Rétti tíminn til að velja Sif en ekki Diljá Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. september 2021 16:31 Sif Atladóttir hefur leikið 82 landsleiki og farið með landsliðinu á þrjú stórmót. vísir/bára Þorsteinn Halldórsson segir að núna hafi verið rétti tíminn til að velja Sif Atladóttur aftur í íslenska landsliðið. Sif, sem er 36 ára, er í landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli 21. september. Sif hefur ekki verið í landsliðinu í um tvö ár en síðasti landsleikur hennar var gegn Lettlandi í október 2019. Hún eignaðist sitt annað barn í september í fyrra og sneri aftur í lið Kristianstad í vor. Sif hefur verið í byrjunarliðinu hjá Kristianstad að undanförnu og er nú komin aftur í landsliðið. „Hún er á góðum stað og er að vinna sig hægt og rólega í sitt besta form. Það er gott að taka hana inn á þessum tíma og sjá sjálfur hversu góð hún er,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi KSÍ í dag þar sem landsliðshópurinn var kynntur. Diljá Ýr Zomers hefur leikið vel með Häcken í sumar og Þorsteinn segir að hún hafi komið til greina í landsliðið. Hann ákvað þó á endanum að velja hana ekki. „Hún var inni í myndinni og ég spáði mikið í henni. En ég taldi þetta ekki rétta tímann,“ sagði Þorsteinn. Elísa Viðarsdóttir er eini eiginlegi hægri bakvörðurinn í íslenska hópnum. Aðspurður hvort einhverjir aðrir í hópnum gætu leyst þá stöðu nefndi Þorsteinn Guðnýju Árnadóttur, leikmann AC Milan, sem kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa misst af vináttulandsleikjunum gegn Írlandi í byrjun sumars. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
Sif, sem er 36 ára, er í landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli 21. september. Sif hefur ekki verið í landsliðinu í um tvö ár en síðasti landsleikur hennar var gegn Lettlandi í október 2019. Hún eignaðist sitt annað barn í september í fyrra og sneri aftur í lið Kristianstad í vor. Sif hefur verið í byrjunarliðinu hjá Kristianstad að undanförnu og er nú komin aftur í landsliðið. „Hún er á góðum stað og er að vinna sig hægt og rólega í sitt besta form. Það er gott að taka hana inn á þessum tíma og sjá sjálfur hversu góð hún er,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi KSÍ í dag þar sem landsliðshópurinn var kynntur. Diljá Ýr Zomers hefur leikið vel með Häcken í sumar og Þorsteinn segir að hún hafi komið til greina í landsliðið. Hann ákvað þó á endanum að velja hana ekki. „Hún var inni í myndinni og ég spáði mikið í henni. En ég taldi þetta ekki rétta tímann,“ sagði Þorsteinn. Elísa Viðarsdóttir er eini eiginlegi hægri bakvörðurinn í íslenska hópnum. Aðspurður hvort einhverjir aðrir í hópnum gætu leyst þá stöðu nefndi Þorsteinn Guðnýju Árnadóttur, leikmann AC Milan, sem kemur aftur inn í landsliðið eftir að hafa misst af vináttulandsleikjunum gegn Írlandi í byrjun sumars.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira