Íslenskur keppandi í ævilangt bann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2021 21:21 Keppandinn tók þátt í stórmótinu Almenna í Overwatch. Chesnot/Getty Images Íslenskur keppandi í tölvuleiknum Overwatch hefur verið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands, RÍSÍ. Umræddur keppandi dreifði nektarmyndum öðrum keppanda, en myndirnar voru teknar áður en sá varð lögráða, sem gerir málið enn alvarlegra. Greint var frá þessu á mbl.is, en atvikið átti sér stað í byrjun stórmótsins Almenna í Overwatch. Mótið er eitt stærsta mót Íslands í leiknum. Gæðastjóri Almenna, Björgvin Gunnar Björgvinsson, segir að það hafi verið í höndum RÍSÍ að ákveða hversu langt bannið ætti að vera, enda heyrir Almenni beint undir samtökin og fylgir lögum og reglum þeirra. RÍSÍ tók þá ákvörðun að setja gerandann í ævilangt keppnisbann, sem samsvarar tíu árum í heildina. Bannið gildir um alla þáttöku í mótum og keppnum á vegum RÍSÍ. „Innan Rafíþróttasamtaka Íslands munum við alltaf taka stöðu með þolendum og við skömmumst okkar ekkert fyrir það að grípa til harðra viðurlaga þegar svona er brotið á fólki. Auðvitað er alltaf leitt þegar það koma upp svona mál en hugur okkar og stuðningur er fyrst og fremst á bak við þann einstakling sem brotið var á,“ sagði Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, í samtali við mbl.is. „Við viljum byggja upp öruggt umhverfi í rafíþróttum og partur af því að skapa umhverfi þar sem þolendur þora að stíga fram er að taka ákveðið á þeim brotum sem eru tilkynnt. Við störfum eftir skýrum ferlum, sem kalla strax á aðgerðir.“ Rafíþróttir Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti
Greint var frá þessu á mbl.is, en atvikið átti sér stað í byrjun stórmótsins Almenna í Overwatch. Mótið er eitt stærsta mót Íslands í leiknum. Gæðastjóri Almenna, Björgvin Gunnar Björgvinsson, segir að það hafi verið í höndum RÍSÍ að ákveða hversu langt bannið ætti að vera, enda heyrir Almenni beint undir samtökin og fylgir lögum og reglum þeirra. RÍSÍ tók þá ákvörðun að setja gerandann í ævilangt keppnisbann, sem samsvarar tíu árum í heildina. Bannið gildir um alla þáttöku í mótum og keppnum á vegum RÍSÍ. „Innan Rafíþróttasamtaka Íslands munum við alltaf taka stöðu með þolendum og við skömmumst okkar ekkert fyrir það að grípa til harðra viðurlaga þegar svona er brotið á fólki. Auðvitað er alltaf leitt þegar það koma upp svona mál en hugur okkar og stuðningur er fyrst og fremst á bak við þann einstakling sem brotið var á,“ sagði Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, í samtali við mbl.is. „Við viljum byggja upp öruggt umhverfi í rafíþróttum og partur af því að skapa umhverfi þar sem þolendur þora að stíga fram er að taka ákveðið á þeim brotum sem eru tilkynnt. Við störfum eftir skýrum ferlum, sem kalla strax á aðgerðir.“
Rafíþróttir Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti