Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 15:26 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ og landsliðinu vegna frásagna af ofbeldisbrotum leikmanna en á sama tíma eru Arnar og sá landsliðshópur sem hann hefur nú til staðar að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni HM. Liðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. „Ég held að það sé ekkert launungarmál að þetta er búið að vera mjög erfitt. Mitt verkefni er að halda utan um þetta þannig að við náum utan um hópinn og náum leikmönnunum með rétt hugarfar fyrir þessa þrjá mikilvægu leiki. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra það neitt frekar. Þetta er bara mjög erfitt fyrir alla,“ sagði Arnar. Ætlar í alvöru enginn landsliðsmaður að segja neitt? Þær fyrirmyndir — Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) August 31, 2021 Mjög erfitt fyrir leikmenn að liggja undir grun Aðspurður hvernig hljóðið væri í leikmönnum, þar á meðal reynslumiklum leikmönnum á borð við Hannes Þór Halldórsson og Kára Árnason sem verið hafa í hópnum um langt árabil, svaraði Arnar: „Sem betur fer eru þessir leikmenn mjög reyndir og hafa gengið í gegnum mikið á sínum ferli, og náð ótrúlegum árangri. Til að ná árangri þarftu að geta einbeitt þér að þeim hlutum sem þú hefur stjórn á. Það er grunnurinn að því að geta staðið sig sem íþróttamaður. En það er einfaldlega þannig að ég er með hóp, ekki bara leikmenn heldur 39 manns í „búblu“ hér inni á hóteli, og þessi hópur af fólki hefur ekki gert neitt af sér. Ég held að það sé alveg ljóst að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sem ósjálfkrafa liggja undir grun um eitthvað sem þeir hafa ekki gert, að það er mjög erfitt fyrir alla að finna réttu orðin. Það er rosalega erfitt fyrir alla núna að segja eitthvað rétt. Það er einhvern veginn alltaf allt rangt. Og það þýðir ekkert að okkur sé alveg sama. Það er bara rosalega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það er erfitt fyrir leikmennina að sitja fyrir svörum, því þeir eru hræddir við að segja eitthvað rangt. Ég sagði það við Eið Smára [Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara] á sunnudagskvöldið, þegar það var mikið að gerast, að við gætum jafnvel búist við því að leikmenn sem myndu meiðast í leikjum á sunnudaginn hefðu ekki kjark til að láta okkur vita að þeir væru meiddir. Við erum komnir þangað og það er mjög slæmt. Mjög erfitt,“ sagði Arnar. Tvær breytingar urðu á landsliðshópnum um helgina. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein Sigþórsson út úr hópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig úr hópnum. Inn í hópinn komu Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. HM 2022 í Katar KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Fleiri fréttir Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Sjá meira
Spjótin hafa beinst að KSÍ og landsliðinu vegna frásagna af ofbeldisbrotum leikmanna en á sama tíma eru Arnar og sá landsliðshópur sem hann hefur nú til staðar að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni HM. Liðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. „Ég held að það sé ekkert launungarmál að þetta er búið að vera mjög erfitt. Mitt verkefni er að halda utan um þetta þannig að við náum utan um hópinn og náum leikmönnunum með rétt hugarfar fyrir þessa þrjá mikilvægu leiki. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra það neitt frekar. Þetta er bara mjög erfitt fyrir alla,“ sagði Arnar. Ætlar í alvöru enginn landsliðsmaður að segja neitt? Þær fyrirmyndir — Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) August 31, 2021 Mjög erfitt fyrir leikmenn að liggja undir grun Aðspurður hvernig hljóðið væri í leikmönnum, þar á meðal reynslumiklum leikmönnum á borð við Hannes Þór Halldórsson og Kára Árnason sem verið hafa í hópnum um langt árabil, svaraði Arnar: „Sem betur fer eru þessir leikmenn mjög reyndir og hafa gengið í gegnum mikið á sínum ferli, og náð ótrúlegum árangri. Til að ná árangri þarftu að geta einbeitt þér að þeim hlutum sem þú hefur stjórn á. Það er grunnurinn að því að geta staðið sig sem íþróttamaður. En það er einfaldlega þannig að ég er með hóp, ekki bara leikmenn heldur 39 manns í „búblu“ hér inni á hóteli, og þessi hópur af fólki hefur ekki gert neitt af sér. Ég held að það sé alveg ljóst að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sem ósjálfkrafa liggja undir grun um eitthvað sem þeir hafa ekki gert, að það er mjög erfitt fyrir alla að finna réttu orðin. Það er rosalega erfitt fyrir alla núna að segja eitthvað rétt. Það er einhvern veginn alltaf allt rangt. Og það þýðir ekkert að okkur sé alveg sama. Það er bara rosalega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það er erfitt fyrir leikmennina að sitja fyrir svörum, því þeir eru hræddir við að segja eitthvað rangt. Ég sagði það við Eið Smára [Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara] á sunnudagskvöldið, þegar það var mikið að gerast, að við gætum jafnvel búist við því að leikmenn sem myndu meiðast í leikjum á sunnudaginn hefðu ekki kjark til að láta okkur vita að þeir væru meiddir. Við erum komnir þangað og það er mjög slæmt. Mjög erfitt,“ sagði Arnar. Tvær breytingar urðu á landsliðshópnum um helgina. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein Sigþórsson út úr hópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig úr hópnum. Inn í hópinn komu Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson.
HM 2022 í Katar KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Fleiri fréttir Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Sjá meira