Hélt áfram að spila þrátt fyrir ítrekaðar handtökur vegna kynferðisbrota Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 10:07 Mendy var handtekinn í vikunni vegna brots á skilorði og var neitað um tryggingagjald vegna ítrekaðra brota. Matt McNulty - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Frakkinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City á Englandi, er í varðhaldi og var neitað um lausn gegn tryggingagjaldi vegna brota á skilorði. Hann á fjórar nauðgunarkærur yfir höfði sér auk einnar kæru um kynferðislegt ofbeldi. Mendy kom fyrir rétt í gær en brotin sem hann er sakaður um eru gegn þremur konum, þar á meðal einni sem er undir 18 ára aldri. Ein nauðgunanna sem hann er sakaður um er sögð hafa átt sér stað í teiti á heimili hans í þessari viku. Búist var við að Mendy yrði í leikmannahópi Manchester City fyrir leik liðsins gegn Arsenal í dag en samkvæmt niðurstöðu dómara í Cheshire í gær verður hann í varðhaldi til 10. september þegar málið verður tekið fyrir. Það kann þó að vera að lögfræðingar hans áfrýji neitun dómstólsins um lausn gegn tryggingagjaldi. Ástæða þess að Mendy var neitað um lausnargjald er sú að honum hafði verið bannað að halda teiti á heimili sínu samkvæmt skilmálum fyrra skilorðs. Debbie Byrne, saksóknari í málinu, benti á fyrir rétti að Mendy hefði verið handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í nóvember á síðasta ári og var handtekinn á ný í janúar vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Honum var þá sleppt gegn tryggingagjaldi en skilyrði skilorðs hans sögðu til um að hann skildi ekki halda teiti á heimili sínu, samkvæmt Byrne. Hún sagði að lögregla hefði verið kölluð til heimilis hans í vikunni þar sem 21 gestur í gleðskap. Hann var þá handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í því teiti, auk brots á skilorðinu með því að halda teitið. Jack McGarva, dómari í málinu, treysti Mendy ekki til þess að vera sleppt gegn tryggingargjaldi en lögmaður Mendys, Christopher Stables, sagði hann reiðubúinn að greiða 50 þúsund pund á staðnum til að vera sleppt gegn tryggingu. McGarva var ekki sannfærður vegna fyrra brots Mendys á skilorði og neitaði honum um tryggingagjald. Hann situr því í fangelsi en vera má að ákvörðuninni verði áfrýjað. Samkvæmt frétt Guardian mun málið líklega vera fyrir dómstólum í marga mánuði og ef ákvörðuninni verður ekki breytt eftir áfrýjun mun Mendy dúsa í fangelsi á meðan því stendur. Þrátt fyrir fyrri ásakanir í nóvember og í janúar hefur Mendy verið áfram í leikmannahópi Manchester City og líkt og greint er frá að ofan, væri hann líkast til í leikmannahópi liðsins gegn Arsenal í dag ef hann sæti ekki í fangelsi. Hann lék í leik liðsins gegn Leicester City um Samfélagsskjöldinn fyrir þremur vikum og var í byrjunarliði gegn Tottenham í fyrsta leik tímabilsins. Hann sat þá allan tímann á varamannabekk liðsins í 5-0 sigri á Norwich City síðustu helgi. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Mendy kom fyrir rétt í gær en brotin sem hann er sakaður um eru gegn þremur konum, þar á meðal einni sem er undir 18 ára aldri. Ein nauðgunanna sem hann er sakaður um er sögð hafa átt sér stað í teiti á heimili hans í þessari viku. Búist var við að Mendy yrði í leikmannahópi Manchester City fyrir leik liðsins gegn Arsenal í dag en samkvæmt niðurstöðu dómara í Cheshire í gær verður hann í varðhaldi til 10. september þegar málið verður tekið fyrir. Það kann þó að vera að lögfræðingar hans áfrýji neitun dómstólsins um lausn gegn tryggingagjaldi. Ástæða þess að Mendy var neitað um lausnargjald er sú að honum hafði verið bannað að halda teiti á heimili sínu samkvæmt skilmálum fyrra skilorðs. Debbie Byrne, saksóknari í málinu, benti á fyrir rétti að Mendy hefði verið handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í nóvember á síðasta ári og var handtekinn á ný í janúar vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Honum var þá sleppt gegn tryggingagjaldi en skilyrði skilorðs hans sögðu til um að hann skildi ekki halda teiti á heimili sínu, samkvæmt Byrne. Hún sagði að lögregla hefði verið kölluð til heimilis hans í vikunni þar sem 21 gestur í gleðskap. Hann var þá handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í því teiti, auk brots á skilorðinu með því að halda teitið. Jack McGarva, dómari í málinu, treysti Mendy ekki til þess að vera sleppt gegn tryggingargjaldi en lögmaður Mendys, Christopher Stables, sagði hann reiðubúinn að greiða 50 þúsund pund á staðnum til að vera sleppt gegn tryggingu. McGarva var ekki sannfærður vegna fyrra brots Mendys á skilorði og neitaði honum um tryggingagjald. Hann situr því í fangelsi en vera má að ákvörðuninni verði áfrýjað. Samkvæmt frétt Guardian mun málið líklega vera fyrir dómstólum í marga mánuði og ef ákvörðuninni verður ekki breytt eftir áfrýjun mun Mendy dúsa í fangelsi á meðan því stendur. Þrátt fyrir fyrri ásakanir í nóvember og í janúar hefur Mendy verið áfram í leikmannahópi Manchester City og líkt og greint er frá að ofan, væri hann líkast til í leikmannahópi liðsins gegn Arsenal í dag ef hann sæti ekki í fangelsi. Hann lék í leik liðsins gegn Leicester City um Samfélagsskjöldinn fyrir þremur vikum og var í byrjunarliði gegn Tottenham í fyrsta leik tímabilsins. Hann sat þá allan tímann á varamannabekk liðsins í 5-0 sigri á Norwich City síðustu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira