Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Áður hafði komið fram að fjórir hafi greinst með Covid-19 í tengslum við smit sem kom upp á leikskólanum á Seyðisfirði.
Þeir tveir sem bættust við greindust í gær en seinni skimun hjá foreldrum, börnum og starfsmönnum leikskólans sem eru í sóttkví fór fram í gær og kláraðist í hádeginu í dag.
„Vonir standa til búið sé að ná utan um útbreiðslu smitsins og ekki er grunur um að smit sé á kreiki í samfélaginu. Áfram gætu þó bæst við smit eftir sýnatöku dagsins á Seyðisfirði en þeir einstaklingar væru þá flestir í sóttkví,“ segir í tilkynningunni.