Frá þessu greinir á vef RÚV. Segir frá því að RÚV hafi samið við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra um túlkun fréttatímans frá 1. september næstkomandi.
Á sama tíma verður byrjað að senda Krakkafréttir út með táknmálstúlkun á RÚV.
Í fréttinni segir að breytingin hafi komið í kjölfar þess að upplýsingafundir almannavarna og landlæknis vegna faraldurs kórónuveirunnar hafi frá upphafi verið táknmálstúlkaðir og að um svipað leyti hafi verið byrjað að senda sjónvarpsfréttir út með táknmálstúlkun á RÚV og á netinu.
Slíkt hafi mælst vel fyrir og verður því framhald á.