Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. september 2021 18:43 Jóhanna Helga Jensdóttir ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu Kolbeins Sigþórssonar. vísir/Vilhelm Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. Á föstudagskvöldi í september 2017 var Jóhanna Helga Jensdóttir stödd á skemmtistaðnum B5. Hún starfaði á B5 á þessum tíma og var ásamt öðru starfsfólki í bakherbergi staðarins. „Ég sat sem sagt þar inni og þá kemur Þórhildur og bankar á hurðina og er í greinilegu uppnámi og Kolbeinn á eftir henni með læti,“ segir Jóhanna og vísar til Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur sem greindi nýverið frá ofbeldi sem Kolbeinn beitti hana þetta kvöld. Jóhanna þekkti Þórhildi aðeins lítillega en blandaði sér í málið. „Ég segi við hana að hann skuldi henni afsökunarbeiðni og þá ræðst hann að mér með orðum og ósæmilegri hegðun,“ segir Jóhanna. „Mér leið ekki vel með hans nærveru og fannst hann ógnandi. Þannig ég ákveð að fara aðeins út og spjalla við dyraverðina þar.“ Á leiðinni út rakst hún á Kolbein og segir að dropar af sódavatni sem hún hélt á hafi sullast á hann við áreksturinn. „Þá verður hann virkilega reiður, grípur í mig og dregur til hliðar og segir alls konar hluti. Ógnar mér mjög mikið og ætlar að slá til mín og þá er stigið inn í.“ Hún segir Kolbein hafa gripið sig í handlegginn og dregið sig nokkra metra frá dansgólfinu. Eftir það hlaut hún marbletti og handafar á handlegg sem hún tók af myndir sem má sjá í myndskeiðinu. Varstu hrædd? „Já ég var mjög hrædd. Enda ógnandi tilburðir sem hann viðhafði.“ Fengu eina og hálfa milljón hvor Ásamt Þórhildi kærði hún árásina til lögreglu. Í kjölfarið segir hún lögmann hafa haft samband við þær og boðið þeim að skrifa undir þagnarskyldusamning og þiggja þrjú hundruð þúsund krónur, sem þær afþökkuðu. Önnur sáttatillaga var síðar lögð fram. „Sú tillaga hljóðar upp á eina og hálfa milljón fyrir mig og eina og hálfa milljón fyrir Þórhildi. Og við stingum upp á að hann taki þessa upphæð, þessar þrjár milljónir í heildina, og setji aðrar þrjár til viðbótar til Stígamóta.“ Þær ákváðu að taka tilboðinu þar sem Kolbeinn gekkst við hegðun sinni og baðst afsökunar. Hún taldi málinu lokið þar til í gær þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hvorki kannast við að hafa beitt ofbeldi né áreitt þær. Hún segist slegin yfir yfirlýsingunni. Sáttin sé rofin. „Ég var sár og mér leið í rauninni eins og þessi afsökunarbeiðni væri ekki lengur gild. Af því hann segir þarna að hann hafi ekki beitt okkur ofbeldi. En ég verð að setja spurningamerki við hvar línan er dregin þarna við að beita ofbeldi. Þar sem ég var með áverka eftir hann í einhverjar vikur og mér skilst að Þórhildur hafi líka verið með áverka.“ Lítur þú svo á að hann hafi beitt þig ofbeldi? „Já, ég geri það.“ „Hann ræðst beint á mig og í rauninni hana með þessari yfirlýsingu og er að segja að við séum að ljúga. Sem er bara ekki rétt. Og þess vegna er ég að stíga fram. Það á ekki að vera þöggun í kringum ofbeldi.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Á föstudagskvöldi í september 2017 var Jóhanna Helga Jensdóttir stödd á skemmtistaðnum B5. Hún starfaði á B5 á þessum tíma og var ásamt öðru starfsfólki í bakherbergi staðarins. „Ég sat sem sagt þar inni og þá kemur Þórhildur og bankar á hurðina og er í greinilegu uppnámi og Kolbeinn á eftir henni með læti,“ segir Jóhanna og vísar til Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur sem greindi nýverið frá ofbeldi sem Kolbeinn beitti hana þetta kvöld. Jóhanna þekkti Þórhildi aðeins lítillega en blandaði sér í málið. „Ég segi við hana að hann skuldi henni afsökunarbeiðni og þá ræðst hann að mér með orðum og ósæmilegri hegðun,“ segir Jóhanna. „Mér leið ekki vel með hans nærveru og fannst hann ógnandi. Þannig ég ákveð að fara aðeins út og spjalla við dyraverðina þar.“ Á leiðinni út rakst hún á Kolbein og segir að dropar af sódavatni sem hún hélt á hafi sullast á hann við áreksturinn. „Þá verður hann virkilega reiður, grípur í mig og dregur til hliðar og segir alls konar hluti. Ógnar mér mjög mikið og ætlar að slá til mín og þá er stigið inn í.“ Hún segir Kolbein hafa gripið sig í handlegginn og dregið sig nokkra metra frá dansgólfinu. Eftir það hlaut hún marbletti og handafar á handlegg sem hún tók af myndir sem má sjá í myndskeiðinu. Varstu hrædd? „Já ég var mjög hrædd. Enda ógnandi tilburðir sem hann viðhafði.“ Fengu eina og hálfa milljón hvor Ásamt Þórhildi kærði hún árásina til lögreglu. Í kjölfarið segir hún lögmann hafa haft samband við þær og boðið þeim að skrifa undir þagnarskyldusamning og þiggja þrjú hundruð þúsund krónur, sem þær afþökkuðu. Önnur sáttatillaga var síðar lögð fram. „Sú tillaga hljóðar upp á eina og hálfa milljón fyrir mig og eina og hálfa milljón fyrir Þórhildi. Og við stingum upp á að hann taki þessa upphæð, þessar þrjár milljónir í heildina, og setji aðrar þrjár til viðbótar til Stígamóta.“ Þær ákváðu að taka tilboðinu þar sem Kolbeinn gekkst við hegðun sinni og baðst afsökunar. Hún taldi málinu lokið þar til í gær þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hvorki kannast við að hafa beitt ofbeldi né áreitt þær. Hún segist slegin yfir yfirlýsingunni. Sáttin sé rofin. „Ég var sár og mér leið í rauninni eins og þessi afsökunarbeiðni væri ekki lengur gild. Af því hann segir þarna að hann hafi ekki beitt okkur ofbeldi. En ég verð að setja spurningamerki við hvar línan er dregin þarna við að beita ofbeldi. Þar sem ég var með áverka eftir hann í einhverjar vikur og mér skilst að Þórhildur hafi líka verið með áverka.“ Lítur þú svo á að hann hafi beitt þig ofbeldi? „Já, ég geri það.“ „Hann ræðst beint á mig og í rauninni hana með þessari yfirlýsingu og er að segja að við séum að ljúga. Sem er bara ekki rétt. Og þess vegna er ég að stíga fram. Það á ekki að vera þöggun í kringum ofbeldi.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira