Simon Kjær og dönsku læknarnir verðlaunaðir fyrir að bjarga lífi Eriksen Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2021 19:01 Simon Kjær var með þeim fyrstu til að bregðast við eftir að Eriksen hneig niður í leik gegn Finnum á Evrópumótinu í sumar. Danski landsliðsfyrirliðinn Simon Kjær, og læknateymið sem bjargaði lífi Christian Erikesen þegar hann fór í hjartastopp í leik danska landsliðsins gegn Finnum á Evrópumótinu í sumar, hljóta Forsetaverðlaun UEFA í vikunni. Kjær var fljótur að bregðast við þegar hann sá hvað hafði komið fyrir liðsfélaga sinn, og lagði hann í læsta hliðarlegu og tókst að koma í veg fyrir að Eriksen myndi gleypa tungu sína áður en sjúkraliðar komust að honum. Hann sá svo til þess að leikmenn liðsins mynduðu varnarvegg í kringum Eriksen eftir að læknateymið mætti á staðinn svo að hægt væri að hlúa að honum. Danski landsliðsfyrirliðinn hughreysti einnig eiginkonu Eriksen á vellinum, og hefur fengið mikið lof fyrir sína þátttöku í björgunaraðgerðum á vellinum. Hinn 29 ára Eriksen þakkaði fyrirliða sínum, læknateyminu og danska liðinu öllu fyrir sinn þátt í að bjarga lífi sínu. „Þið stóðuð ykkur frábærlega og björguðuð lífi mínu,“ sagði Eriksen um læknateymið eftir atvikið. „Ég vil líka þakka vini mínum og fyrirliða, Simon [Kjær], og liðsfélögum mínum öllum í danska liðinu, fyrir stuðninginn sem ég hef fengið. Bæði þann 12. júní, og eftir það.“ This week, Denmark captain Simon Kjær and the medical team that saved the life of Christian Eriksen will receive the 2021 UEFA President s Award.#UEFAawards— UEFA (@UEFA) August 24, 2021 Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. 7. júlí 2021 09:01 Eriksen útskrifaður af spítala Daninn Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af spítala eftir tæplega vikudvöl í kjölfar hjartaáfalls sem hann fékk í leik Danmerkur og Finnlands á EM þann 12. júní síðastliðinn. Eriksen þakkar fyrir stuðninginn sem hann hefur hlotið í yfirlýsingu sem danska knattspyrnusambandið sendi frá sér nú síðdegis. 18. júní 2021 16:30 „Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01 Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. 13. júní 2021 23:31 Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira
Kjær var fljótur að bregðast við þegar hann sá hvað hafði komið fyrir liðsfélaga sinn, og lagði hann í læsta hliðarlegu og tókst að koma í veg fyrir að Eriksen myndi gleypa tungu sína áður en sjúkraliðar komust að honum. Hann sá svo til þess að leikmenn liðsins mynduðu varnarvegg í kringum Eriksen eftir að læknateymið mætti á staðinn svo að hægt væri að hlúa að honum. Danski landsliðsfyrirliðinn hughreysti einnig eiginkonu Eriksen á vellinum, og hefur fengið mikið lof fyrir sína þátttöku í björgunaraðgerðum á vellinum. Hinn 29 ára Eriksen þakkaði fyrirliða sínum, læknateyminu og danska liðinu öllu fyrir sinn þátt í að bjarga lífi sínu. „Þið stóðuð ykkur frábærlega og björguðuð lífi mínu,“ sagði Eriksen um læknateymið eftir atvikið. „Ég vil líka þakka vini mínum og fyrirliða, Simon [Kjær], og liðsfélögum mínum öllum í danska liðinu, fyrir stuðninginn sem ég hef fengið. Bæði þann 12. júní, og eftir það.“ This week, Denmark captain Simon Kjær and the medical team that saved the life of Christian Eriksen will receive the 2021 UEFA President s Award.#UEFAawards— UEFA (@UEFA) August 24, 2021
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. 7. júlí 2021 09:01 Eriksen útskrifaður af spítala Daninn Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af spítala eftir tæplega vikudvöl í kjölfar hjartaáfalls sem hann fékk í leik Danmerkur og Finnlands á EM þann 12. júní síðastliðinn. Eriksen þakkar fyrir stuðninginn sem hann hefur hlotið í yfirlýsingu sem danska knattspyrnusambandið sendi frá sér nú síðdegis. 18. júní 2021 16:30 „Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01 Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. 13. júní 2021 23:31 Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira
Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01
Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. 7. júlí 2021 09:01
Eriksen útskrifaður af spítala Daninn Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af spítala eftir tæplega vikudvöl í kjölfar hjartaáfalls sem hann fékk í leik Danmerkur og Finnlands á EM þann 12. júní síðastliðinn. Eriksen þakkar fyrir stuðninginn sem hann hefur hlotið í yfirlýsingu sem danska knattspyrnusambandið sendi frá sér nú síðdegis. 18. júní 2021 16:30
„Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01
Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. 13. júní 2021 23:31
Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27