Aukaþing KSÍ fer fram 2. október Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 18:01 Aukaþing KSÍ fer fram laugardaginn 2. október. KSÍ/ksi.is Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til aukaþings laugardaginn 2. október næst komandi. Þar verður nýr formaður auk nýrrar stjórnar sambandsins kosin. KSÍ hefur verið í brennidepli í vikunni eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns karla í fótbolta. Það gerði Þórhildur síðasta föstudag, degi eftir að Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, sagði engin ofbeldismál hafa komið inn á borð sambandsins. Fleiri sögur hafa flogið um ofbeldi landsliðsmanna og sá Guðni sig knúinn til að segja upp síðustu helgi vegna málsins. Þá sagði stjórn KSÍ einnig upp á mánudagskvöld og boðaði til aukaþings til að kjörin yrði ný stjórn. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, fór þá í leyfi í fyrradag. KSÍ greindi frá því í dag að aukaþingið fari fram klukkan 11:00 laugardaginn 2. október næst komandi. Aðildarfélög sambandsins geta þar kjörið nýja stjórn og nýjan formann. Ekki liggur fyrir hvar þingið fer fram né með hvaða hætti vegna aðstæðna. Vera má að það fari rafrænt fram sökum kórónuveirufaraldursins. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, munu fylgjast grannt með komandi vikum hjá KSÍ líkt og greint var frá í morgun. Varast þurfi að sambandið verði ekki óstarfshæft með svo víðamiklum breytingum og situr núverandi stjórn fram að aukaþinginu í október svo truflanir verði ekki á starfsemi sambandsins á meðan, þar á meðal framkvæmd landsleikja bæði karla og kvenna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór á fund með stjórn KSÍ í vikunni og sagðist vilja jafna hlut karla og kvenna í stjórn sambandsins. Í fráfarandi stjórn eru 13 karlar og tvær konur. Strangar reglur eru hins vegar hjá FIFA um pólitísk afskipti stjórnmálamanna af knattspyrnusamböndum ríkja. Nígería, Tjad og Pakistan eru á meðal ríkja sem hafa verið sett í keppnisbann af FIFA vegna afskipta stjórnvalda af knattspyrnusamböndum landanna. Tilkynningu KSÍ má lesa í heild að neðan. Aukaþing KSÍ verður haldið í Reykjavík laugardaginn 2. október 2021. Þingið verður sett kl. 11:00 og er gert ráð fyrir að því ljúki síðar sama dag. Nánari dagskrá ásamt frekari upplýsingum hefur verið send sambandsaðilum og má einnig sjá hér neðar í greininni. Í ljósi aðstæðna verður tilkynnt um þingstað þegar nær dregur. Fyrirvari um rafrænt knattspyrnuþing: Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að halda rafrænt aukaþing ef reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar ekki áætlaðan heildarfjölda gesta (þingfulltrúar, stjórn, starfsfólk og aðrir) á knattspyrnuþingi. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
KSÍ hefur verið í brennidepli í vikunni eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns karla í fótbolta. Það gerði Þórhildur síðasta föstudag, degi eftir að Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, sagði engin ofbeldismál hafa komið inn á borð sambandsins. Fleiri sögur hafa flogið um ofbeldi landsliðsmanna og sá Guðni sig knúinn til að segja upp síðustu helgi vegna málsins. Þá sagði stjórn KSÍ einnig upp á mánudagskvöld og boðaði til aukaþings til að kjörin yrði ný stjórn. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, fór þá í leyfi í fyrradag. KSÍ greindi frá því í dag að aukaþingið fari fram klukkan 11:00 laugardaginn 2. október næst komandi. Aðildarfélög sambandsins geta þar kjörið nýja stjórn og nýjan formann. Ekki liggur fyrir hvar þingið fer fram né með hvaða hætti vegna aðstæðna. Vera má að það fari rafrænt fram sökum kórónuveirufaraldursins. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, munu fylgjast grannt með komandi vikum hjá KSÍ líkt og greint var frá í morgun. Varast þurfi að sambandið verði ekki óstarfshæft með svo víðamiklum breytingum og situr núverandi stjórn fram að aukaþinginu í október svo truflanir verði ekki á starfsemi sambandsins á meðan, þar á meðal framkvæmd landsleikja bæði karla og kvenna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór á fund með stjórn KSÍ í vikunni og sagðist vilja jafna hlut karla og kvenna í stjórn sambandsins. Í fráfarandi stjórn eru 13 karlar og tvær konur. Strangar reglur eru hins vegar hjá FIFA um pólitísk afskipti stjórnmálamanna af knattspyrnusamböndum ríkja. Nígería, Tjad og Pakistan eru á meðal ríkja sem hafa verið sett í keppnisbann af FIFA vegna afskipta stjórnvalda af knattspyrnusamböndum landanna. Tilkynningu KSÍ má lesa í heild að neðan. Aukaþing KSÍ verður haldið í Reykjavík laugardaginn 2. október 2021. Þingið verður sett kl. 11:00 og er gert ráð fyrir að því ljúki síðar sama dag. Nánari dagskrá ásamt frekari upplýsingum hefur verið send sambandsaðilum og má einnig sjá hér neðar í greininni. Í ljósi aðstæðna verður tilkynnt um þingstað þegar nær dregur. Fyrirvari um rafrænt knattspyrnuþing: Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að halda rafrænt aukaþing ef reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar ekki áætlaðan heildarfjölda gesta (þingfulltrúar, stjórn, starfsfólk og aðrir) á knattspyrnuþingi.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira