Fordómafullir stuðningsmenn komust á völlinn þrátt fyrir áhorfendabann Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 21:01 Sterling þurfti að sitja undir allskyns ófögnuði úr stúkunni. Laszlo Szirtesi - The FA/The FA via Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið rannsókn á meintu kynþáttaníði ungverskra stuðningsmanna í garð leikmanna enska karlalandsliðsins í fótbolta í leik Ungverjalands og Englands í undankeppni HM 2022 á Puskás-vellinum í Búdapest í gærkvöld. Stuðningsmenn gátu mætt á völlinn þrátt fyrir áhorfendabann Ungverja. Jude Bellingham og Raheem Sterling kváðust báðir hafa orðið fyrir barðinu á stuðningsmönnum Ungverja í leiknum í gærkvöld. England vann leikinn 4-0 en það er stærsta tap Ungverja á heimavelli í sögu undankeppninnar. Leikmenn Englendinga voru einnig grýttir á leiknum þar sem bjórglösum og allskyns smáhlutum var fleygt úr stúkunni og þá var einnig blysi hent inn á völlinn. HEADSTRONG. pic.twitter.com/mkVi1oLed6— Raheem Sterling (@sterling7) September 3, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur harðlega gagnrýnt athæfi ungversku stuðningsmannana, sem og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Bellingham setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hann sagði: „Þakka ykkur fyrir allar stuðningskveðjunar. Þetta er hluti af leiknum og verður það þar til almennilegar refsingar verða teknar upp af þeim sem valdið hafa. Við getum ekki leyft hatrinu að sigra, og brosum þangað til.“ Thank you for all the messages of support from last night. Part of the game and always will be until proper punishments are put in place by those with the power. We can t let hate win, keep smiling! pic.twitter.com/nP3zarQBQk— Jude Bellingham (@BellinghamJude) September 3, 2021 Í áhorfendabanni en samt ekki Ungverjar voru dæmdir í þriggja leikja áhorfendabann af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, eftir hatursfull skilaboð stuðningsmanna liðsins í garð samkynhneigðra á leikjum sem fram fóru á Puskás-vellinum á EM í sumar. Stuðningsmenn gátu þrátt fyrir það komið á leik Ungverja við England í gær þar sem leikurinn heyrir undir FIFA en ekki UEFA, þar sem um undankeppni heimsmeistaramótsins er að ræða. Leikurinn er því tæknilega séð á vegum FIFA og var bann UEFA því ekki í gildi. Bæði sambönd hafa sætt gagnrýni vegna þess. Þar á meðal frá samtökum sem berjast gegn kynþáttaníði í fótbolta, en samtökin Kick it Out og Show Racism the Red Card hafa bæði harðlega gagnrýnt að stuðningsmenn hafi verið leyfðir á leiknum. Nú eiga Ungverjar yfir höfði sér bann frá FIFA til viðbótar við UEFA-bannið. HM 2022 í Katar Kynþáttafordómar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Jude Bellingham og Raheem Sterling kváðust báðir hafa orðið fyrir barðinu á stuðningsmönnum Ungverja í leiknum í gærkvöld. England vann leikinn 4-0 en það er stærsta tap Ungverja á heimavelli í sögu undankeppninnar. Leikmenn Englendinga voru einnig grýttir á leiknum þar sem bjórglösum og allskyns smáhlutum var fleygt úr stúkunni og þá var einnig blysi hent inn á völlinn. HEADSTRONG. pic.twitter.com/mkVi1oLed6— Raheem Sterling (@sterling7) September 3, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur harðlega gagnrýnt athæfi ungversku stuðningsmannana, sem og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Bellingham setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hann sagði: „Þakka ykkur fyrir allar stuðningskveðjunar. Þetta er hluti af leiknum og verður það þar til almennilegar refsingar verða teknar upp af þeim sem valdið hafa. Við getum ekki leyft hatrinu að sigra, og brosum þangað til.“ Thank you for all the messages of support from last night. Part of the game and always will be until proper punishments are put in place by those with the power. We can t let hate win, keep smiling! pic.twitter.com/nP3zarQBQk— Jude Bellingham (@BellinghamJude) September 3, 2021 Í áhorfendabanni en samt ekki Ungverjar voru dæmdir í þriggja leikja áhorfendabann af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, eftir hatursfull skilaboð stuðningsmanna liðsins í garð samkynhneigðra á leikjum sem fram fóru á Puskás-vellinum á EM í sumar. Stuðningsmenn gátu þrátt fyrir það komið á leik Ungverja við England í gær þar sem leikurinn heyrir undir FIFA en ekki UEFA, þar sem um undankeppni heimsmeistaramótsins er að ræða. Leikurinn er því tæknilega séð á vegum FIFA og var bann UEFA því ekki í gildi. Bæði sambönd hafa sætt gagnrýni vegna þess. Þar á meðal frá samtökum sem berjast gegn kynþáttaníði í fótbolta, en samtökin Kick it Out og Show Racism the Red Card hafa bæði harðlega gagnrýnt að stuðningsmenn hafi verið leyfðir á leiknum. Nú eiga Ungverjar yfir höfði sér bann frá FIFA til viðbótar við UEFA-bannið.
HM 2022 í Katar Kynþáttafordómar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira