Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is.
Alls eru 1.137 nú í einangrun, en voru 1.204 í gær. 2.529 eru nú í sóttkví, en voru 2.509 í gær. 936 eru nú í skimunarsóttkví. Alls eru tuttugu á sjúkrahúsi, þar af sjö á gjörgæslu.
Eitt virkt smit greindist á landamærunum en beðið er mótefnamælingu hjá tveimur sem greindust þar.
Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 369,0 en var 381,5 í gær.
262.291 eru nú fullbólusettir hér á landi, eða 84 prósent landsmanna tólf ára og eldri.
Alls hafa 9.980 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa þrjátíu dauðsföll verið rakin til Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins.
Fréttin hefur verið uppfærð.