Ingibjörg lék að venju allan leikinn í hjarta varnar Vålerenga sem þurfti sigur til að halda vonum sínum í toppbaráttunni á lífi. Markalaust var allt fram á 79. mínútu leiksins þegar Lisa Fjeldstad Naalsund skoraði eina mark leiksins fyrir Sandviken.
Sandviken treystir þannig stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem liðið er með 34 stig af 36 mögulegum eftir tólf leiki. Vålerenga er hins vegar með 23 stig í fjórða sæti.
Þar fyrir ofan eru Rosenborg með 27 stig í öðru sæti og Lilleström með 25 stig í því þriðja. Bæði eiga þau leik inni á Sandviken og Vålerenga eftir leik dagsins.
Amanda Andradóttir sat allan tímann á varamannabekk Vålerenga í leiknum.