Norrköping tryggði sér væna sneið af Ísakskökunni Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2021 12:30 Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði A-landsliðsins í mótsleik þegar Ísland mætti Norður-Makedóníu á sunnudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT FC Kaupmannahöfn gæti þegar allt verður talið á endanum greitt 750 milljónir íslenskra króna fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson og klásúla í samningi tryggir IFK Norrköping hlut í næstu sölu á knattspyrnumanninum unga. FCK nældi í Ísak rétt áður en félagaskiptaglugganum var lokað á dögunum. Sænski miðillinn Expressen hefur nú rýnt í samninginn sem ætla má að færi ÍA á annað hundrað milljónir íslenskra króna. Samkvæmt Expressen þarf FCK að greiða á bilinu 670 til 750 milljónir íslenskra króna fyrir Ísak. Upphæðin er háð ákveðnum skilyrðum, sem til að mynda gætu snúið að fjölda spilaðra leikja, sem Expressen segir að ekki verði erfitt að ná. Norrköping setti svo inn klásúlu um að sænska félagið fengi í sinn vasa 30% af þeim mun sem verður á söluverði Ísaks nú og verðinu sem FCK selur hann á, verði hann seldur frá danska félaginu. ÍA var einmitt með svipaða klásúlu í samningnum þegar Ísak fór frá félaginu til Norrköping. Samkvæmt 433.is mun sú klásúla hafa tryggt ÍA 20% af þeirri upphæð sem FCK greiðir Norrköping. ÍA mun hins vegar ekki fá stóran skerf af næstu sölu en þó á bilinu 1-1,5% í samstöðubætur. Pabbi Ísaks einn af átta sem fóru fyrir hærri upphæð Samkvæmt Transfermarkt, síðu sem heldur utan um kaup, sölur og samningsmál í fótboltanum, er Ísak nú níundi dýrasti leikmaður í sögu íslenskrar knattspyrnu. Transfermarkt segir Ísak hafa farið til FCK fyrir 4,5 milljónir evra, sem rímar ágætlega við fréttir sænskra og danskra miðla. Aðeins Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason, Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Grétar Rafn Steinsson og Ragnar Sigurðsson hafa verið seldir fyrir hærri upphæðir. Jóhannes Karl er einmitt faðir Ísaks. HM 2022 í Katar Danski boltinn ÍA Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Í beinni: Plzen - Real Sociedad | Orri í Tékklandi Í beinni: Chelsea - Noah | Af örkinni á Brúna Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa Sjá meira
FCK nældi í Ísak rétt áður en félagaskiptaglugganum var lokað á dögunum. Sænski miðillinn Expressen hefur nú rýnt í samninginn sem ætla má að færi ÍA á annað hundrað milljónir íslenskra króna. Samkvæmt Expressen þarf FCK að greiða á bilinu 670 til 750 milljónir íslenskra króna fyrir Ísak. Upphæðin er háð ákveðnum skilyrðum, sem til að mynda gætu snúið að fjölda spilaðra leikja, sem Expressen segir að ekki verði erfitt að ná. Norrköping setti svo inn klásúlu um að sænska félagið fengi í sinn vasa 30% af þeim mun sem verður á söluverði Ísaks nú og verðinu sem FCK selur hann á, verði hann seldur frá danska félaginu. ÍA var einmitt með svipaða klásúlu í samningnum þegar Ísak fór frá félaginu til Norrköping. Samkvæmt 433.is mun sú klásúla hafa tryggt ÍA 20% af þeirri upphæð sem FCK greiðir Norrköping. ÍA mun hins vegar ekki fá stóran skerf af næstu sölu en þó á bilinu 1-1,5% í samstöðubætur. Pabbi Ísaks einn af átta sem fóru fyrir hærri upphæð Samkvæmt Transfermarkt, síðu sem heldur utan um kaup, sölur og samningsmál í fótboltanum, er Ísak nú níundi dýrasti leikmaður í sögu íslenskrar knattspyrnu. Transfermarkt segir Ísak hafa farið til FCK fyrir 4,5 milljónir evra, sem rímar ágætlega við fréttir sænskra og danskra miðla. Aðeins Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason, Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Grétar Rafn Steinsson og Ragnar Sigurðsson hafa verið seldir fyrir hærri upphæðir. Jóhannes Karl er einmitt faðir Ísaks.
HM 2022 í Katar Danski boltinn ÍA Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Í beinni: Plzen - Real Sociedad | Orri í Tékklandi Í beinni: Chelsea - Noah | Af örkinni á Brúna Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti