Leikmenn fá bætur frá deildinni vegna starfshátta harðstjórans Heinze Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2021 07:00 Heinze á dögum sínum sem leikmaður ásamt Diego Maradona, þáverandi þjálfara Argentínu, á HM 2010. Mynd/Nordic Photos/Getty Leikmenn Atlanta United í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta munu fá bætur frá deildinni vegna meðhöndlunar hins argentínska Gabriels Heinze á þeim meðan hann var við stjórnvölin hjá félaginu. Hann var nýlega rekinn úr starfi. Leikmannasamtök MLS-deildarinnar sendu inn kvörtun fyrir hönd leikmanna Atlanta United vegna skorts á frídögum undir stjórn Argentínumannsins. Sú kvörtun átti rétt á sér og munu leikmennirnir hljóta bætur frá MLS vegna þess samkvæmt ESPN. Heinze var rekinn í síðasta mánuði sem var sagt vegna margra vandamála, það stærsta eflaust gengi liðsins sem hafði aðeins unnið tvo af fyrstu 13 leikjum sínum í deildinni. Heinze átti þá í miklum deilum við Josef Martínez, stjörnuframherja liðsins og átti stirð samskipti við starfsfólk sitt. Stór ástæða þess var eflaust sú að hann braut á réttindum leikmanna. Leikmenn í MLS-deildinni eiga rétt á að minnsta kosti átta frídögum á átta vikna tímabili og ekki mega líða meira en tvær vikur án frídags. Heinze var fundinn sekur um að brjóta þær reglur en var auk þess seinn að gefa upp æfingaáætlun, sem varð þess valdandi að leikmenn þurftu að mæta með stuttum fyrirvara til æfinga, og neitaði leikmönnum um vatn á æfingum. Það gekk svo langt að læknisstarfsfólk hjá félaginu þurfti að grípa inn í svo leikmenn gætu vætt kverkarnar á erfiðum æfingum harðstjórans Heinze. Sources: #ATLUTD grievance over the denial of days off affirmed by MLS, players to be compensated: https://t.co/3GZL4wPyG7— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) August 18, 2021 Heinze er 43 ára gamall en starfið hjá Atlanta var hans fjórða á þjálfaraferlinum sem hófst 2015 hjá Godoy Cruz í heimalandi hans Argentínu. Hann þjálfaði Argentinos Juniors frá 2016 til 2017 þar sem hann vann B-deildina þar í landi, og Vélez Sarsfield við góðan orðstír frá 2017 til 2020 sem leiddi til starfsins hjá Atlanta. Hann var öflugur leikmaður á sínum tíma og spilaði 72 landsleiki fyrir Argentínu og spilaði á tveimur heimsmeistaramótum. Hann vann enskan meistaratitil með Manchester United árið 2007, spænska titilinn með Real Madrid 2008 og franska meistaratitilinn með Marseille 2010. MLS Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Leikmannasamtök MLS-deildarinnar sendu inn kvörtun fyrir hönd leikmanna Atlanta United vegna skorts á frídögum undir stjórn Argentínumannsins. Sú kvörtun átti rétt á sér og munu leikmennirnir hljóta bætur frá MLS vegna þess samkvæmt ESPN. Heinze var rekinn í síðasta mánuði sem var sagt vegna margra vandamála, það stærsta eflaust gengi liðsins sem hafði aðeins unnið tvo af fyrstu 13 leikjum sínum í deildinni. Heinze átti þá í miklum deilum við Josef Martínez, stjörnuframherja liðsins og átti stirð samskipti við starfsfólk sitt. Stór ástæða þess var eflaust sú að hann braut á réttindum leikmanna. Leikmenn í MLS-deildinni eiga rétt á að minnsta kosti átta frídögum á átta vikna tímabili og ekki mega líða meira en tvær vikur án frídags. Heinze var fundinn sekur um að brjóta þær reglur en var auk þess seinn að gefa upp æfingaáætlun, sem varð þess valdandi að leikmenn þurftu að mæta með stuttum fyrirvara til æfinga, og neitaði leikmönnum um vatn á æfingum. Það gekk svo langt að læknisstarfsfólk hjá félaginu þurfti að grípa inn í svo leikmenn gætu vætt kverkarnar á erfiðum æfingum harðstjórans Heinze. Sources: #ATLUTD grievance over the denial of days off affirmed by MLS, players to be compensated: https://t.co/3GZL4wPyG7— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) August 18, 2021 Heinze er 43 ára gamall en starfið hjá Atlanta var hans fjórða á þjálfaraferlinum sem hófst 2015 hjá Godoy Cruz í heimalandi hans Argentínu. Hann þjálfaði Argentinos Juniors frá 2016 til 2017 þar sem hann vann B-deildina þar í landi, og Vélez Sarsfield við góðan orðstír frá 2017 til 2020 sem leiddi til starfsins hjá Atlanta. Hann var öflugur leikmaður á sínum tíma og spilaði 72 landsleiki fyrir Argentínu og spilaði á tveimur heimsmeistaramótum. Hann vann enskan meistaratitil með Manchester United árið 2007, spænska titilinn með Real Madrid 2008 og franska meistaratitilinn með Marseille 2010.
MLS Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn