Van Dijk eltir met fyrrum leikmanns Grindavíkur Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2021 22:31 Virgil van Dijk á enn eftir að tapa heimaleik í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool. Catherine Ivill/Getty Images Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk hefur átt góðu gengi að fagna frá því að hann gekk í raðir Liverpool frá Southampton árið 2018. Hann á enn eftir að tapa heimaleik með liðinu. Van Dijk er kominn aftur á gott ról eftir að hafa verið frá gott sem allt tímabilið í fyrra. Hann varð fyrir fyrir meiðslum í grannaslag Liverpool gegn Everton. Hann lék sinn fyrsta deildarleik á Anfield í tæpt ár er Liverpool vann 2-0 sigur á Burnley um helgina og bætti þar við framúrskarandi árangur sinn á Anfield. Van Dijk hefur með leik helgarinnar spilað 48 heimaleiki fyrir Liverpool á Anfield í deildinni og ekki enn tapað leik. 43 leikjanna hafa unnist en fimm hafa farið jafntefli. 48 - Virgil van Dijk has now made 48 Premier League appearances for Liverpool at Anfield, losing none of those games (W43 D5); only Lee Sharpe played more home games for one club in the competition without losing any of them (59 with Manchester United). Charm. #LIVBUR pic.twitter.com/YwR6UHesV8— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2021 Aðeins einn leikmaður hefur spilað fleiri heimaleiki fyrir eitt og sama liðið án þess að tapa leik. Það afrekaði Lee Sharpe með Manchester United. Hann lék 59 heimaleiki fyrir Manchester United án þess að tapa frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð þar til hann yfirgaf liðið árið 1996. Sharpe tapaði vitaskuld heimaleikjum í deild með United en gerði hann í gömlu ensku 1. deildinni, fyrir stofnun úrvalsdeildarinnar. Sharpe lék með Manchester United frá 1988 til 1996 en gekk eftir það erfiðlega að fóta sig. Hann spilaði aðeins 30 leiki á þremur árum hjá Leeds United í kjölfarið, lék með Bradford frá 1999 til 2002 og samdi svo við lið Grindavíkur í úrvalsdeild karla á Íslandi sumarið 2003 eftir misheppnaða dvöl hjá Exeter. Lee Sharpe fagnar Evróputitli bikarhafa árið 1991.Simon Bruty/Allsport/Getty Images Sharpe entist ekki lengi hjá Grindavík, spilaði aðeins sjö deildarleiki, og tilkynnti að hann væri hættur knattspyrnuiðkun í júní 2003, aðeins 32 ára að aldri. Hann tók skóna stuttlega fram með Garforth United í utandeildinni ensku ári síðar þar sem hann lék sína síðustu fótboltaleiki. Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn á Englandi árið 1991 og vann þrjá Englandsmeistaratitla hjá Manchester United. Þá lék hann átta landsleiki fyrir England frá 1991 til 1993. Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Van Dijk er kominn aftur á gott ról eftir að hafa verið frá gott sem allt tímabilið í fyrra. Hann varð fyrir fyrir meiðslum í grannaslag Liverpool gegn Everton. Hann lék sinn fyrsta deildarleik á Anfield í tæpt ár er Liverpool vann 2-0 sigur á Burnley um helgina og bætti þar við framúrskarandi árangur sinn á Anfield. Van Dijk hefur með leik helgarinnar spilað 48 heimaleiki fyrir Liverpool á Anfield í deildinni og ekki enn tapað leik. 43 leikjanna hafa unnist en fimm hafa farið jafntefli. 48 - Virgil van Dijk has now made 48 Premier League appearances for Liverpool at Anfield, losing none of those games (W43 D5); only Lee Sharpe played more home games for one club in the competition without losing any of them (59 with Manchester United). Charm. #LIVBUR pic.twitter.com/YwR6UHesV8— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2021 Aðeins einn leikmaður hefur spilað fleiri heimaleiki fyrir eitt og sama liðið án þess að tapa leik. Það afrekaði Lee Sharpe með Manchester United. Hann lék 59 heimaleiki fyrir Manchester United án þess að tapa frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð þar til hann yfirgaf liðið árið 1996. Sharpe tapaði vitaskuld heimaleikjum í deild með United en gerði hann í gömlu ensku 1. deildinni, fyrir stofnun úrvalsdeildarinnar. Sharpe lék með Manchester United frá 1988 til 1996 en gekk eftir það erfiðlega að fóta sig. Hann spilaði aðeins 30 leiki á þremur árum hjá Leeds United í kjölfarið, lék með Bradford frá 1999 til 2002 og samdi svo við lið Grindavíkur í úrvalsdeild karla á Íslandi sumarið 2003 eftir misheppnaða dvöl hjá Exeter. Lee Sharpe fagnar Evróputitli bikarhafa árið 1991.Simon Bruty/Allsport/Getty Images Sharpe entist ekki lengi hjá Grindavík, spilaði aðeins sjö deildarleiki, og tilkynnti að hann væri hættur knattspyrnuiðkun í júní 2003, aðeins 32 ára að aldri. Hann tók skóna stuttlega fram með Garforth United í utandeildinni ensku ári síðar þar sem hann lék sína síðustu fótboltaleiki. Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn á Englandi árið 1991 og vann þrjá Englandsmeistaratitla hjá Manchester United. Þá lék hann átta landsleiki fyrir England frá 1991 til 1993.
Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira