Fótbolti

Barbára og stöllur hennar komu til baka

Valur Páll Eiríksson skrifar
Barbára Sól Gísladóttir
Barbára Sól Gísladóttir Vísir/Vilhelm

Barbára Sól Gísladóttir spilaði allan leikinn fyrir Bröndby er liðið gerði 2-2 jafntefli við AGF á heimavelli við í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Barbára Sól var í byrjunarliði Bröndby sem fór ekki vel af stað gegn gestunum frá Árósum í dag. Hin færeyska Julia Naomi Mortensen kom AGF 1-0 yfir á 28. mínútu leiksins og Sofie Bloch tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé.

2-0 stóð í hléi en Cecilie Buchberg minnkaði muninn fyrir Bröndby á 51. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Katrine Winnem Jörgensen metin fyrir þær gulklæddu.

Eftir þá frábæru byrjun á síðari hálfleiknum tókst Bröndby hins vegar ekki að bæta við marki. Liðin skildu jöfn 2-2 og er Bröndby með sjö stig eftir fjóra leiki í 3. sæti deildarinnar, fimm stigum frá toppliði Fortuna Hjörring sem er með fullt hús stiga. Ríkjandi meistarar Köge eru með níu stig í öðru sætinu en eiga leik inni. AGF er með fjögur stig í fimmta sæti af átta liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×