Fannst grínið orðið að rútínu: „Mér leið eins og burkna á bak við sófa“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 09:31 Þorsteinn Guðmundsson er viðmælandi Begga Ólafs í 22.þætti af hlaðvarpinu 24/7. 24/7 Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínisti og sálfræðingur, er gestur í 22.þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum segir Þorsteinn meðal annars frá því hvers vegna hann tók þá U-beygju að fara í sálfræði eftir farsælan feril sem leikari og grínisti. Þá ræða þeir Þorsteinn og Beggi um húmorinn, skilgreiningar, þunglyndi og margt fleira. „Ég hugsaði bara „Þetta sem ég er að gera í dag, er þetta allt sem ég get?“ ... Eða get ég nýtt þetta líf í að vera aðeins meira en ég er núna?,“ segir Þorsteinn um það hvernig það kom til að hann skráði sig í sálfræðinám 48 ára gamall. Þorsteinn segir það hafa verið stórt skref út fyrir þægindarammann að setjast aftur á skólabekk á þessum aldri. „Það var óþægilegt. Manni finnst maður ekki alltaf falla í hópinn og maður fær tilfinninguna að maður eigi ekki heima þarna, eðlilega. En ég hugsaði bara „á ég að láta þessa tilfinningu stjórna því hvað ég geri?“... Ég hefði ekki orðið uppistandari ef ég hefði alltaf látist stjórnast af því hvort það væri þægilegt. Þetta er alltaf óþægilegt skilurðu. Stundum verður maður bara að gera það sem er óþægilegt.“ Hrósið og klappið orðið merkingarlaust Þorsteinn segir að leiklistin og grínið hafi verið orðin að rútínu og hann vildi prófa eitthvað meira. Hann segir háskólanámið hafa verið ákveðna tilraun og að það hafi aðeins verið tilviljun að sálfræðin hafi orðið fyrir valinu. „Mér leið eins og svona burkna sem var á bak við sófa og þurfti aðeins að færa til í stofunni og vökva aðeins meira til þess að hann blómstraði. Ég var svona pínu að skrælna.“ Hann segir að viðurkenningin sem fylgi því að koma fram, hrósið og klappið, hafi verið orðið merkingarlaust fyrir sér. „Maður getur alveg verið í einhverju starfi í þrjátíu ár og svo hugsar maður „nú ætla ég að leggja eitthvað meira í þetta“ en þegar maður er búinn að gera það nokkrum sinnum, þá einhvern veginn kemur það ekki á óvart. Það verður enginn „challenge“, það verður bara meiri vinna.“ Ætlaði að hætta í leiklistinni og opna fótanuddstofu Þorsteinn segist kunna illa við að vera skilgreindur. Þótt hann sé menntaður leikari, líti hann ekki á sjálfan sig sem leikara dagsdaglega. Hann segir tilhneigingu fólks til þess að vilja skilgreina alla og flokka alla niður í einhver box vera sprottna út frá því að vilja útrýma samkeppni. „Ég man eftir því þegar Helga Braga vinkona mín var að slá í gegn í leiklistinni og ná svona þjóðarathygli, þá hitti hún hóp af leikkonum á kaffihúsi. Þá sögðu þær já þú ert alveg frábær gamanleikkona, þú ert svo góð grínleikkona... Vegna þess að þær vildu takmarka hana. Hún væri ekki góð leikkona en væri góð í þessu. Þar með væri hún ekki fyrir þeim sem vildu verða alvöru leikkonur. Þú ert að reyna setja fólk í einhverja kassa þannig þú þurfir ekki að keppa við það.“ Þá segir Þorsteinn það hafa verið hans mesta gæfuspor að kynnast eiginkonu sinni. Áður en hann kynntist henni segist hann hafa átt erfitt með að finna taktinn í lífinu. Til dæmis hafi hann ætlað að gefa leiklistarferilinn upp á bátinn til þess að fara í nám í fótanuddi og opna sína eigin fótanuddstofu í kjallaranum heima hjá ömmu sinni. „Ég var svolítið út um allt. Á tímabili var ég mikið á börunum. Ég er ekki alkóhólisti en ég drakk mikið og drakk illa og var svona í einhverju hálfgerðu rugli. Ég var með alls konar skrítnar hugmyndir.“ Hér má horfa á þáttinn í heild sinni. 24/7 með Begga Ólafs Uppistand Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
„Ég hugsaði bara „Þetta sem ég er að gera í dag, er þetta allt sem ég get?“ ... Eða get ég nýtt þetta líf í að vera aðeins meira en ég er núna?,“ segir Þorsteinn um það hvernig það kom til að hann skráði sig í sálfræðinám 48 ára gamall. Þorsteinn segir það hafa verið stórt skref út fyrir þægindarammann að setjast aftur á skólabekk á þessum aldri. „Það var óþægilegt. Manni finnst maður ekki alltaf falla í hópinn og maður fær tilfinninguna að maður eigi ekki heima þarna, eðlilega. En ég hugsaði bara „á ég að láta þessa tilfinningu stjórna því hvað ég geri?“... Ég hefði ekki orðið uppistandari ef ég hefði alltaf látist stjórnast af því hvort það væri þægilegt. Þetta er alltaf óþægilegt skilurðu. Stundum verður maður bara að gera það sem er óþægilegt.“ Hrósið og klappið orðið merkingarlaust Þorsteinn segir að leiklistin og grínið hafi verið orðin að rútínu og hann vildi prófa eitthvað meira. Hann segir háskólanámið hafa verið ákveðna tilraun og að það hafi aðeins verið tilviljun að sálfræðin hafi orðið fyrir valinu. „Mér leið eins og svona burkna sem var á bak við sófa og þurfti aðeins að færa til í stofunni og vökva aðeins meira til þess að hann blómstraði. Ég var svona pínu að skrælna.“ Hann segir að viðurkenningin sem fylgi því að koma fram, hrósið og klappið, hafi verið orðið merkingarlaust fyrir sér. „Maður getur alveg verið í einhverju starfi í þrjátíu ár og svo hugsar maður „nú ætla ég að leggja eitthvað meira í þetta“ en þegar maður er búinn að gera það nokkrum sinnum, þá einhvern veginn kemur það ekki á óvart. Það verður enginn „challenge“, það verður bara meiri vinna.“ Ætlaði að hætta í leiklistinni og opna fótanuddstofu Þorsteinn segist kunna illa við að vera skilgreindur. Þótt hann sé menntaður leikari, líti hann ekki á sjálfan sig sem leikara dagsdaglega. Hann segir tilhneigingu fólks til þess að vilja skilgreina alla og flokka alla niður í einhver box vera sprottna út frá því að vilja útrýma samkeppni. „Ég man eftir því þegar Helga Braga vinkona mín var að slá í gegn í leiklistinni og ná svona þjóðarathygli, þá hitti hún hóp af leikkonum á kaffihúsi. Þá sögðu þær já þú ert alveg frábær gamanleikkona, þú ert svo góð grínleikkona... Vegna þess að þær vildu takmarka hana. Hún væri ekki góð leikkona en væri góð í þessu. Þar með væri hún ekki fyrir þeim sem vildu verða alvöru leikkonur. Þú ert að reyna setja fólk í einhverja kassa þannig þú þurfir ekki að keppa við það.“ Þá segir Þorsteinn það hafa verið hans mesta gæfuspor að kynnast eiginkonu sinni. Áður en hann kynntist henni segist hann hafa átt erfitt með að finna taktinn í lífinu. Til dæmis hafi hann ætlað að gefa leiklistarferilinn upp á bátinn til þess að fara í nám í fótanuddi og opna sína eigin fótanuddstofu í kjallaranum heima hjá ömmu sinni. „Ég var svolítið út um allt. Á tímabili var ég mikið á börunum. Ég er ekki alkóhólisti en ég drakk mikið og drakk illa og var svona í einhverju hálfgerðu rugli. Ég var með alls konar skrítnar hugmyndir.“ Hér má horfa á þáttinn í heild sinni.
24/7 með Begga Ólafs Uppistand Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“