Tinna er bæði handritshöfundur og leikstjóri Skjálfta, sem kynnt er sem Quake á erlendri grundu. Myndin er byggð á skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Stóri skjálfti. Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson. Framleiðandi myndarinnar er Hlín Jóhannesdóttir
Tinna deildi gleðifréttunum á samfélagsmiðlum í dag og skrifaði einfaldlega:
„Megi myndin okkar fara sem víðast.“
TIFF er stærsta kvikmyndahátíð í Norður-Ameríku.
„Þegar Saga vaknar upp eftir heiftarlegt flogakast á Klambratúni man hún lítið sem ekkert hvað gerðist í aðdraganda þess. Í leit hennar að upplýsingum um sjálfa sig og sína nánustu fara minningar sem Saga bældi niður sem barn að koma upp á yfirborðið, minningar sem neyða hana til að horfast í augu við sjálfa sig og fjölskyldu sína sem tekist hafði að þegja ógnvænlegt leyndarmál í hel.“ sagði Tinna um söguþráðinn í viðtali við Vísi fyrr á árinu.
Sýnishornið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.