Samningi Kolbeins ekki rift Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 16:39 Kolbeinn Sigþórsson í leik með IFK Gautaborg gegn Djurgärden. Getty/Michael Campanella Samningi sænska knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar við Kolbein Sigþórsson verður ekki rift. Þetta segir Pontus Farnerud, íþróttastjóri sænska félagsins. Eitt af síðustu verkum stjórnar knattspyrnusambands Íslands, sem nú hefur stigið til hliðar, var að taka Kolbein út úr landsliðshópnum sem á næstu dögum mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM. Stjórn KSÍ tók þá ákvörðun eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Kolbeinn er sá leikmaður sem um ræðir. Framtíð Kolbeins hjá Gautaborg hefur vegna málsins verið í óvissu síðustu daga. Í frétt Expressen segir hins vegar að nú sé ljóst að hann verði áfram með liðinu, eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður þess á tímabilinu. Aðspurður hvort það stæði til að rifta samningi Kolbeins svaraði Farnerud: „Nei, að svo komnu máli stendur það ekki til.“ Expressen hefur, ekki frekar en íslenskir miðlar, náð tali af Kolbeini eða umboðsmanni hans. Það hefur Farnerud hins vegar gert: „Við höfum rætt við Kolbein og munum halda áfram að ræða við hann. Við fengum alla söguna frá honum í gær og vitum hvernig málin standa. Við ræðum það innan okkar raða og með Kolbeini hvernig við höldum áfram,“ sagði Farnerud. Kolbeinn hefur leikið 17 leiki með Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í ár og skorað fjögur mörk. Þetta er þriðja tímabil hans í Svíþjóð en hann lék áður með AIK. Samningur Kolbeins, sem er 31 árs gamall, við Gautaborg rennur út í lok árs þegar tímabilinu lýkur í Svíþjóð. Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Eitt af síðustu verkum stjórnar knattspyrnusambands Íslands, sem nú hefur stigið til hliðar, var að taka Kolbein út úr landsliðshópnum sem á næstu dögum mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM. Stjórn KSÍ tók þá ákvörðun eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Kolbeinn er sá leikmaður sem um ræðir. Framtíð Kolbeins hjá Gautaborg hefur vegna málsins verið í óvissu síðustu daga. Í frétt Expressen segir hins vegar að nú sé ljóst að hann verði áfram með liðinu, eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður þess á tímabilinu. Aðspurður hvort það stæði til að rifta samningi Kolbeins svaraði Farnerud: „Nei, að svo komnu máli stendur það ekki til.“ Expressen hefur, ekki frekar en íslenskir miðlar, náð tali af Kolbeini eða umboðsmanni hans. Það hefur Farnerud hins vegar gert: „Við höfum rætt við Kolbein og munum halda áfram að ræða við hann. Við fengum alla söguna frá honum í gær og vitum hvernig málin standa. Við ræðum það innan okkar raða og með Kolbeini hvernig við höldum áfram,“ sagði Farnerud. Kolbeinn hefur leikið 17 leiki með Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í ár og skorað fjögur mörk. Þetta er þriðja tímabil hans í Svíþjóð en hann lék áður með AIK. Samningur Kolbeins, sem er 31 árs gamall, við Gautaborg rennur út í lok árs þegar tímabilinu lýkur í Svíþjóð.
Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira