Framlengja Brexit-aðlögun Norður-Írlands Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 22:23 Áróðursskilti gegn Brexit á Norður-Írlandi árið 2018. Ótti margra var að gömul átök sambands- og þjóðernissinna tækju sig upp aftur ef komið yrði upp hörðum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að aðlögunartími fyrir innflutning til Norður-Írlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu verði enn framlengt. Frestinum er ætlað að veita Bretum og Evrópusambandinu meiri tíma til að komast að niðurstöðu um varanlega lausn. Eitt helsta vandræðamálið sem þurfti að leysa áður en Bretland gat gengið úr Evrópusambandinu í upphafi árs var hvernig viðskipti á milli sambandsins og Bretlands yrði háttað á Norður-Írlandi. Írland er enn í Evrópusambandinu en enginn vilji var til þess að setja upp landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands þar sem það var talið geta ógnað brothættum friði sem hefur ríkt undanfarna áratugi. Hins vegar var heldur ekki áhugi á að takmarka viðskipti á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands. Niðurstaðan var sú að ákveðnar vörur sæta tollaeftirliti sem fara á milli Norður-Írlands og Bretlands austan Írlandshafs tímabundið eftir útgönguna. Það fyrirkomulag hefur valdið töluverðri spennu á Norður-Írlandi og átti meðal annars þátt í óeirðum sambandssinna fyrr á þessu ári. Bresk stjórnvöld vilja semja um breytingar á fyrirkomulaginu á Norður-Írlandi en Evrópusambandið hefur fram að þessu ekki ljáð máls á því. Sambandið telur bresk stjórnvöld hafa brotið samkomulag með því að breyta reglum um viðskipti um Norður-Írland en ákvað að bíða með málaferli vegna þess í sumar. David Frost, Brexit-ráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að þetta aðlögunartímabil Norður-Írlands haldi áfram um sinn. „Til þess að skapa svigrúm fyrir mögulegar frekari viðræður og til að veita fyrirtækjum vissu og stöðugleika á meðan slíkar viðræður færu fram ætlar ríkisstjórnin að halda áfram reglunum eins og þær eru,“ sagði Frost í yfirlýsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Brexit Bretland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. 28. apríl 2021 19:37 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Eitt helsta vandræðamálið sem þurfti að leysa áður en Bretland gat gengið úr Evrópusambandinu í upphafi árs var hvernig viðskipti á milli sambandsins og Bretlands yrði háttað á Norður-Írlandi. Írland er enn í Evrópusambandinu en enginn vilji var til þess að setja upp landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands þar sem það var talið geta ógnað brothættum friði sem hefur ríkt undanfarna áratugi. Hins vegar var heldur ekki áhugi á að takmarka viðskipti á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands. Niðurstaðan var sú að ákveðnar vörur sæta tollaeftirliti sem fara á milli Norður-Írlands og Bretlands austan Írlandshafs tímabundið eftir útgönguna. Það fyrirkomulag hefur valdið töluverðri spennu á Norður-Írlandi og átti meðal annars þátt í óeirðum sambandssinna fyrr á þessu ári. Bresk stjórnvöld vilja semja um breytingar á fyrirkomulaginu á Norður-Írlandi en Evrópusambandið hefur fram að þessu ekki ljáð máls á því. Sambandið telur bresk stjórnvöld hafa brotið samkomulag með því að breyta reglum um viðskipti um Norður-Írland en ákvað að bíða með málaferli vegna þess í sumar. David Frost, Brexit-ráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að þetta aðlögunartímabil Norður-Írlands haldi áfram um sinn. „Til þess að skapa svigrúm fyrir mögulegar frekari viðræður og til að veita fyrirtækjum vissu og stöðugleika á meðan slíkar viðræður færu fram ætlar ríkisstjórnin að halda áfram reglunum eins og þær eru,“ sagði Frost í yfirlýsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Brexit Bretland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. 28. apríl 2021 19:37 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. 28. apríl 2021 19:37