Handbolti

Fyrsta deildartap Arons í fjörutíu mánuði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Pálmarsson leggur það ekki í vana sinn að tapa deildarleikjum.
Aron Pálmarsson leggur það ekki í vana sinn að tapa deildarleikjum. vísir/andri marinó

Aron Pálmarsson upplifði í gær nokkuð sem hann hefur ekki gert í rúm ár; að tapa deildarleik.

Aron og félagar í Álaborg töpuðu óvænt fyrir SønderjyskE, 29-28, í 2. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gær. Aron skoraði fjögur mörk í leiknum. Sveinn Jóhannsson gerði tvö mörk fyrir SønderjyskE.

Þetta var í fyrsta sinn sem Aron tapar deildarleik síðan 13. apríl 2018, eða í þrjú ár, fjóra mánuði og 21 dag. Barcelona tapaði þá fyrir Granollers, 28-29. Frá því tapi og þar til í gærkvöldi lék Aron 87 deildarleiki með Barcelona og Álaborg, vann 86 og gerði eitt jafntefli.

Danski handboltaspekingurinn Rasmus Boysen benti á þetta á Twitter eftir leik Álaborgar og SønderjyskE í gær.

Barcelona hefur haft gríðarlega mikla yfirburði á Spáni undanfarin ár og varð meistari 2019, 2020 og 2021 án þess að tapa leik.

Aron lék með Barcelona í fjögur ár og á þeim tíma voru tapleikirnir sárafáir. Á Barcelona-árunum vann Aron nítján titla.

Aron gekk í raðir Álaborgar í sumar og miðað við mannskapinn þar á bæ munu líklega fleiri titlar bætast í safn Hafnfirðingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×