18 ára drengir eigi að hugsa um að spila fótbolta, ekki peninga Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 10:15 Koeman er ósáttur við hinn unga Moriba sem fær ekki að æfa með aðalliði Börsunga vegna málsins. Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images Ronald Koeman, þjálfari Barcelona á Spáni, hefur áhyggjur af stöðu ungstirnisins Ilaix Moriba hjá félaginu. Samningaviðræður milli Börsunga og miðjumannsins unga virðast ganga illa og segir Koeman að Moriba leggi meiri áherslu á peninga en að spila fótbolta. Moriba fór mikinn á sinni fyrstu leiktíð með aðalliði Barcelona í fyrra þar sem honum óx ásmegin eftir því sem leið á. Hann er aðeins 18 ára gamall en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að hafa hafnað nýjum samningi frá Börsungum í sumar en Barcelona hefur lagt fleira en eitt tilboð á borðið án þess að ná samkomulagi við unga manninn. Koeman: Ilaix's situation is horrible. My advice is that money cannot be the most important thing for an 18-year-old. It's about playing games. But the player and his camp think differently. I am disappointed— Samuel Marsden (@samuelmarsden) August 20, 2021 Ronald Koeman, þjálfari liðsins, bættist í hóp gagnrýnenda á blaðamannafundi í gær. „Ég ræddi við hann fyrir 2-3 vikum síðan, meira sem manneskja en sem þjálfari. Staða hans vegna málsins er hræðileg,“ sagði Koeman. „Mín ráð eru þau að peningar eru ekki mikilvægasti hluturinn fyrir hann á þessu stigi ferilsins. Það er að spila leiki. Ég er mjög vonsvikinn,“ Moriba hefur verið settur í skammarkrókinn hjá félaginu vegna málsins og fær aðeins að æfa og spila með varaliði félagsins. Hann hefur fátt sagt um málið þrátt fyrir mikla gagnrýni en eftir ummæli Koemans setti hann inn færslu í sögu sína á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem sagði: Þúsundir sögusagna og enginn veit sannleikann. Skjáskot af sögu Moriba á Instagram.Skjáskot/Instagram Það bendir til að það sé önnur hlið á þessu máli en Moriba hefur verið orðaður við brottför vegna málsins, meðal annars til RB Leipzig í Þýskalandi. Barcelona vill þá losa sig við bæði Samuel Umtiti og Miralem Pjanic, sem báðir þéna há laun hjá félaginu, áður en félagsskiptaglugginn lokar eftir tíu daga. Spænski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Moriba fór mikinn á sinni fyrstu leiktíð með aðalliði Barcelona í fyrra þar sem honum óx ásmegin eftir því sem leið á. Hann er aðeins 18 ára gamall en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að hafa hafnað nýjum samningi frá Börsungum í sumar en Barcelona hefur lagt fleira en eitt tilboð á borðið án þess að ná samkomulagi við unga manninn. Koeman: Ilaix's situation is horrible. My advice is that money cannot be the most important thing for an 18-year-old. It's about playing games. But the player and his camp think differently. I am disappointed— Samuel Marsden (@samuelmarsden) August 20, 2021 Ronald Koeman, þjálfari liðsins, bættist í hóp gagnrýnenda á blaðamannafundi í gær. „Ég ræddi við hann fyrir 2-3 vikum síðan, meira sem manneskja en sem þjálfari. Staða hans vegna málsins er hræðileg,“ sagði Koeman. „Mín ráð eru þau að peningar eru ekki mikilvægasti hluturinn fyrir hann á þessu stigi ferilsins. Það er að spila leiki. Ég er mjög vonsvikinn,“ Moriba hefur verið settur í skammarkrókinn hjá félaginu vegna málsins og fær aðeins að æfa og spila með varaliði félagsins. Hann hefur fátt sagt um málið þrátt fyrir mikla gagnrýni en eftir ummæli Koemans setti hann inn færslu í sögu sína á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem sagði: Þúsundir sögusagna og enginn veit sannleikann. Skjáskot af sögu Moriba á Instagram.Skjáskot/Instagram Það bendir til að það sé önnur hlið á þessu máli en Moriba hefur verið orðaður við brottför vegna málsins, meðal annars til RB Leipzig í Þýskalandi. Barcelona vill þá losa sig við bæði Samuel Umtiti og Miralem Pjanic, sem báðir þéna há laun hjá félaginu, áður en félagsskiptaglugginn lokar eftir tíu daga.
Spænski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira