og í síðustu viku tók samgönguráðherra undir með ráðherrum Sjálfstæðisflokks í þeim efnum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir sóttvarnamálin alla tíð hafa verið afgreidd með samtali í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra láti ekki undan þrýstingi.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins þó ekki hafa þrýst á heilbigðisráðherra. „Við höfum alltaf talað skýrt og hún líka. Það samtal hefur heilt yfir gengið ágætlega. Ég held að heilbrigðisráðherra láti almennt ekkert mikið undan þrýstingi frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur verið samtal í gegnum alla þessa mánuði,“ segir Þórdís Kolbrún. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsláráðherra tekur í sama streng. Hún vonar að takmörkunum verði létt áður en núgildandi reglur falla úr gildi hinn 17. september. Dómsmálaráðherra segir tíma til kominn að landsmenn lifi með kórónuveirunni en haldi áfram að verja viðkvæma hópa.Vísir/Vilhelm „Ég bind vonir við það miðað við stöðuna á Landspítalanum. Hún er ansi góð og það sýnir sig auðvitað hvað bólusetningarnar eru að virka vel hér á landi,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi. Og það var að heyra á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að það sé einmitt staðan. „Þetta gengur vel. Þetta lítur mjög vel út, þróun faraldursins, og þessi bylgja er á öruggri niðurleið.“ Yngra fólk en áður sé að smitast og þar með væri álagið á Landspítalann minna en verið hefði. „Ég held að það liggi alveg fyrir að forsendurnar eru fyrir hendi til að ráðast í tilslakanir. Ég hef ekki enn fengið minnisblað frá Þórólfi en ég á von á því á næstu dögum og þá sjáum við hver verða næstu skref. Þannig að ég held að við séum alveg augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verði partur af okkar daglega lífi,“ segir Svandís. Þó þurfi að passa að fara ekki eins bratt af stað og um mánaðamótin júní-júlí þegar allt var opnað. Var ríkisstjórnin kannski of borubrött í sumar þegar létt var á aðgerðum? „Jú, við vorum það. Við vorum mjög hress en við höfðum líka ástæðu til. Við höfðum í raun allar forsendur til að aflétta. Eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að Delta afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira