Fyrsti landsliðshópurinn frá handtöku Gylfa tilkynntur á morgun Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2021 13:33 Íslenska liðið fagnar marki Brynjars Inga Bjarnasonar gegn Pólverjum í vináttulandsleik í júní. Liðin gerðu 2-2 jafntefli en mikil forföll voru í íslenska hópnum. Getty/Boris Streubel Arnar Þór Viðarsson hefur eflaust þurft að brjóta heilann um ýmislegt fyrir val sitt á landsliðshópi karla í fótbolta. Hann verður tilkynnur á morgun en Ísland mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM í byrjun september. Fundurinn á morgun er klukkan 13:15 og samkvæmt venju munu landsliðsþjálfarar sitja fyrir svörum ásamt fulltrúum KSÍ. Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari gæti verið þar á meðal. Hann fór í leyfi í júní og fékk skriflega áminningu frá stjórn KSÍ, eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem hann sást kasta af sér vatni utandyra í miðborg Reykjavíkur. Þetta verður fyrsti landsliðshópurinn sem valinn er eftir að mikilvægasti leikmaður liðsins mörg undanfarin ár, Gylfi Þór Sigurðsson, var handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Hann hefur ekkert komið við sögu hjá Everton á yfirstandandi leiktíð. Fundurinn fer einnig fram í kjölfar greinaskrifa Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur sem hefur gagnrýnt KSÍ harðlega og sakað sambandið um að axla ekki ábyrgð á ofbeldismenningu og ofbeldismönnum innan raða þess. Hefur hún sagt KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu. Fimm leikir á Laugardalsvelli fram undan Landsliðið var einnig án Gylfa í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni, þegar liðið mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein á útivelli í lok mars. Liðið fékk einu stig sín í þeirri ferð með 4-1 sigri gegn Liechtenstein í lokaleiknum. Nú er komið að fimm heimaleikjum í röð; þremur nú í september og svo tveimur í október. Rúmenar mæta á Laugardalsvöll á fimmtudaginn í næstu viku, leikið er við Norður-Makedóníu 5. september og svo stórlið Þýskalands 8. september. Ekki liggur enn fyrir hve margir áhorfendur mega vera á leikjunum. Alfreð Finnbogason er meiddur og ólíklegt virðist að hann geti spilað með landsliðinu í september.Getty/Laszlo Szirtesi Auk Gylfa er útlit fyrir að íslenska liðið verði án öflugra leikmanna vegna meiðsla. Hörður Björgvin Magnússon er í endurhæfingu eftir að hafa slitið hásin í apríl, Sverrir Ingi Ingason fór í hnéaðgerð snemma sumars og er enn að jafna sig, og Alfreð Finnbogason er með sködduð liðbönd í ökkla. Aron Einar og Rúnar Alex fengu veiruna Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson veiktist svo af kórónuveirunni í æfingaferðalagi með Al Arabi, samkvæmt hlaðvarpsþættinum Dr. Football, og óvíst hver staðan á honum er. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson greindist einnig með veiruna líkt og fleiri leikmenn Arsenal, eins og fram kom í síðustu viku. Þá hefur sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson ekki verið í leikmannahópi Millwall það sem af er leiktíð í Englandi. Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson er hins vegar til taks eftir að hafa misst af leikjunum í mars. Arnar Þór Viðarsson hefur að mörgu að hyggja nú þegar landsleikirnir eru að bresta á.Getty Arnar gat gefið fjölda leikmanna tækifæri til að sanna sig í vináttulandsleikjunum í júní. Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Hjörtur Hermannsson voru meðal þeirra sem þóttu nýta það tækifæri vel, sem og Guðmundur Þórarinsson í stöðu vinstri bakvarðar. Í kjölfar landsleikjanna fóru þeir Brynjar og Hjörtur báðir í raðir ítalskra félaga, Brynjar til Lecce og Hjörtur til Pisa, en Guðmundur leikur með New York City í Bandaríkjunum. Ungir markverðir bíða tækifæris Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen komu inn í landsliðshópinn fyrir lokaleikinn í mars, gegn Liechtenstein, af Evrópumóti U21-landsliða. Þeir gætu fengið tækifæri aftur nú, sem og markverðirnir ungu Patrik Snær Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson. Hafa ber þó í huga að U21-landsliðið byrjar nýja undankeppni á sama tíma og A-landsliðið spilar. Patrik Sigurður Gunnarsson var að láni hjá dönsku 1. deildarliðunum Viborg og Silkeborg á síðustu leiktíð og þau komust bæði upp í úrvalsdeild. Hann var á varamannabekk Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Getty/Matthew Ashton Eftir flott tímabil í Danmörku hefur Patrik verið á bekknum hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni í upphafi leiktíðar, og Elías Rafn hélt hreinu fyrir topplið Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Fjórir leikmenn úr Pepsi Max-deildinni, og hugsanlega fleiri, gætu fengið sæti í landsliðshópnum. Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Birkir Már Sævarsson hafa allir verið að spila og gætu myndað stærstan hluta öftustu línu landsliðsins. Erfið staða í riðlinum Líkt og fyrr segir er Ísland með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppninni og þarf því á góðum úrslitum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á að spila á HM í Katar á næsta ári. Armenía er óvænt efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Ísland og Rúmenía 3 en Liechtenstein ekkert. Undankeppninni lýkur í nóvember. Staðan í riðlinum og næstu leikir. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Fundurinn á morgun er klukkan 13:15 og samkvæmt venju munu landsliðsþjálfarar sitja fyrir svörum ásamt fulltrúum KSÍ. Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari gæti verið þar á meðal. Hann fór í leyfi í júní og fékk skriflega áminningu frá stjórn KSÍ, eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem hann sást kasta af sér vatni utandyra í miðborg Reykjavíkur. Þetta verður fyrsti landsliðshópurinn sem valinn er eftir að mikilvægasti leikmaður liðsins mörg undanfarin ár, Gylfi Þór Sigurðsson, var handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Hann hefur ekkert komið við sögu hjá Everton á yfirstandandi leiktíð. Fundurinn fer einnig fram í kjölfar greinaskrifa Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur sem hefur gagnrýnt KSÍ harðlega og sakað sambandið um að axla ekki ábyrgð á ofbeldismenningu og ofbeldismönnum innan raða þess. Hefur hún sagt KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu. Fimm leikir á Laugardalsvelli fram undan Landsliðið var einnig án Gylfa í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni, þegar liðið mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein á útivelli í lok mars. Liðið fékk einu stig sín í þeirri ferð með 4-1 sigri gegn Liechtenstein í lokaleiknum. Nú er komið að fimm heimaleikjum í röð; þremur nú í september og svo tveimur í október. Rúmenar mæta á Laugardalsvöll á fimmtudaginn í næstu viku, leikið er við Norður-Makedóníu 5. september og svo stórlið Þýskalands 8. september. Ekki liggur enn fyrir hve margir áhorfendur mega vera á leikjunum. Alfreð Finnbogason er meiddur og ólíklegt virðist að hann geti spilað með landsliðinu í september.Getty/Laszlo Szirtesi Auk Gylfa er útlit fyrir að íslenska liðið verði án öflugra leikmanna vegna meiðsla. Hörður Björgvin Magnússon er í endurhæfingu eftir að hafa slitið hásin í apríl, Sverrir Ingi Ingason fór í hnéaðgerð snemma sumars og er enn að jafna sig, og Alfreð Finnbogason er með sködduð liðbönd í ökkla. Aron Einar og Rúnar Alex fengu veiruna Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson veiktist svo af kórónuveirunni í æfingaferðalagi með Al Arabi, samkvæmt hlaðvarpsþættinum Dr. Football, og óvíst hver staðan á honum er. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson greindist einnig með veiruna líkt og fleiri leikmenn Arsenal, eins og fram kom í síðustu viku. Þá hefur sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson ekki verið í leikmannahópi Millwall það sem af er leiktíð í Englandi. Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson er hins vegar til taks eftir að hafa misst af leikjunum í mars. Arnar Þór Viðarsson hefur að mörgu að hyggja nú þegar landsleikirnir eru að bresta á.Getty Arnar gat gefið fjölda leikmanna tækifæri til að sanna sig í vináttulandsleikjunum í júní. Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Hjörtur Hermannsson voru meðal þeirra sem þóttu nýta það tækifæri vel, sem og Guðmundur Þórarinsson í stöðu vinstri bakvarðar. Í kjölfar landsleikjanna fóru þeir Brynjar og Hjörtur báðir í raðir ítalskra félaga, Brynjar til Lecce og Hjörtur til Pisa, en Guðmundur leikur með New York City í Bandaríkjunum. Ungir markverðir bíða tækifæris Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen komu inn í landsliðshópinn fyrir lokaleikinn í mars, gegn Liechtenstein, af Evrópumóti U21-landsliða. Þeir gætu fengið tækifæri aftur nú, sem og markverðirnir ungu Patrik Snær Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson. Hafa ber þó í huga að U21-landsliðið byrjar nýja undankeppni á sama tíma og A-landsliðið spilar. Patrik Sigurður Gunnarsson var að láni hjá dönsku 1. deildarliðunum Viborg og Silkeborg á síðustu leiktíð og þau komust bæði upp í úrvalsdeild. Hann var á varamannabekk Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Getty/Matthew Ashton Eftir flott tímabil í Danmörku hefur Patrik verið á bekknum hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni í upphafi leiktíðar, og Elías Rafn hélt hreinu fyrir topplið Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Fjórir leikmenn úr Pepsi Max-deildinni, og hugsanlega fleiri, gætu fengið sæti í landsliðshópnum. Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Birkir Már Sævarsson hafa allir verið að spila og gætu myndað stærstan hluta öftustu línu landsliðsins. Erfið staða í riðlinum Líkt og fyrr segir er Ísland með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppninni og þarf því á góðum úrslitum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á að spila á HM í Katar á næsta ári. Armenía er óvænt efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Ísland og Rúmenía 3 en Liechtenstein ekkert. Undankeppninni lýkur í nóvember. Staðan í riðlinum og næstu leikir.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira