Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 13:41 Lars Lagerbäck verður ekki lengur í þjálfarateymi landsliðsins. Getty/Liam McBurney Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Arnar Þór Viðarsson, aðallandsliðsþjálfari, greindi frá þessu á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar hópurinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í september var tilkynntur. Arnar kvaðst þó reikna með því að Lagerbäck kæmi til landsins og myndi sjá leikina og sagðist alltaf mega leita til hans um ráð. Lagerbäck var í febrúar ráðinn inn í nýtt þjálfarateymi landsliðsins sem hann stýrði með svo góðum árangri á árunum 2011-2016. Arnar sagði þjálfarana hafa fundið í fyrsta verkefni, sem var þegar landsliðið kom saman í mars, að hlutirnir hefðu ekki gengið upp. Hann þvertók þó fyrir að Lagerbäck hefði verið sagt upp. Tengingin á milli þjálfaranna ekki alltaf nógu góð „Lars og ég áttum mjög gott spjall strax eftir marsverkefnið og fundum það báðir að það væru ákveðin atriði sem við þyrftum að laga, til þess að þetta gengi 100 prósent upp. Við lögðum alltaf af stað í þetta verkefni með Lars, og það var líka bara eitthvað sem að Lars fór fram á frá byrjun, með það í huga að þetta gæti gengið til baka eða við lagað þetta eftir því hvernig við myndum upplifa hlutina,“ sagði Arnar. „Strax eftir marsverkefnið áttum við gott spjall þar sem við fundum að það voru ákveðnir hlutir ekki að ganga eins og við vonuðumst til. Mannleg tenging var mjög góð og það var rosalega gott að hafa Lars með okkur í undirbúningi, en svo var kannski á öðrum hliðum þjálfunarinnar tengingin ekki alveg eins góð,“ sagði Arnar. Hann segir ákvörðunina um að Lars yrði ekki áfram í teyminu vera sína. Segir Lagerbäck hafa verið mjög jákvæðan og skilningsríkan „Við ákváðum að hann færi ekki með í maí og júní-verkefnið og núna á undanförnum vikum tók ég þá ákvörðun að Lars yrði ekki með okkur áfram í teyminu. Við megum alltaf ganga að hans hjálp og hann var mjög jákvæður og skilningsríkur gagnvart því þegar ég sagði honum að þetta væri verkefni og þjálfunarstarf sem ég þyrfti að taka á mínum forsendum og það yrði án hans,“ sagði Arnar. Arnar og Eiður Smári Guðjohnsen stýra því landsliðinu saman ásamt markmannsþjálfaranum Halldóri Björnssyni. HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, aðallandsliðsþjálfari, greindi frá þessu á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar hópurinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í september var tilkynntur. Arnar kvaðst þó reikna með því að Lagerbäck kæmi til landsins og myndi sjá leikina og sagðist alltaf mega leita til hans um ráð. Lagerbäck var í febrúar ráðinn inn í nýtt þjálfarateymi landsliðsins sem hann stýrði með svo góðum árangri á árunum 2011-2016. Arnar sagði þjálfarana hafa fundið í fyrsta verkefni, sem var þegar landsliðið kom saman í mars, að hlutirnir hefðu ekki gengið upp. Hann þvertók þó fyrir að Lagerbäck hefði verið sagt upp. Tengingin á milli þjálfaranna ekki alltaf nógu góð „Lars og ég áttum mjög gott spjall strax eftir marsverkefnið og fundum það báðir að það væru ákveðin atriði sem við þyrftum að laga, til þess að þetta gengi 100 prósent upp. Við lögðum alltaf af stað í þetta verkefni með Lars, og það var líka bara eitthvað sem að Lars fór fram á frá byrjun, með það í huga að þetta gæti gengið til baka eða við lagað þetta eftir því hvernig við myndum upplifa hlutina,“ sagði Arnar. „Strax eftir marsverkefnið áttum við gott spjall þar sem við fundum að það voru ákveðnir hlutir ekki að ganga eins og við vonuðumst til. Mannleg tenging var mjög góð og það var rosalega gott að hafa Lars með okkur í undirbúningi, en svo var kannski á öðrum hliðum þjálfunarinnar tengingin ekki alveg eins góð,“ sagði Arnar. Hann segir ákvörðunina um að Lars yrði ekki áfram í teyminu vera sína. Segir Lagerbäck hafa verið mjög jákvæðan og skilningsríkan „Við ákváðum að hann færi ekki með í maí og júní-verkefnið og núna á undanförnum vikum tók ég þá ákvörðun að Lars yrði ekki með okkur áfram í teyminu. Við megum alltaf ganga að hans hjálp og hann var mjög jákvæður og skilningsríkur gagnvart því þegar ég sagði honum að þetta væri verkefni og þjálfunarstarf sem ég þyrfti að taka á mínum forsendum og það yrði án hans,“ sagði Arnar. Arnar og Eiður Smári Guðjohnsen stýra því landsliðinu saman ásamt markmannsþjálfaranum Halldóri Björnssyni.
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28 Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09 Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Sjá meira
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. 25. ágúst 2021 13:28
Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. 25. ágúst 2021 13:09
Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. 25. ágúst 2021 12:32