Leikmenn fá bætur frá deildinni vegna starfshátta harðstjórans Heinze Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2021 07:00 Heinze á dögum sínum sem leikmaður ásamt Diego Maradona, þáverandi þjálfara Argentínu, á HM 2010. Mynd/Nordic Photos/Getty Leikmenn Atlanta United í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta munu fá bætur frá deildinni vegna meðhöndlunar hins argentínska Gabriels Heinze á þeim meðan hann var við stjórnvölin hjá félaginu. Hann var nýlega rekinn úr starfi. Leikmannasamtök MLS-deildarinnar sendu inn kvörtun fyrir hönd leikmanna Atlanta United vegna skorts á frídögum undir stjórn Argentínumannsins. Sú kvörtun átti rétt á sér og munu leikmennirnir hljóta bætur frá MLS vegna þess samkvæmt ESPN. Heinze var rekinn í síðasta mánuði sem var sagt vegna margra vandamála, það stærsta eflaust gengi liðsins sem hafði aðeins unnið tvo af fyrstu 13 leikjum sínum í deildinni. Heinze átti þá í miklum deilum við Josef Martínez, stjörnuframherja liðsins og átti stirð samskipti við starfsfólk sitt. Stór ástæða þess var eflaust sú að hann braut á réttindum leikmanna. Leikmenn í MLS-deildinni eiga rétt á að minnsta kosti átta frídögum á átta vikna tímabili og ekki mega líða meira en tvær vikur án frídags. Heinze var fundinn sekur um að brjóta þær reglur en var auk þess seinn að gefa upp æfingaáætlun, sem varð þess valdandi að leikmenn þurftu að mæta með stuttum fyrirvara til æfinga, og neitaði leikmönnum um vatn á æfingum. Það gekk svo langt að læknisstarfsfólk hjá félaginu þurfti að grípa inn í svo leikmenn gætu vætt kverkarnar á erfiðum æfingum harðstjórans Heinze. Sources: #ATLUTD grievance over the denial of days off affirmed by MLS, players to be compensated: https://t.co/3GZL4wPyG7— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) August 18, 2021 Heinze er 43 ára gamall en starfið hjá Atlanta var hans fjórða á þjálfaraferlinum sem hófst 2015 hjá Godoy Cruz í heimalandi hans Argentínu. Hann þjálfaði Argentinos Juniors frá 2016 til 2017 þar sem hann vann B-deildina þar í landi, og Vélez Sarsfield við góðan orðstír frá 2017 til 2020 sem leiddi til starfsins hjá Atlanta. Hann var öflugur leikmaður á sínum tíma og spilaði 72 landsleiki fyrir Argentínu og spilaði á tveimur heimsmeistaramótum. Hann vann enskan meistaratitil með Manchester United árið 2007, spænska titilinn með Real Madrid 2008 og franska meistaratitilinn með Marseille 2010. MLS Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira
Leikmannasamtök MLS-deildarinnar sendu inn kvörtun fyrir hönd leikmanna Atlanta United vegna skorts á frídögum undir stjórn Argentínumannsins. Sú kvörtun átti rétt á sér og munu leikmennirnir hljóta bætur frá MLS vegna þess samkvæmt ESPN. Heinze var rekinn í síðasta mánuði sem var sagt vegna margra vandamála, það stærsta eflaust gengi liðsins sem hafði aðeins unnið tvo af fyrstu 13 leikjum sínum í deildinni. Heinze átti þá í miklum deilum við Josef Martínez, stjörnuframherja liðsins og átti stirð samskipti við starfsfólk sitt. Stór ástæða þess var eflaust sú að hann braut á réttindum leikmanna. Leikmenn í MLS-deildinni eiga rétt á að minnsta kosti átta frídögum á átta vikna tímabili og ekki mega líða meira en tvær vikur án frídags. Heinze var fundinn sekur um að brjóta þær reglur en var auk þess seinn að gefa upp æfingaáætlun, sem varð þess valdandi að leikmenn þurftu að mæta með stuttum fyrirvara til æfinga, og neitaði leikmönnum um vatn á æfingum. Það gekk svo langt að læknisstarfsfólk hjá félaginu þurfti að grípa inn í svo leikmenn gætu vætt kverkarnar á erfiðum æfingum harðstjórans Heinze. Sources: #ATLUTD grievance over the denial of days off affirmed by MLS, players to be compensated: https://t.co/3GZL4wPyG7— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) August 18, 2021 Heinze er 43 ára gamall en starfið hjá Atlanta var hans fjórða á þjálfaraferlinum sem hófst 2015 hjá Godoy Cruz í heimalandi hans Argentínu. Hann þjálfaði Argentinos Juniors frá 2016 til 2017 þar sem hann vann B-deildina þar í landi, og Vélez Sarsfield við góðan orðstír frá 2017 til 2020 sem leiddi til starfsins hjá Atlanta. Hann var öflugur leikmaður á sínum tíma og spilaði 72 landsleiki fyrir Argentínu og spilaði á tveimur heimsmeistaramótum. Hann vann enskan meistaratitil með Manchester United árið 2007, spænska titilinn með Real Madrid 2008 og franska meistaratitilinn með Marseille 2010.
MLS Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira