„Verðum örugglega að horfast í augu við það að við gengum nærri okkur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 10:31 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi við Begga Ólafs í hlaðvarpinu 24/7. Skjáskot Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að það sé gríðarlega mikilvægt að horfast í augu. „Vegna þess að það hjálpar okkur að muna að við erum öll á sama báti.“ Svandís er nýjasti viðmælandinn í hlaðvarpinu 24/7 og í þættinum ræða hún og Beggi Ólafs meðal annars áskoranir framtíðarinnar. „Það stillir mann inn á mikilvægi þess að berjast fyrir jöfnuði,“ útskýrir Svandís. „Þegar maður horfir í augun á einhverjum sem er á allt öðrum stað en maður sjálfur þá finnur maður þessa sameiginlegu mennsku. Að megninu til erum við í því sama og það sem hallar á er eitthvað sem á að leiðrétta.“ Það auki skilning og trúna. „Og í raun trúna og skilninginn á mikilvægi þess að það sé jöfnuður og réttlæti í samfélaginu.“ Fólk heldur áfram að elska Svandís ræddi um COVID-19 og hún segir að allt samfélagið hafi skipt um gír í faraldrinum. „Við erum búin að endurræsa öll kerfin okkar og allt er komið á nýjan stað.“ Heilbrigðisráðherrann segist meðvituð um að margir eru komnir með nóg og flestir búnir með úthaldið gagnvart þessu. Þetta snúist þó um seiglu og líka ákveðið æðruleysi. „Að taka því sem að höndum ber eins og gamla fólkið kenndi okkur.“ Þannig njóti maður betur augnabliksins þrátt fyrir þetta leiðinlega baktjald sem er Covid-19. Fólk heldur áfram að elska þó að það sé Covid. Það heldur áfram að byrja sambönd. Það heldur áfram að eignast börn. Það heldur áfram að læra eitthvað nýtt. Það heldur áfram að tengjast einhverjum og það heldur áfram að gleðjast og hafa gaman og lesa ljóð og gera alls konar hluti þrátt fyrir Covid. Covid bannar okkur ekki það og við látum það ekki banna okkur það.“ Svandís segir mikilvægt að muna þetta líka. Hún telur mikilvægt að við vinnum líka vel í geðheilsunni á næstunni. Allt verður öðruvísi „Eftir Covid þá verðum við örugglega að vinna heilmikið úr því að líða þannig að við höfum lifað eitthvað af. Það er ofsalega sterk tilfinning, að við gátum þetta. Þó að við vitum ekki nákvæmlega hvar við verðum stödd þegar þar að kemur. En við verðum örugglega að horfast í augu við það að við gengum nærri okkur. Við gengum nærri ákveðnum einstaklingum og fólki og það sem við munum koma til með að vinna með er að hluta til ákveðin úrvinnsla í geðheilsu og öllu því. Við þurfum að hafa augun á boltanum. Við getum ekki sagt að við klárum þetta og svo allt eins og ekkert hafi gerst. Það verður ekki þannig. Allt verður öðruvísi.“ Sviðasultan besta snakkið Í þættinum spurði Beggi um það hvort heilbrigðisráðherrann eigi einhverja óvinsæla skoðun. Svandís var nokkuð viss um að það myndu ekki margir fylgja henni þegar hún sagði að sviðasulta væri besta snakkið. „Guðni forseti talaði um ananasinn á pizzuna og það var stórmál, alþjóða pólitískt mál. Óvinsæl skoðun, ég held að sko, að ef ég myndi segja að sviðasulta væri besta snakkið sem þú getur boðið upp á ef þú ætlar virkilega að gera vel við, þá held ég að það myndu ekki margir fylgja mér. Ef ég er ein og fer í Melabúðina og ég ætla gera virkilega vel við mig þá er það sviðasultan. Hún er geggjuð.“ Í þættinum ræðir Svandís heilbrigðismál, heimsfaraldra, áskoranir framtíðarinnar, æðruleysi, öndun, líf og dauða, sköpunargleði Íslenskunnar, ást, samskipti, ójöfnuð, augnsamband og svo margt margt fleira. Þú finnur þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan, Spotify, helstu hlaðvarpsveitum og á Youtube. 24/7 með Begga Ólafs Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk yfirleitt sterkara en það heldur „Sumir einstaklingar hafa ákveðinn þroska og þrautseigju og ákveðið lífsviðhorf líka sem vinna með þeim þannig að fólk kemst í gegnum ótrúlegustu aðstæður sem maður getur ekki einu sinni ímyndað sér,“ segir Séra Vigfús Bjarni, fyrrum sjúkrahússprestur í hlaðvarpinu 24/7. 11. ágúst 2021 09:32 „Viðbrögð okkar hafa einkennst af einhverju sem veikir ónæmiskerfið“ Lukka Pálsdóttir sjúkraþjálfari, einkaþjálfari, jógakennari og stofnandi heilsuveitingastaðarins Happ, er gestur í átjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Begga Ólafs. Í þættinum ræddi Lukka meðal annars um heilbrigði og hvað hún telur stjórnvöld geta gert betur í baráttunni við heimsfaraldurinn. 28. júlí 2021 15:25 Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“ Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca. 23. júlí 2021 16:27 Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira
Svandís er nýjasti viðmælandinn í hlaðvarpinu 24/7 og í þættinum ræða hún og Beggi Ólafs meðal annars áskoranir framtíðarinnar. „Það stillir mann inn á mikilvægi þess að berjast fyrir jöfnuði,“ útskýrir Svandís. „Þegar maður horfir í augun á einhverjum sem er á allt öðrum stað en maður sjálfur þá finnur maður þessa sameiginlegu mennsku. Að megninu til erum við í því sama og það sem hallar á er eitthvað sem á að leiðrétta.“ Það auki skilning og trúna. „Og í raun trúna og skilninginn á mikilvægi þess að það sé jöfnuður og réttlæti í samfélaginu.“ Fólk heldur áfram að elska Svandís ræddi um COVID-19 og hún segir að allt samfélagið hafi skipt um gír í faraldrinum. „Við erum búin að endurræsa öll kerfin okkar og allt er komið á nýjan stað.“ Heilbrigðisráðherrann segist meðvituð um að margir eru komnir með nóg og flestir búnir með úthaldið gagnvart þessu. Þetta snúist þó um seiglu og líka ákveðið æðruleysi. „Að taka því sem að höndum ber eins og gamla fólkið kenndi okkur.“ Þannig njóti maður betur augnabliksins þrátt fyrir þetta leiðinlega baktjald sem er Covid-19. Fólk heldur áfram að elska þó að það sé Covid. Það heldur áfram að byrja sambönd. Það heldur áfram að eignast börn. Það heldur áfram að læra eitthvað nýtt. Það heldur áfram að tengjast einhverjum og það heldur áfram að gleðjast og hafa gaman og lesa ljóð og gera alls konar hluti þrátt fyrir Covid. Covid bannar okkur ekki það og við látum það ekki banna okkur það.“ Svandís segir mikilvægt að muna þetta líka. Hún telur mikilvægt að við vinnum líka vel í geðheilsunni á næstunni. Allt verður öðruvísi „Eftir Covid þá verðum við örugglega að vinna heilmikið úr því að líða þannig að við höfum lifað eitthvað af. Það er ofsalega sterk tilfinning, að við gátum þetta. Þó að við vitum ekki nákvæmlega hvar við verðum stödd þegar þar að kemur. En við verðum örugglega að horfast í augu við það að við gengum nærri okkur. Við gengum nærri ákveðnum einstaklingum og fólki og það sem við munum koma til með að vinna með er að hluta til ákveðin úrvinnsla í geðheilsu og öllu því. Við þurfum að hafa augun á boltanum. Við getum ekki sagt að við klárum þetta og svo allt eins og ekkert hafi gerst. Það verður ekki þannig. Allt verður öðruvísi.“ Sviðasultan besta snakkið Í þættinum spurði Beggi um það hvort heilbrigðisráðherrann eigi einhverja óvinsæla skoðun. Svandís var nokkuð viss um að það myndu ekki margir fylgja henni þegar hún sagði að sviðasulta væri besta snakkið. „Guðni forseti talaði um ananasinn á pizzuna og það var stórmál, alþjóða pólitískt mál. Óvinsæl skoðun, ég held að sko, að ef ég myndi segja að sviðasulta væri besta snakkið sem þú getur boðið upp á ef þú ætlar virkilega að gera vel við, þá held ég að það myndu ekki margir fylgja mér. Ef ég er ein og fer í Melabúðina og ég ætla gera virkilega vel við mig þá er það sviðasultan. Hún er geggjuð.“ Í þættinum ræðir Svandís heilbrigðismál, heimsfaraldra, áskoranir framtíðarinnar, æðruleysi, öndun, líf og dauða, sköpunargleði Íslenskunnar, ást, samskipti, ójöfnuð, augnsamband og svo margt margt fleira. Þú finnur þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan, Spotify, helstu hlaðvarpsveitum og á Youtube.
24/7 með Begga Ólafs Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk yfirleitt sterkara en það heldur „Sumir einstaklingar hafa ákveðinn þroska og þrautseigju og ákveðið lífsviðhorf líka sem vinna með þeim þannig að fólk kemst í gegnum ótrúlegustu aðstæður sem maður getur ekki einu sinni ímyndað sér,“ segir Séra Vigfús Bjarni, fyrrum sjúkrahússprestur í hlaðvarpinu 24/7. 11. ágúst 2021 09:32 „Viðbrögð okkar hafa einkennst af einhverju sem veikir ónæmiskerfið“ Lukka Pálsdóttir sjúkraþjálfari, einkaþjálfari, jógakennari og stofnandi heilsuveitingastaðarins Happ, er gestur í átjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Begga Ólafs. Í þættinum ræddi Lukka meðal annars um heilbrigði og hvað hún telur stjórnvöld geta gert betur í baráttunni við heimsfaraldurinn. 28. júlí 2021 15:25 Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“ Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca. 23. júlí 2021 16:27 Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira
Fólk yfirleitt sterkara en það heldur „Sumir einstaklingar hafa ákveðinn þroska og þrautseigju og ákveðið lífsviðhorf líka sem vinna með þeim þannig að fólk kemst í gegnum ótrúlegustu aðstæður sem maður getur ekki einu sinni ímyndað sér,“ segir Séra Vigfús Bjarni, fyrrum sjúkrahússprestur í hlaðvarpinu 24/7. 11. ágúst 2021 09:32
„Viðbrögð okkar hafa einkennst af einhverju sem veikir ónæmiskerfið“ Lukka Pálsdóttir sjúkraþjálfari, einkaþjálfari, jógakennari og stofnandi heilsuveitingastaðarins Happ, er gestur í átjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Begga Ólafs. Í þættinum ræddi Lukka meðal annars um heilbrigði og hvað hún telur stjórnvöld geta gert betur í baráttunni við heimsfaraldurinn. 28. júlí 2021 15:25
Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“ Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca. 23. júlí 2021 16:27