Spá því að Patrick Mahomes, Aaron Donald og nafni hann Rodgers verði bestir í vetur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2021 10:31 Patrick Mahomes mun eiga hörku tímabil ef sérfræðingar ESPN hafa rétt fyrir sér. Jamie Squire/Getty Images Það styttist í að ameríski fótboltinn fari að rúlla á nýjan leik og NFL-deildin hefjist á nýjan leik. Samkvæmt helstu spámönnum vestanhafs verður Patrick Mahomes besti leikmaður deildarinnar í vetur. NFL-deildin fer af stað 10. september þegar ríkjandi meistarar Tampa Bay Buccaneers mæta Dallas Cowboys. Verður deildin á sínum stað á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá hvaða fimm leikmenn sérfræðingar ESPN telja að verði bestir í vetur. Á vef ESPN má í raun finna lista með þeim 100 leikmönnum sem munu skara fram úr. Alls komu 50 sérfræðingar að gerð listans. Athygli vekur að Tom Brady er aðeins í 20. sæti og T. J. Watt, tengdasonur Íslands, er í 6. sæti. Who will be the best players in the 2021 season? We asked a panel of 50 experts to rank the top 100 https://t.co/dGm047fMGR pic.twitter.com/YhKxtyPiiZ— ESPN (@espn) August 30, 2021 1.Patrick Mahomes (Kansas City Chiefs) Hinn 25 ára Mahomes átti erfitt uppdráttar í leiknum um Ofurskálina þar sem varnarleikur Chiefs var ekki upp á marga fiska og leikstjórnandinn lunkni var einnig að glíma við meiðsli. Chiefs hafa tekið til í varnarleiknum hjá sér og gætu alls hafa sótt fimm nýja byrjunarliðsmenn. Það má því ætla að Mahomes verði í banastuði í vetur. 2.Aaron Donald (Los Angeles Rams) Hinn 30 Donald hefur þrívegis verið valinn varnarmaður ársins í deildinni. Hann varð þrítugur í sumar og hefur gefið það út að aldurinn sé farinn að segja til sín. Sérfræðingar ESPN telja það ekki að það muni hafa teljandi áhrif á frammistöðu hans í vetur. 3.Aaron Rodgers (Green Bay Packers) Hinn 37 ára gamli Rodgers er enn í leit að sínum öðrum hring eftir að hafa stýrt Packers til sigurs árið 2010. Það er ljóst að Green Bay á mun meiri möguleika á að komast í leikinn um Ofurskálina með Rodgers innanborðs heldur en ekki. Líkurnar á að liðið komist í úrslitakeppnina eru 70 prósent með Rodgers sem leikstjórnandi en aðeins 24 prósent án hans. 4.Russell Wilson (Seattle Seahawks) Hinn 32 ára gamli Wilson er enn einn leikstjórnandinn á listanum. Sérfræðingar ESPN telja að sóknarleikur Seattle muni ganga betur fyrir sig í vetur og hrunið á síðari hluta síðustu leiktíðar muni ekki hafa áhrif á frammistöðu Wison né liðsins í heild sinni. 5.Tyreek Hill (Kansas City Chiefs) Hinn 27 ára gamli Hill er annar leikmaður Chiefs á topp fimm lista ESPN og ljóst að það er mikil pressa á liðinu. Hill er talinn með betri útherjum deildarinnar og án efa sá besti – enda sá eini – í leikmannahóp Chiefs. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
NFL-deildin fer af stað 10. september þegar ríkjandi meistarar Tampa Bay Buccaneers mæta Dallas Cowboys. Verður deildin á sínum stað á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá hvaða fimm leikmenn sérfræðingar ESPN telja að verði bestir í vetur. Á vef ESPN má í raun finna lista með þeim 100 leikmönnum sem munu skara fram úr. Alls komu 50 sérfræðingar að gerð listans. Athygli vekur að Tom Brady er aðeins í 20. sæti og T. J. Watt, tengdasonur Íslands, er í 6. sæti. Who will be the best players in the 2021 season? We asked a panel of 50 experts to rank the top 100 https://t.co/dGm047fMGR pic.twitter.com/YhKxtyPiiZ— ESPN (@espn) August 30, 2021 1.Patrick Mahomes (Kansas City Chiefs) Hinn 25 ára Mahomes átti erfitt uppdráttar í leiknum um Ofurskálina þar sem varnarleikur Chiefs var ekki upp á marga fiska og leikstjórnandinn lunkni var einnig að glíma við meiðsli. Chiefs hafa tekið til í varnarleiknum hjá sér og gætu alls hafa sótt fimm nýja byrjunarliðsmenn. Það má því ætla að Mahomes verði í banastuði í vetur. 2.Aaron Donald (Los Angeles Rams) Hinn 30 Donald hefur þrívegis verið valinn varnarmaður ársins í deildinni. Hann varð þrítugur í sumar og hefur gefið það út að aldurinn sé farinn að segja til sín. Sérfræðingar ESPN telja það ekki að það muni hafa teljandi áhrif á frammistöðu hans í vetur. 3.Aaron Rodgers (Green Bay Packers) Hinn 37 ára gamli Rodgers er enn í leit að sínum öðrum hring eftir að hafa stýrt Packers til sigurs árið 2010. Það er ljóst að Green Bay á mun meiri möguleika á að komast í leikinn um Ofurskálina með Rodgers innanborðs heldur en ekki. Líkurnar á að liðið komist í úrslitakeppnina eru 70 prósent með Rodgers sem leikstjórnandi en aðeins 24 prósent án hans. 4.Russell Wilson (Seattle Seahawks) Hinn 32 ára gamli Wilson er enn einn leikstjórnandinn á listanum. Sérfræðingar ESPN telja að sóknarleikur Seattle muni ganga betur fyrir sig í vetur og hrunið á síðari hluta síðustu leiktíðar muni ekki hafa áhrif á frammistöðu Wison né liðsins í heild sinni. 5.Tyreek Hill (Kansas City Chiefs) Hinn 27 ára gamli Hill er annar leikmaður Chiefs á topp fimm lista ESPN og ljóst að það er mikil pressa á liðinu. Hill er talinn með betri útherjum deildarinnar og án efa sá besti – enda sá eini – í leikmannahóp Chiefs. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira