Vilja að farið verði varlega í fulla bólusetningu á börnum Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 15:37 Fyrirhugað er að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára á næstu dögum. Vísir/vilhelm Tveir hjartalæknar leggja til að varlega verði farið í fulla bólusetningu hjá börnum. Þeir skora á sóttvarnayfirvöld að gefa ekki fleiri skammta af bóluefnum en nauðsynlegt er með tilliti til ávinnings og áhættu. Vísa læknarnir til þess að heilbrigð börn án alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma séu í afar lítilli áhættu á að veikjast alvarlega í kjölfar kórónuveirusýkinga. Áhætta bólusetningar sé sömuleiðis lítil en ekki hverfandi. Þetta kemur fram í grein hjartalæknanna Sigfúsar Örvars Gizurarsonar og Kristjáns Guðmundssonar sem birtist í Morgunblaðinu. „Þannig hafa ungmenni á Íslandi greinst með hjartavöðvabólgu og bólgu í gollurshúsi eftir bólusetningar. Oft er um að ræða væg einkenni og sjúkdóm, en slíkir sjúkdómar geta valdið varanlegum skaða á hjartavöðvann og áhrifin koma oft ekki fram til fulls fyrr en mörgum árum síðar. Af gögnum frá Bandaríkjunum virðast þessir fylgikvillar koma fram mun oftar eftir seinni bólusetningu. Einnig sýna gögn að drengir og ungir karlmenn séu í sérstaklega mikilli áhættu fyrir þessum fylgikvilla.“ Foreldrar kynni sér málin vel Sigfús og Kristján árétta að með þessu sé ekki á neinn hátt hallað á ávinning af fullri bólusetningu hjá fullorðnum sem hafi ekki fyrri sögu um kórónuveirusmit. Þar sé ávinningurinn langt umfram áhættu. „Foreldrar barna og ungmenna ættu að kynna sér vel ávinning og áhættu af bólusetningu og við óvissu er rétt að bíða og sjá hvað setur. Ef foreldrar hafa góðar ástæður fyrir bólusetningu ætti að íhuga að þiggja bara fyrri bólusetningu meðan frekari gagna er aflað.“ Einnig telja læknarnir hæpið að hvetja ungmenni sem hafa fengið bóluefni Janssen að fá örvunarskammt af öðru bóluefni. „Þetta er að okkar mati hæpið þar sem ávinningur hjá þessum hóp er mjög lítill, og hætta á fylgikvillum er til staðar og getur vegið á móti litlum ávinningi. Þessi hópur þarf að fá mjög skýrar upplýsingar þar sem þessi aðgerð hefur ekki formlega hlotið nægjanlega rannsókn. Sér í lagi gildir þetta um ungmenni sem eru ekki í áhættuhópum,“ segir í grein þeirra í Morgunblaðinu. Þá gagnrýna Sigfús og Kristján að ungmenni sem hafi áður greinst með kórónuveirusýkingu hafi verið boðuð í tvær bólusetningar þó gögn sýni að þau séu í lítilli áhættu fyrir alvarlegri sýkingu. Hjá þessum hópi sé afar ólíklegt að tvær bólusetningar hafi ávinning umfram einn bólusetningarskammt. „Til að það mikla traust sem almenningur ber til sóttvarnaraðgerða glatist ekki er mikilvægt að ekki sé of geyst farið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Sjá meira
Vísa læknarnir til þess að heilbrigð börn án alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma séu í afar lítilli áhættu á að veikjast alvarlega í kjölfar kórónuveirusýkinga. Áhætta bólusetningar sé sömuleiðis lítil en ekki hverfandi. Þetta kemur fram í grein hjartalæknanna Sigfúsar Örvars Gizurarsonar og Kristjáns Guðmundssonar sem birtist í Morgunblaðinu. „Þannig hafa ungmenni á Íslandi greinst með hjartavöðvabólgu og bólgu í gollurshúsi eftir bólusetningar. Oft er um að ræða væg einkenni og sjúkdóm, en slíkir sjúkdómar geta valdið varanlegum skaða á hjartavöðvann og áhrifin koma oft ekki fram til fulls fyrr en mörgum árum síðar. Af gögnum frá Bandaríkjunum virðast þessir fylgikvillar koma fram mun oftar eftir seinni bólusetningu. Einnig sýna gögn að drengir og ungir karlmenn séu í sérstaklega mikilli áhættu fyrir þessum fylgikvilla.“ Foreldrar kynni sér málin vel Sigfús og Kristján árétta að með þessu sé ekki á neinn hátt hallað á ávinning af fullri bólusetningu hjá fullorðnum sem hafi ekki fyrri sögu um kórónuveirusmit. Þar sé ávinningurinn langt umfram áhættu. „Foreldrar barna og ungmenna ættu að kynna sér vel ávinning og áhættu af bólusetningu og við óvissu er rétt að bíða og sjá hvað setur. Ef foreldrar hafa góðar ástæður fyrir bólusetningu ætti að íhuga að þiggja bara fyrri bólusetningu meðan frekari gagna er aflað.“ Einnig telja læknarnir hæpið að hvetja ungmenni sem hafa fengið bóluefni Janssen að fá örvunarskammt af öðru bóluefni. „Þetta er að okkar mati hæpið þar sem ávinningur hjá þessum hóp er mjög lítill, og hætta á fylgikvillum er til staðar og getur vegið á móti litlum ávinningi. Þessi hópur þarf að fá mjög skýrar upplýsingar þar sem þessi aðgerð hefur ekki formlega hlotið nægjanlega rannsókn. Sér í lagi gildir þetta um ungmenni sem eru ekki í áhættuhópum,“ segir í grein þeirra í Morgunblaðinu. Þá gagnrýna Sigfús og Kristján að ungmenni sem hafi áður greinst með kórónuveirusýkingu hafi verið boðuð í tvær bólusetningar þó gögn sýni að þau séu í lítilli áhættu fyrir alvarlegri sýkingu. Hjá þessum hópi sé afar ólíklegt að tvær bólusetningar hafi ávinning umfram einn bólusetningarskammt. „Til að það mikla traust sem almenningur ber til sóttvarnaraðgerða glatist ekki er mikilvægt að ekki sé of geyst farið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Sjá meira