Oddvitaáskorunin: Kolféll fyrir súrdeiginu í Covid Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2021 09:01 Guðrún Hafsteinsdóttir á kajak á Stokkseyri fyrr í sumar. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í kosningunum. „Guðrún Hafsteinsdóttir heiti ég og er fædd 9. febrúar 1970. Dóttir hjónanna Laufeyjar S. Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Ég á tvö eldri systkini þau Aldísi og Valdimar og eina yngri systur hana Sigurbjörgu. Ég er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eigum við samtals sex börn. Ég er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, með B.A gráðu í mannfræði frá HÍ og er einnig með diplómagráðu í jafnréttisfræðum einnig frá HÍ. Ég hef starfað nær allan minn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar Kjörís ehf. í Hveragerði.“ „Ég hef alla tíð verið virk í félagsmálum. Hef setið í bæði fræðslunefnd og skipulags- og umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar sem fulltrúi D-listans og hef verið í sóknarnefnd Hveragerðiskirkju síðustu tíu ár. Árið 2004 tók ég þátt í því að stofna Sunddeild Íþróttafélagsins Hamars og var formaður deildarinnar til 2014. Síðastliðinn áratug hef ég setið í stjórnum margra fyrirtækja og félaga. Var meðal annars kjörin formaður Samtaka iðnaðarins árið 2014 og var þar formaður til 2020. Þá hef ég átt sæti í stjórnum margra samtaka og félaga í gegnum árin. Ég hef alla tíð haft einlægan áhuga á fólki og öllu því sem mannlegt er. Ég er alin upp við það að maður eigi að vera virkur í sínu samfélagi og láta gott af sér leiða. Það er fyrst og síðast drifkraftur minn í stjórnmálum.“ Hér má sjá frétt um réttir frá 2016. Guðrún lætur Tungnaréttir aldrei framhjá sér fara. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þórsmörk. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei bragðaref, það er dagsatt. Guðrún kynnir árlegan ís ársins í Fjarðarkaupum í janúar með Elínu Wöndu Guðnason. Uppáhalds bók? Fáránleg spurning, það er ógjörningur að nefna eina. Ég lifi eftir Martin Grey, Hús andanna eftir Isabellu Allende, Leikur hlæjandi láns eftir Amy Tan, Íslandsklukkan eftir Laxnes. Allar þessar bækur hef ég lesið oftar en einu sinni. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Britney Spears ... Baby one more time. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Austfjörðum til dæmis Eskifirði. Á matreiðslunámskeiði á Ítalíu. Guðrún segist hafa mjög gaman af matargerð. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég datt í súrdeigið. Fékk það fullkomlega á heilann. Vaknaði um miðjar nætur til að folda deig. Hefði aldrei getað trúað því að ég gæti glaðst svona mikið yfir brauði. Hvað tekur þú í bekk? Svona fjórar pakkningar af Mjúkís. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Mig hefur alltaf dreymt um að reka lítið sveitahótel. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Heyrðu gaur! Ertu viss um að þú sért alveg með‘etta? Hvernig væri að slaka aðeins á?“ Uppáhalds tónlistarmaður? Þetta er nú ósanngjörn spurning rétt eins og bókaspurningin. Ætli ég verði ekki að segja Whitney Houston. Dýrka hana. Guðrún með með börnunum sínum þremur, þeim Hafsteini, Dagnýju Lísu og Hauki. Besti fimmaurabrandarinn? „Ég málaði svo mikið um helgina að ég fékk málverk“ er klassík. Ein sterkasta minningin úr æsku? Kvöldkaffið hjá mömmu og svo las hún fyrir okkur kvöldsöguna. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Margaret Thatcher. Besta íslenska Eurovision-lagið? Is it True með Jóhönnu. Besta frí sem þú hefur farið í? Ferð til Thailands fyrir tveimur árum er eitt besta frí sem ég hef farið í. Fallegt land, yndislegt fólk og góður matur svo sefur Thailand þegar Ísland vakir þannig að maður getur alveg kúplað sig út. Uppáhalds þynnkumatur? Sveittur borgari með frönskum og glás af majó. Guðrún og maður hennar Hans Kristján. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Tvisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? „Hvað á að gera við afa“ er alveg agalegt atriði en það er einhver broddur í því. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ég var mjög stillt og prúð en ætli ég verði ekki að ljóstra upp þegar við vinkonurnar smygluðu víni inn á skólaball í litlum linsuvökvaflöskum. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég gaf ástinni minni draumaferðina mína til Ítalíu í afmælisgjöf. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í kosningunum. „Guðrún Hafsteinsdóttir heiti ég og er fædd 9. febrúar 1970. Dóttir hjónanna Laufeyjar S. Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Ég á tvö eldri systkini þau Aldísi og Valdimar og eina yngri systur hana Sigurbjörgu. Ég er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eigum við samtals sex börn. Ég er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, með B.A gráðu í mannfræði frá HÍ og er einnig með diplómagráðu í jafnréttisfræðum einnig frá HÍ. Ég hef starfað nær allan minn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar Kjörís ehf. í Hveragerði.“ „Ég hef alla tíð verið virk í félagsmálum. Hef setið í bæði fræðslunefnd og skipulags- og umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar sem fulltrúi D-listans og hef verið í sóknarnefnd Hveragerðiskirkju síðustu tíu ár. Árið 2004 tók ég þátt í því að stofna Sunddeild Íþróttafélagsins Hamars og var formaður deildarinnar til 2014. Síðastliðinn áratug hef ég setið í stjórnum margra fyrirtækja og félaga. Var meðal annars kjörin formaður Samtaka iðnaðarins árið 2014 og var þar formaður til 2020. Þá hef ég átt sæti í stjórnum margra samtaka og félaga í gegnum árin. Ég hef alla tíð haft einlægan áhuga á fólki og öllu því sem mannlegt er. Ég er alin upp við það að maður eigi að vera virkur í sínu samfélagi og láta gott af sér leiða. Það er fyrst og síðast drifkraftur minn í stjórnmálum.“ Hér má sjá frétt um réttir frá 2016. Guðrún lætur Tungnaréttir aldrei framhjá sér fara. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þórsmörk. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei bragðaref, það er dagsatt. Guðrún kynnir árlegan ís ársins í Fjarðarkaupum í janúar með Elínu Wöndu Guðnason. Uppáhalds bók? Fáránleg spurning, það er ógjörningur að nefna eina. Ég lifi eftir Martin Grey, Hús andanna eftir Isabellu Allende, Leikur hlæjandi láns eftir Amy Tan, Íslandsklukkan eftir Laxnes. Allar þessar bækur hef ég lesið oftar en einu sinni. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Britney Spears ... Baby one more time. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Austfjörðum til dæmis Eskifirði. Á matreiðslunámskeiði á Ítalíu. Guðrún segist hafa mjög gaman af matargerð. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég datt í súrdeigið. Fékk það fullkomlega á heilann. Vaknaði um miðjar nætur til að folda deig. Hefði aldrei getað trúað því að ég gæti glaðst svona mikið yfir brauði. Hvað tekur þú í bekk? Svona fjórar pakkningar af Mjúkís. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Mig hefur alltaf dreymt um að reka lítið sveitahótel. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Heyrðu gaur! Ertu viss um að þú sért alveg með‘etta? Hvernig væri að slaka aðeins á?“ Uppáhalds tónlistarmaður? Þetta er nú ósanngjörn spurning rétt eins og bókaspurningin. Ætli ég verði ekki að segja Whitney Houston. Dýrka hana. Guðrún með með börnunum sínum þremur, þeim Hafsteini, Dagnýju Lísu og Hauki. Besti fimmaurabrandarinn? „Ég málaði svo mikið um helgina að ég fékk málverk“ er klassík. Ein sterkasta minningin úr æsku? Kvöldkaffið hjá mömmu og svo las hún fyrir okkur kvöldsöguna. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Margaret Thatcher. Besta íslenska Eurovision-lagið? Is it True með Jóhönnu. Besta frí sem þú hefur farið í? Ferð til Thailands fyrir tveimur árum er eitt besta frí sem ég hef farið í. Fallegt land, yndislegt fólk og góður matur svo sefur Thailand þegar Ísland vakir þannig að maður getur alveg kúplað sig út. Uppáhalds þynnkumatur? Sveittur borgari með frönskum og glás af majó. Guðrún og maður hennar Hans Kristján. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Tvisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? „Hvað á að gera við afa“ er alveg agalegt atriði en það er einhver broddur í því. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ég var mjög stillt og prúð en ætli ég verði ekki að ljóstra upp þegar við vinkonurnar smygluðu víni inn á skólaball í litlum linsuvökvaflöskum. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég gaf ástinni minni draumaferðina mína til Ítalíu í afmælisgjöf.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira