Samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is, upplýsingavef almannavarna og landlæknir, voru 12 þeirra sem greindust smitaðir fullbólusettir og 34 óbólusettir. 36 greindust við einkennasýnatöku og 10 við sóttkvíar- og handahófsskimun.
Fjórtán manns eru nú á sjúkrahúsi og einn á gjörgæslu, sem er einum færri en í gær. Fjórir greindust smitaðir á landamærum, þar af einn með virkt smit en þrír bíða niðurstöðu úr mótefnamælingu.
Í sóttkví eru nú 1.907 manns og 822 í einangrun.
Fréttin hefur verið uppfærð.