Sendiherrafrú dæmd fyrir „skepnulegt“ morð á eiginmanninum Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 10:09 Flak bílsins sem lík Amiridis fannst í árið 2016. Lögregla telur að hann hafi verið myrtur í íbúð sem hann deildi með eiginkonu sinni en að líkið hafi síðan verið falið. Vísir/EPA Dómstóll í Brasilíu dæmdi þarlenda konu í 31 árs fangelsi fyrir að leggja á ráðin um morðið á eiginmanni sínum sem var sendiherra Grikklands í landinu. Dómari lýsti glæp konunnar og vitorðsmanna hennar sem „skepnulegum“. Lík Kyriakos Amiridis fannst illa brunnið í skotti bíls sem eldur hafði verið lagður að í úthverfi Río de Janeiro árið 2016. Hans hafði þá verið saknað. Francoise de Souza Oliveira, brasilísk eiginkona sendiherrans, tilkynnti lögreglu hvarf hans. Hún sagði að hann hefði yfirgefið íbúð þeirra án skýringa og ekið burt í bílaleigubíl. Flak bílsins með líkinu í skottinu fannst daginn eftir. Böndin bárust brátt fljótt að sendiherrafrúnni. Í ljós kom að hún átti í leynilegu ástarsambandi við Sergio Gomes, herlögreglumann. Blóðslettur fundust á sófa í íbúðinni þar sem Amiridis og Oliveira höfðu dvalið. Lögreglan telur að Amiridis hafi verið myrtur þar en líkið síðan fært, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gomes játaði að hann hefði myrt Amiridis að ósk ástkonu sinnar. Hann hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir morðið. Frændi Gomes var á endanum sýknaður af ákæru um aðild að morðinu en hann afplánaði ársfangelsi fyrir að hjálpa til við að fela líkið. Amiridis var 59 ára gamall þegar hann var myrtur. Þau Oliveira áttu saman eina dóttur. Grikkland Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Eiginkonan og ástmaður hennar grunuð um að hafa myrt sendiherrann Sendirherra Grikklands í Brasilíu var myrtur í vikunni og fannst líka hans í bíl hans undir hraðbraut. 30. desember 2016 20:27 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lík Kyriakos Amiridis fannst illa brunnið í skotti bíls sem eldur hafði verið lagður að í úthverfi Río de Janeiro árið 2016. Hans hafði þá verið saknað. Francoise de Souza Oliveira, brasilísk eiginkona sendiherrans, tilkynnti lögreglu hvarf hans. Hún sagði að hann hefði yfirgefið íbúð þeirra án skýringa og ekið burt í bílaleigubíl. Flak bílsins með líkinu í skottinu fannst daginn eftir. Böndin bárust brátt fljótt að sendiherrafrúnni. Í ljós kom að hún átti í leynilegu ástarsambandi við Sergio Gomes, herlögreglumann. Blóðslettur fundust á sófa í íbúðinni þar sem Amiridis og Oliveira höfðu dvalið. Lögreglan telur að Amiridis hafi verið myrtur þar en líkið síðan fært, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gomes játaði að hann hefði myrt Amiridis að ósk ástkonu sinnar. Hann hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir morðið. Frændi Gomes var á endanum sýknaður af ákæru um aðild að morðinu en hann afplánaði ársfangelsi fyrir að hjálpa til við að fela líkið. Amiridis var 59 ára gamall þegar hann var myrtur. Þau Oliveira áttu saman eina dóttur.
Grikkland Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Eiginkonan og ástmaður hennar grunuð um að hafa myrt sendiherrann Sendirherra Grikklands í Brasilíu var myrtur í vikunni og fannst líka hans í bíl hans undir hraðbraut. 30. desember 2016 20:27 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Eiginkonan og ástmaður hennar grunuð um að hafa myrt sendiherrann Sendirherra Grikklands í Brasilíu var myrtur í vikunni og fannst líka hans í bíl hans undir hraðbraut. 30. desember 2016 20:27