Innlent

Minnst sextíu greindust smitaðir í gær

Árni Sæberg skrifar
Bólusetning barna á höfuðborgarsvæðinu hófst í gær.
Bólusetning barna á höfuðborgarsvæðinu hófst í gær. Vísir/Vilhelm

Í gær greindust hið minnsta sextíu innanlands með Covid-19.

38 þeirra sem greindust smitaðir voru utan sóttkvíar og 22 í sóttkví.

Níu greindust með virkt smit á landamærunum við fyrri skimun. Tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar.

Alls eru 930 í einangrun með Covid-19, þeim fækkar um 26 milli daga. 22 eru á sjúkrahúsi, þar af 7 á gjörgæslu.

1.503 eru í sóttkví og 924 í skimunarsóttkví.

Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa er nú 321,2. Nýgengi smita á landamærunum er 10,1.

Alls voru 4.405 sýni greind í gær.

Alls hafa 10.254 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa þrjátíu dauðsföll verið rakin til Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×