Skorar á uppteknar konur að setja sjálfsrækt í forgang í september Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. september 2021 11:59 Þjálfarinn Sara Snædís býr í Svíþjóð með fjölskyldunni. Í Covid opnaði hún vefsíðu fyrir þjálfunina og þjálfar nú konur í yfir 50 löndum. WithSara Þjálfarinn Sara Snædís segir mikilvægt að konur setji sjálfa sig í forgang. Sara þjálfar þúsundir kvenna í gegnum fjarþjálfun og segir að markmiðið sé að hjálpa konum að finna tíma til þess að huga að sjálfum sér í formi hreyfingu og heilbrigðs lífsstíls. Sara segir að það sé mikilvægt að allar konur gefi sjálfri sér tíma á hverjum degi án þess að mikla það fyrir sér og að sjálfsrækt komi í ýmsum myndum. „Það þarf alls ekki alltaf að vera formi þess að fara í spa eða nudd, þar sem flestar konur hafa ekki tök á því frá degi til dags. Það sem skiptir miklu máli er að staldra við og tengjast sjálfri sér með hreyfingu, öndun, hugleiðslu eða bara nútvitund. Þar sem þú ert í forgangi og öll athyglin er á þér.“ Rútínan tekur við Hreyfing er frábært tól til þess að nota til að gefa sjálfri sér tíma í að styrkja sig, efla og tengjast sjálfri sér. „Að hreyfa sig reglulega er leið fyrir líkamann og hugann til þess að losa streitu, skerpa einbeitinguna og öðlast styrk. Hreyfing eins og jóga er frábær leið til þess að núllstilla sig og styrkja sjálfsvitund. Þú ferð að skilja líkamann þinn betur, hvar hans mörk liggja, hvaða stöður honum líður vel í og hvaða líkamspartar eru stífari en aðrir. Jóga kennir þér einnig öndun og hversu mikilvæg hún er í hreyfingu og daglegu lífi. Áhrifin af djúpöndun er mikil og þegar þú virkir hana þá tengist þú betur hreyfingunum og líkamanum og hugurinn verður skýrari.“ Sara ítrekar að það þurfi ekki að vera löng og erfið æfing svo það teljist sem sjálfsrækt. „Núna nálgast haustið og rútínan hjá flestum farin að taka við. Börnin eru komin í skólann, vinnan byrjuð og dagarnir þjóta áfram. En hvernig fáum við meira út úr hverjum degi? Hvað getum við gert daglega til að styrkja okkur sjálf án þess að það raski dagskránni okkar of mikið? Ekki láta daginn líða nema þú hafir fengið hluta úr honum þar sem þú varst í forgangi. Það getur verið að taka æfingu, setjast niður í eina mínútu og taka djúpa andardrætti, drekka nóg vatn yfir daginn eða taka stutta hugleiðslu fyrir svefninn.“ Sara þjálfar konur með tíu til þrjátíu mínútna myndböndum og hvetur þær til þess að blanda jógamyndböndunum í bland við aðrar æfingar. Hún leggur sjálf mikið upp úr slökun og hugleiðslu. WithSara Gott að brjóta markmiðin niður Sara byrjar með september áskorun á þjálfunarsíðunni sinni WithSara í dag. Lögð er áhersla á að konur finni góða æfingarútínu fyrir haustið, setji sjálfan sig í forgang og hugi vel að heilsunni. Áskorunin er hönnuð fyrir uppteknar konur, þannig að hver æfing er aldrei lengri en þrjátíu mínútur og stundum styttri. „Allar æfingarnareru settar þannig upp að auðvelt er að stökkva í þær án mikillar fyrirhafnar og æfingatækja. Æfingarnar er hægt að gera hvar og hvenær sem er, og þátttakendur stjórna alveg för. Hægt er að nálgast æfingarnar allan sólarhringinn, í símanum, tölvunni eða spjaldtölvunni.“ Tímamót eins og lok sumars er góður tími til að núllstilla sig og setja upp góðan takt fyrir nýtt tímabil. „Að punkta niður hjá sér helstu markmið getur líka verið gagnlegt til að sjá heildarmyndina betur, hvað þú vilt fá út úr komandi mánuðum áður en þú sekkur þér í vinnu og daglega lífið. Gott er að brjóta markmiðin upp í smærri markmið og þannig sjá skýrar hvað þú þarft að gera til þess að ná því sem þú sækist eftir.“ WithSara Tekur toll að keppa við tímann Hvort sem þú sért að leitast eftir auknum styrk, meiri liðleika, betra jafnvægi eða einfaldlega heilbrigðari lífsstíl þá segir Sara að æfingarnar inn á Withsara hjálpi við að ná markmiðinu. Hver og ein gerir þetta á sínum forsendum. „Lagt er upp úr fjölbreyttum æfingum fyrir öll getustig og allar æfingar eru vel útskýrðar, því rétt tækni er lykilatriði. Æfingarnar eru hannaðar svo að vöðvarnir mótast og lengjast, þú fáir betri líkamsstöðu, sjálfsöryggi og aukir líkamsvitund. Markmiðið er að meðlimir fái sem mest út úr hverri æfingu og finni mun á sér eftir aðeins nokkra tíma.“ September áskorunin Withsara byrjar formlega í dag 1. september en hægt er að byrja hvenær sem er. Sara ítrekar að konur eigi skilið að gefa sér tíma. „Að vera í stöðugu kappi við tímann getur tekið sinn toll og maður getur gleymt sér í amstri dagsins. Gefðu sjálfri þér pláss og fáðu sem mest út úr hverjum degi. Staldraðu við, andaðu og nýttu orkuna þína í að byggja þig upp einn dag í einu,“ segir Sara að lokum. Heilsa Tengdar fréttir „Ef þú tekur góða æfingu þá eru þrjátíu mínútur alveg nóg“ „Ég er ekki með nákvæma tölu en þetta eru mörg hundruð konur sem ég er með núna á Íslandi,“ segir þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir um vinsældir æfingamyndbanda hennar hjá íslenskum konum. 21. mars 2021 12:13 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sara segir að það sé mikilvægt að allar konur gefi sjálfri sér tíma á hverjum degi án þess að mikla það fyrir sér og að sjálfsrækt komi í ýmsum myndum. „Það þarf alls ekki alltaf að vera formi þess að fara í spa eða nudd, þar sem flestar konur hafa ekki tök á því frá degi til dags. Það sem skiptir miklu máli er að staldra við og tengjast sjálfri sér með hreyfingu, öndun, hugleiðslu eða bara nútvitund. Þar sem þú ert í forgangi og öll athyglin er á þér.“ Rútínan tekur við Hreyfing er frábært tól til þess að nota til að gefa sjálfri sér tíma í að styrkja sig, efla og tengjast sjálfri sér. „Að hreyfa sig reglulega er leið fyrir líkamann og hugann til þess að losa streitu, skerpa einbeitinguna og öðlast styrk. Hreyfing eins og jóga er frábær leið til þess að núllstilla sig og styrkja sjálfsvitund. Þú ferð að skilja líkamann þinn betur, hvar hans mörk liggja, hvaða stöður honum líður vel í og hvaða líkamspartar eru stífari en aðrir. Jóga kennir þér einnig öndun og hversu mikilvæg hún er í hreyfingu og daglegu lífi. Áhrifin af djúpöndun er mikil og þegar þú virkir hana þá tengist þú betur hreyfingunum og líkamanum og hugurinn verður skýrari.“ Sara ítrekar að það þurfi ekki að vera löng og erfið æfing svo það teljist sem sjálfsrækt. „Núna nálgast haustið og rútínan hjá flestum farin að taka við. Börnin eru komin í skólann, vinnan byrjuð og dagarnir þjóta áfram. En hvernig fáum við meira út úr hverjum degi? Hvað getum við gert daglega til að styrkja okkur sjálf án þess að það raski dagskránni okkar of mikið? Ekki láta daginn líða nema þú hafir fengið hluta úr honum þar sem þú varst í forgangi. Það getur verið að taka æfingu, setjast niður í eina mínútu og taka djúpa andardrætti, drekka nóg vatn yfir daginn eða taka stutta hugleiðslu fyrir svefninn.“ Sara þjálfar konur með tíu til þrjátíu mínútna myndböndum og hvetur þær til þess að blanda jógamyndböndunum í bland við aðrar æfingar. Hún leggur sjálf mikið upp úr slökun og hugleiðslu. WithSara Gott að brjóta markmiðin niður Sara byrjar með september áskorun á þjálfunarsíðunni sinni WithSara í dag. Lögð er áhersla á að konur finni góða æfingarútínu fyrir haustið, setji sjálfan sig í forgang og hugi vel að heilsunni. Áskorunin er hönnuð fyrir uppteknar konur, þannig að hver æfing er aldrei lengri en þrjátíu mínútur og stundum styttri. „Allar æfingarnareru settar þannig upp að auðvelt er að stökkva í þær án mikillar fyrirhafnar og æfingatækja. Æfingarnar er hægt að gera hvar og hvenær sem er, og þátttakendur stjórna alveg för. Hægt er að nálgast æfingarnar allan sólarhringinn, í símanum, tölvunni eða spjaldtölvunni.“ Tímamót eins og lok sumars er góður tími til að núllstilla sig og setja upp góðan takt fyrir nýtt tímabil. „Að punkta niður hjá sér helstu markmið getur líka verið gagnlegt til að sjá heildarmyndina betur, hvað þú vilt fá út úr komandi mánuðum áður en þú sekkur þér í vinnu og daglega lífið. Gott er að brjóta markmiðin upp í smærri markmið og þannig sjá skýrar hvað þú þarft að gera til þess að ná því sem þú sækist eftir.“ WithSara Tekur toll að keppa við tímann Hvort sem þú sért að leitast eftir auknum styrk, meiri liðleika, betra jafnvægi eða einfaldlega heilbrigðari lífsstíl þá segir Sara að æfingarnar inn á Withsara hjálpi við að ná markmiðinu. Hver og ein gerir þetta á sínum forsendum. „Lagt er upp úr fjölbreyttum æfingum fyrir öll getustig og allar æfingar eru vel útskýrðar, því rétt tækni er lykilatriði. Æfingarnar eru hannaðar svo að vöðvarnir mótast og lengjast, þú fáir betri líkamsstöðu, sjálfsöryggi og aukir líkamsvitund. Markmiðið er að meðlimir fái sem mest út úr hverri æfingu og finni mun á sér eftir aðeins nokkra tíma.“ September áskorunin Withsara byrjar formlega í dag 1. september en hægt er að byrja hvenær sem er. Sara ítrekar að konur eigi skilið að gefa sér tíma. „Að vera í stöðugu kappi við tímann getur tekið sinn toll og maður getur gleymt sér í amstri dagsins. Gefðu sjálfri þér pláss og fáðu sem mest út úr hverjum degi. Staldraðu við, andaðu og nýttu orkuna þína í að byggja þig upp einn dag í einu,“ segir Sara að lokum.
Heilsa Tengdar fréttir „Ef þú tekur góða æfingu þá eru þrjátíu mínútur alveg nóg“ „Ég er ekki með nákvæma tölu en þetta eru mörg hundruð konur sem ég er með núna á Íslandi,“ segir þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir um vinsældir æfingamyndbanda hennar hjá íslenskum konum. 21. mars 2021 12:13 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
„Ef þú tekur góða æfingu þá eru þrjátíu mínútur alveg nóg“ „Ég er ekki með nákvæma tölu en þetta eru mörg hundruð konur sem ég er með núna á Íslandi,“ segir þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir um vinsældir æfingamyndbanda hennar hjá íslenskum konum. 21. mars 2021 12:13