Þorsteinn um Amöndu: „Markmiðið með að velja hana er að hún spili fyrir Ísland“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2021 19:01 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir markmið liðsins vera að komast á HM. Mynd/skjáskot Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kynnti í dag hópinn sem mætir Hollendingum þann 21. september. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM 2023 og Þorsteinn segir að búast megi við krefjandi leik. „Þetta er náttúrulega bara fyrsti leikur í undankeppni HM og það skiptir máli að byrja vel,“ sagði Þorsteinn í samtali við Stöð 2. „Við byrjum á sterkasta andstæðingnum í riðlinum þannig að þetta verður krefjandi og erfiður leikur, en vonandi bara virkilega skemmtilegur.“ Sif Atladóttir snýr aftur í hópinn eftir tveggja ára fjarveru og Þorsteinn vonar að hún geti sýnt allar sínar bestu hliðar með landsliðinu. „Ég bara vona að Sif komi með góða hluti inn í liðið. Hún er búin að vera á góðri leið og er búin að standa sig vel núna undanfarið með Kristianstad og er að nálgast sitt besta. Vonandi kemur hún bara með sitt besta inn í hópinn hjá okkur.“ Hin unga og efnilega Amanda Andradóttir var einnig valin í hópinn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er valin. Hún var á dögunum valin í U-19 ára landslið Noregs, en Þorsteinn vonar að Amanda muni spila með íslenska liðinu um ókomna tíð. „Hún er allavega í hópnum núna og vonandi kemur hún bara til með að spila fyrir okkur. Það er náttúrulega markmiðið með að velja hana, að hún spili fyrir Ísland. Hún er vonandi klár í það að vera landsliðsmaður Íslands. Ég á ekki von á öðru en að þetta sé bara byrjunin á einhverju góðu.“ „Ég ræddi við hana í gær síðast og hennar hugur er bara að koma til okkar og spila fyrir okkur. Það er hennar hugur og það er ekkert annað í stöðunni í dag allavega.“ Aðspurður að því hvort að hann sjái fyrir sér að Amanda muni byrja sinn fyrsta landsleik gegn Hollendingum segir Þorsteinn að hann sé ekki farinn að leiða hugann að því. „Ég er ekkert farinn að spá í byrjunarliðið þannig að ég hef ekki hugmynd um það. En okkar samræður voru þannig að það voru engin loforð um eitt né neitt. Það er eitthvað sem að knattspyrnuþjálfari gerir aldrei, það er að lofa einhverju sem að hann þarf svo að svíkja, þá ertu ekki í góðum málum. Ég nota aldrei orðið loforð um svona hluti.“ Markiðið að komast á HM Þorsteinn segir að þó að leikurinn gegn Hollendingum sé enginn úrslitaleikur sé hann gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið. Hann segir einnig að markmiðið í undankeppninni sé að vinna sér inn sæti á HM. „Auðvitað þarftu alltaf að spila bara einn leik í einu og ná árangri úr honum en markmiðið er náttúrulega alltaf að fara á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er svona grunnmarkmiðið okkar.“ „Við gerum bara allt sem við getum til þess að ná því og um það mun þessi riðlakeppni bara snúast. Þetta er ekki úrslitaleikur á móti Hollandi því þetta er bara fyrsti leikur. En allir leikir eru mikilvægir og það skiptir máli fyrir okkur að ná góðum úrslitum þar, bara upp á framhaldið. En að sjálfsögðu förum við í þennan leik til þess að vinna hann.“ Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara fyrsti leikur í undankeppni HM og það skiptir máli að byrja vel,“ sagði Þorsteinn í samtali við Stöð 2. „Við byrjum á sterkasta andstæðingnum í riðlinum þannig að þetta verður krefjandi og erfiður leikur, en vonandi bara virkilega skemmtilegur.“ Sif Atladóttir snýr aftur í hópinn eftir tveggja ára fjarveru og Þorsteinn vonar að hún geti sýnt allar sínar bestu hliðar með landsliðinu. „Ég bara vona að Sif komi með góða hluti inn í liðið. Hún er búin að vera á góðri leið og er búin að standa sig vel núna undanfarið með Kristianstad og er að nálgast sitt besta. Vonandi kemur hún bara með sitt besta inn í hópinn hjá okkur.“ Hin unga og efnilega Amanda Andradóttir var einnig valin í hópinn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er valin. Hún var á dögunum valin í U-19 ára landslið Noregs, en Þorsteinn vonar að Amanda muni spila með íslenska liðinu um ókomna tíð. „Hún er allavega í hópnum núna og vonandi kemur hún bara til með að spila fyrir okkur. Það er náttúrulega markmiðið með að velja hana, að hún spili fyrir Ísland. Hún er vonandi klár í það að vera landsliðsmaður Íslands. Ég á ekki von á öðru en að þetta sé bara byrjunin á einhverju góðu.“ „Ég ræddi við hana í gær síðast og hennar hugur er bara að koma til okkar og spila fyrir okkur. Það er hennar hugur og það er ekkert annað í stöðunni í dag allavega.“ Aðspurður að því hvort að hann sjái fyrir sér að Amanda muni byrja sinn fyrsta landsleik gegn Hollendingum segir Þorsteinn að hann sé ekki farinn að leiða hugann að því. „Ég er ekkert farinn að spá í byrjunarliðið þannig að ég hef ekki hugmynd um það. En okkar samræður voru þannig að það voru engin loforð um eitt né neitt. Það er eitthvað sem að knattspyrnuþjálfari gerir aldrei, það er að lofa einhverju sem að hann þarf svo að svíkja, þá ertu ekki í góðum málum. Ég nota aldrei orðið loforð um svona hluti.“ Markiðið að komast á HM Þorsteinn segir að þó að leikurinn gegn Hollendingum sé enginn úrslitaleikur sé hann gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið. Hann segir einnig að markmiðið í undankeppninni sé að vinna sér inn sæti á HM. „Auðvitað þarftu alltaf að spila bara einn leik í einu og ná árangri úr honum en markmiðið er náttúrulega alltaf að fara á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er svona grunnmarkmiðið okkar.“ „Við gerum bara allt sem við getum til þess að ná því og um það mun þessi riðlakeppni bara snúast. Þetta er ekki úrslitaleikur á móti Hollandi því þetta er bara fyrsti leikur. En allir leikir eru mikilvægir og það skiptir máli fyrir okkur að ná góðum úrslitum þar, bara upp á framhaldið. En að sjálfsögðu förum við í þennan leik til þess að vinna hann.“ Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira
Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30