Hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast Snorri Másson skrifar 3. september 2021 23:19 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Vísir/Einar Nokkrir dagar liðu á milli þess sem dómsmálaráðuneytið heimilaði notkun stafrænna ökuskírteina á kjörstað og þess að farið var að sannreyna þau með því að skanna þau í sérstöku forriti. Í millitíðinni voru þau tekin gild án skannans. Dómsmálaráðherra segir að betra hefði verið að hafa forrit tilbúið strax til að hafa eftirlit með stafrænum ökuskírteinum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Þingmaður Pírata hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast. Á meðan skanninn var ekki fyrir hendi mun einhver fjöldi hafa notað skilríkin, en dómsmálaráðherra segir þó ekki grunsemdir uppi um að fólk hafi verið að villa á sér heimildir. Því sé ekki talin ástæða til að endurskoða þessi atkvæði. „Maður tekur öllum svona athugasemdum gríðarlega alvarlega. Það er mikilvægt að þú getir sannað á þér deili þegar þú kýst hvort sem það er með plastskilríkjum, vegabréfum eða öðrum hætti. Nú hefur verið tekið í gagnið þannig kerfi að hægt sé að sannreyna ökuskírteinin að fullu með kóðanum sem þar er. Þá eru skírteinin í raun þau allra öruggustu,“ segir Áslaug Arna í viðtali við Stöð 2. Björn Leví vakti athygli á málinu Umræðan um þessi mál spratt upp eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Eftir þá ábendingu var það heimilað. Þá fór Björn Leví og prófaði það, og bent svo enn á að ökuskírteinið hans hefði ekki verið sannreynt með skanna. Þar með hafi möguleiki opnast á kosningasvindli. „Núna eru í rauninni allir sem hafa kosið fyrir daginn í dag með möguleg vafaatkvæði. Ég met ekki mikla áhættu á því en fólk ætti kannski að huga að því að skella sér í utankjörfundaratkvæðagreiðslu aftur eða allavega mæta á kjördag ef það getur,“ segir Björn Leví. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé talið líklegt að til kosningasvindls hafi komið vegna þessa, en að vissulega sé ekki hægt að útiloka slíkt. „Það er auðvitað alltaf mikilvægt að við séum vel á verði gagnvart öllum möguleikum á kosningasvindli en dómsmálaráðuneytið sem fer með framkvæmd kosninga hefur verið að gera það,“ Alþingiskosningar 2021 Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að betra hefði verið að hafa forrit tilbúið strax til að hafa eftirlit með stafrænum ökuskírteinum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Þingmaður Pírata hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast. Á meðan skanninn var ekki fyrir hendi mun einhver fjöldi hafa notað skilríkin, en dómsmálaráðherra segir þó ekki grunsemdir uppi um að fólk hafi verið að villa á sér heimildir. Því sé ekki talin ástæða til að endurskoða þessi atkvæði. „Maður tekur öllum svona athugasemdum gríðarlega alvarlega. Það er mikilvægt að þú getir sannað á þér deili þegar þú kýst hvort sem það er með plastskilríkjum, vegabréfum eða öðrum hætti. Nú hefur verið tekið í gagnið þannig kerfi að hægt sé að sannreyna ökuskírteinin að fullu með kóðanum sem þar er. Þá eru skírteinin í raun þau allra öruggustu,“ segir Áslaug Arna í viðtali við Stöð 2. Björn Leví vakti athygli á málinu Umræðan um þessi mál spratt upp eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Eftir þá ábendingu var það heimilað. Þá fór Björn Leví og prófaði það, og bent svo enn á að ökuskírteinið hans hefði ekki verið sannreynt með skanna. Þar með hafi möguleiki opnast á kosningasvindli. „Núna eru í rauninni allir sem hafa kosið fyrir daginn í dag með möguleg vafaatkvæði. Ég met ekki mikla áhættu á því en fólk ætti kannski að huga að því að skella sér í utankjörfundaratkvæðagreiðslu aftur eða allavega mæta á kjördag ef það getur,“ segir Björn Leví. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé talið líklegt að til kosningasvindls hafi komið vegna þessa, en að vissulega sé ekki hægt að útiloka slíkt. „Það er auðvitað alltaf mikilvægt að við séum vel á verði gagnvart öllum möguleikum á kosningasvindli en dómsmálaráðuneytið sem fer með framkvæmd kosninga hefur verið að gera það,“
Alþingiskosningar 2021 Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira