Rifist um argentínsku landsliðsmennina | Gætu misst af tveimur leikjum í deildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 22:02 Romero og Lo Celso gætu misst af þremur leikjum Tottenham. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Tottenham Hotspur og Aston Villa eiga í deilum við argentínska knattspyrnusambandið vegna leikmanna liðanna sem eru í landsliðshópi Argentínu. Leikmennirnir eiga á hættu að missa af næstu tveimur deildarleikjum með liðum sínum. Enska úrvalsdeildin, í samráði við félög í deildinni, tók þá ákvörðun fyrir yfirstandandi landsleikjaglugga að hleypa engum leikmönnum á svokölluð hættusvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig eru engir leikmenn úr deildinni í brasilíska landsliðshópnum en smitfjöldi er enn mikill í Suður-Ameríku. Argentínumönnunum Emiliano Buendía og Emiliano Martínez, úr Aston Villa, og Cristian Romero og Giovani Lo Celso, úr Tottenham, var þó hleypt af félögum sínum í landsliðshópinn, en aðeins ef þeir leikmenn myndu snúa til baka eftir stórleik Argentínu við Brasilíu á sunnudagskvöld. Kannast ekki við slíkt samkomulag Lionel Scaloni stýrði Argentínumönnum til Suður-Ameríkutitils í sumar.Gustavo Pagano/Getty Images Lionel Scaloni, þjálfari argentínska liðsins, segist þó ekkert kannast við slíkt samkomulag og segir leikmennina verða með gegn Bólivíu næsta fimmtudag. „Við gáfum út leikmannalista fyrir þessa þrjá leiki og það er enginn vafi um það,“ sagði Scaloni eftir 3-1 sigur Argentínu á Venesúela á fimmtudaginn var. „Leikmennirnir munu spila alla þrjá leikina. Félögin neituðu okkur aldrei um það. Við ræddum við félögin og komust að þeirri niðurstöðu og þeir yrðu að koma.“ Mikið undir hjá félögunum Martínez er lykilmaður hjá Aston Villa, enda aðalmarkvörður félagsins. Liðsfélagi hans Buendía varð í sumar dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það munar því um minna.Catherine Ivill/Getty Images Leikmennirnir fjórir munu þurfa að fara í tíu daga einangrun eftir komuna til Bretlands áður en þeir geta hafið æfingar með liðsfélögum sínum á ný. Ljóst er að Romero og Lo Celso munu missa af leik Tottenham við Crystal Palace þarnæstu helgi og að Buendía og Martínez spili ekki gegn Chelsea sömu helgi. Fari hins vegar svo að leikmennirnir komi ekki til Bretlands fyrr en eftir leikinn við Bólivíu á fimmtudag fjölgar leikjunum sem þeir missa af. Lo Celso og Romero myndu þá missa af leik við Rennes í Evrópudeildinni og leik Tottenham við Chelsea helgina eftir. Villa-leikmennirnir myndu missa af leik við Everton auk þess við Chelsea helgina áður. Samkvæmt Sky Sports halda félögin sig við það að leikmennirnir snúi aftur eftir leikinn við Brasilíu og að þeir komi til Englands strax eftir helgi. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Enska úrvalsdeildin, í samráði við félög í deildinni, tók þá ákvörðun fyrir yfirstandandi landsleikjaglugga að hleypa engum leikmönnum á svokölluð hættusvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig eru engir leikmenn úr deildinni í brasilíska landsliðshópnum en smitfjöldi er enn mikill í Suður-Ameríku. Argentínumönnunum Emiliano Buendía og Emiliano Martínez, úr Aston Villa, og Cristian Romero og Giovani Lo Celso, úr Tottenham, var þó hleypt af félögum sínum í landsliðshópinn, en aðeins ef þeir leikmenn myndu snúa til baka eftir stórleik Argentínu við Brasilíu á sunnudagskvöld. Kannast ekki við slíkt samkomulag Lionel Scaloni stýrði Argentínumönnum til Suður-Ameríkutitils í sumar.Gustavo Pagano/Getty Images Lionel Scaloni, þjálfari argentínska liðsins, segist þó ekkert kannast við slíkt samkomulag og segir leikmennina verða með gegn Bólivíu næsta fimmtudag. „Við gáfum út leikmannalista fyrir þessa þrjá leiki og það er enginn vafi um það,“ sagði Scaloni eftir 3-1 sigur Argentínu á Venesúela á fimmtudaginn var. „Leikmennirnir munu spila alla þrjá leikina. Félögin neituðu okkur aldrei um það. Við ræddum við félögin og komust að þeirri niðurstöðu og þeir yrðu að koma.“ Mikið undir hjá félögunum Martínez er lykilmaður hjá Aston Villa, enda aðalmarkvörður félagsins. Liðsfélagi hans Buendía varð í sumar dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það munar því um minna.Catherine Ivill/Getty Images Leikmennirnir fjórir munu þurfa að fara í tíu daga einangrun eftir komuna til Bretlands áður en þeir geta hafið æfingar með liðsfélögum sínum á ný. Ljóst er að Romero og Lo Celso munu missa af leik Tottenham við Crystal Palace þarnæstu helgi og að Buendía og Martínez spili ekki gegn Chelsea sömu helgi. Fari hins vegar svo að leikmennirnir komi ekki til Bretlands fyrr en eftir leikinn við Bólivíu á fimmtudag fjölgar leikjunum sem þeir missa af. Lo Celso og Romero myndu þá missa af leik við Rennes í Evrópudeildinni og leik Tottenham við Chelsea helgina eftir. Villa-leikmennirnir myndu missa af leik við Everton auk þess við Chelsea helgina áður. Samkvæmt Sky Sports halda félögin sig við það að leikmennirnir snúi aftur eftir leikinn við Brasilíu og að þeir komi til Englands strax eftir helgi.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira