Ekki fleiri smit hjá Val en liðið í sóttkví fram á föstudag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 14:08 Ljóst er að ekkert verður að Króatíuför Valsmanna í þessari viku. vísir/elín Ekki reyndust fleiri kórónuveirusmit í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handbolta karla en þau þrjú sem þegar hafa greinst. Liðið er samt í sóttkví og óvíst hvað verður um Evrópuleiki þess gegn Porec frá Króatíu. Einn leikmaður Vals greindist með kórónuveiruna á sunnudaginn og í gær bættust tvö smit við. Allur leikmannahópur Vals fór í skimun í gær og ekki komu fleiri jákvæð smit út úr henni. Valur átti að fara til Króatíu á morgun og mæta Porec á föstudaginn og laugardaginn. Ekkert verður af því en Valsmenn vonast til að Evrópuleikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi. „Það eru ekki fleiri smit, það er bara bundið við þessi þrjú, en við erum komnir í sóttkví fram á föstudaginn. Það er því ljóst að við förum ekki út á morgun og spilum ekki um helgina,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, við Vísi í dag. Valur seldi heimaleikinn gegn Porec og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferð Evrópudeildarinnar fara fram. „Við þurfum að heyra í þeim í Króatíu og það var fyrirhugað að spila meistara meistaranna þannig að þetta er púsluspil,“ sagði Snorri en Valur og Haukar áttu að mætast í Meistarakeppni HSÍ föstudaginn 3. september. Leggja ekki árar í Evrópubátinn Snorri segir Valsmenn nokkuð bjartsýna á að geta spilað við Porec um þarnæstu helgi. Það velti þó á ýmsu. „Frá okkar bæjardyrum séð er ekkert því til fyrirstöðu en það eru alls konar breytur í þessu. Ég er með vinnandi menn í liðinu sem voru búnir að fá frí til að fara til Króatíu en eru komnir í sóttkví. Flækjustigið er umtalsvert en við stefnum klárlega á að taka þátt í Evrópukeppninni. Það hefur ekki komið til tals að blása það af,“ sagði Snorri. „Við sjáum bara hvað næstu dagar bera með sér en ég er samt sem áður vongóður að þessir leikir fari fram og það er ánægjulegt að fleiri hafi ekki greinst smitaðir þótt það sé alvarlegt að þrjú smit hafi greinst innan liðsins.“ Valur á að mæta Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fyrsti leikur Vals í Olís-deildinni er svo gegn Gróttu á Seltjarnarnesi viku seinna. Olís-deild karla Valur Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sjá meira
Einn leikmaður Vals greindist með kórónuveiruna á sunnudaginn og í gær bættust tvö smit við. Allur leikmannahópur Vals fór í skimun í gær og ekki komu fleiri jákvæð smit út úr henni. Valur átti að fara til Króatíu á morgun og mæta Porec á föstudaginn og laugardaginn. Ekkert verður af því en Valsmenn vonast til að Evrópuleikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi. „Það eru ekki fleiri smit, það er bara bundið við þessi þrjú, en við erum komnir í sóttkví fram á föstudaginn. Það er því ljóst að við förum ekki út á morgun og spilum ekki um helgina,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, við Vísi í dag. Valur seldi heimaleikinn gegn Porec og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferð Evrópudeildarinnar fara fram. „Við þurfum að heyra í þeim í Króatíu og það var fyrirhugað að spila meistara meistaranna þannig að þetta er púsluspil,“ sagði Snorri en Valur og Haukar áttu að mætast í Meistarakeppni HSÍ föstudaginn 3. september. Leggja ekki árar í Evrópubátinn Snorri segir Valsmenn nokkuð bjartsýna á að geta spilað við Porec um þarnæstu helgi. Það velti þó á ýmsu. „Frá okkar bæjardyrum séð er ekkert því til fyrirstöðu en það eru alls konar breytur í þessu. Ég er með vinnandi menn í liðinu sem voru búnir að fá frí til að fara til Króatíu en eru komnir í sóttkví. Flækjustigið er umtalsvert en við stefnum klárlega á að taka þátt í Evrópukeppninni. Það hefur ekki komið til tals að blása það af,“ sagði Snorri. „Við sjáum bara hvað næstu dagar bera með sér en ég er samt sem áður vongóður að þessir leikir fari fram og það er ánægjulegt að fleiri hafi ekki greinst smitaðir þótt það sé alvarlegt að þrjú smit hafi greinst innan liðsins.“ Valur á að mæta Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fyrsti leikur Vals í Olís-deildinni er svo gegn Gróttu á Seltjarnarnesi viku seinna.
Olís-deild karla Valur Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sjá meira