Freiburg lagði Dortmund - Jafnt hjá Augsburg Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 15:31 Ítalinn Vincenzo Grifo fagnar glæsilegu marki sínu gegn Dortmund í dag. Philipp von Ditfurth/picture alliance via Getty Images Dortmund laut lægra haldi gegn Freiburg, 2-1, í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Augsburg gerði jafntefli við Frankfurt í fjarveru Alfreðs Finnbogasonar. Dortmund vann öruggan 5-2 sigur á Frankfurt í fyrstu umferð en tapaði fyrir Bayern Munchen í leik meistara meistaranna í miðri viku. Liðið heimsótti Freiburg í dag sem hafði gert jafntefli við Bielefeld í fyrstu umferðinni. Heimamenn komust yfir eftir aðeins sex mínútna leik með frábæru aukaspyrnumarki Ítalans Vincenzo Grifo og 1-0 stóð í hálfleik. Sjö mínútum eftir að flautað var til síðari hálfleiks tvöfaldaði Ungverjinn Roland Sallai forystu liðsins. Yannik Kietel, miðjumaður Freiburgar, kom Dortmund inn í leikinn þegar hann skoraði sjálfsmark skömmu síðar, á 59. mínútu, en nær komust þeir gulklæddu ekki. Vincenzo Grifo with a spectacular free kick against Dortmund pic.twitter.com/yddkD3j2ip— ESPN FC (@ESPNFC) August 21, 2021 Freiburg er eftir sigurinn fjögur stig eftir tvo leiki en Dortmund er með þrjú stig. Augsburg var án íslenska landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar, sem meiddist í vikunni, er liðið gerði markalaust jafntefli við Frankfurt í dag. Liðið er því með eitt stig en leitar síns fyrsta marks á tímabilinu, eftir 4-0 tap fyrir Hoffenheim í fyrstu umferð. Greuter Furth og Arminia Bielefeld gerðu 1-1 jafntefli og þá vann Bochum 2-0 sigur á Mainz. Wolfsburg fór á topp deildarinnar sem eina liðið með sex stig eftir 2-1 útisigur á Herthu Berlín þar sem Ridle Baku og Lukas Nmecha skoruðu síðla leiks til að tryggja sigurinn. Köln og Hoffenheim geta jafnað Wolfsburg á toppnum með sigri á morgun. Köln heimsækir Þýskalandsmeistara Bayern Munchen en Hoffenheim mætir Union Berlin. Síðar í dag mætast Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach en bæði lið eru með eitt stig eftir fyrsta leik. Þýski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
Dortmund vann öruggan 5-2 sigur á Frankfurt í fyrstu umferð en tapaði fyrir Bayern Munchen í leik meistara meistaranna í miðri viku. Liðið heimsótti Freiburg í dag sem hafði gert jafntefli við Bielefeld í fyrstu umferðinni. Heimamenn komust yfir eftir aðeins sex mínútna leik með frábæru aukaspyrnumarki Ítalans Vincenzo Grifo og 1-0 stóð í hálfleik. Sjö mínútum eftir að flautað var til síðari hálfleiks tvöfaldaði Ungverjinn Roland Sallai forystu liðsins. Yannik Kietel, miðjumaður Freiburgar, kom Dortmund inn í leikinn þegar hann skoraði sjálfsmark skömmu síðar, á 59. mínútu, en nær komust þeir gulklæddu ekki. Vincenzo Grifo with a spectacular free kick against Dortmund pic.twitter.com/yddkD3j2ip— ESPN FC (@ESPNFC) August 21, 2021 Freiburg er eftir sigurinn fjögur stig eftir tvo leiki en Dortmund er með þrjú stig. Augsburg var án íslenska landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar, sem meiddist í vikunni, er liðið gerði markalaust jafntefli við Frankfurt í dag. Liðið er því með eitt stig en leitar síns fyrsta marks á tímabilinu, eftir 4-0 tap fyrir Hoffenheim í fyrstu umferð. Greuter Furth og Arminia Bielefeld gerðu 1-1 jafntefli og þá vann Bochum 2-0 sigur á Mainz. Wolfsburg fór á topp deildarinnar sem eina liðið með sex stig eftir 2-1 útisigur á Herthu Berlín þar sem Ridle Baku og Lukas Nmecha skoruðu síðla leiks til að tryggja sigurinn. Köln og Hoffenheim geta jafnað Wolfsburg á toppnum með sigri á morgun. Köln heimsækir Þýskalandsmeistara Bayern Munchen en Hoffenheim mætir Union Berlin. Síðar í dag mætast Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach en bæði lið eru með eitt stig eftir fyrsta leik.
Þýski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira