Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2021 16:13 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill fara hægt í sakirnar. Vísir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. Nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi var afhent fjölmiðlum í dag. Þar leggur Þórólfur til að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda næstu mánuðina hið minnsta, og að innanlandsaðgerðum verði ekki aflétt á meðan Covid-19 geisar enn í heiminum. Vilja taka eitt skref í einu Svandís sat fyrir svörum um framtíð sóttvarnaaðgerða í Pallborðinu á Vísi í dag ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Aðspurð um hvort 200 manna samkomubann verði raunin næstu misseri sagði Svandís að minnisblaðið væri bara eitt af þeim gögnum sem ríkisstjórnin væri með til skoðunar á meðan hún ræðir framtíðarfyrirkomulag takmarkana. „Við erum ekki að taka afstöðu til þess á þessum tímapunkti. Núna erum við með 200 manna samkomubann og næsta skref er að spyrja okkur hvernig við ætlum að ljúka þessari bylgju. Þessar tillögur Þórólfs snúast um það hvernig við ætlum að fara inn í lengri framtíð en ekki hvernig við ætlum að stemma stigu við akkúrat þessari bylgju sem við erum að glíma við í dag.“ „Hann er að senda mér þetta sem sitt innlegg til lengri framtíðar. Þannig að þessar tillögur eru ekki til þess að afgreiða þær með samþykkt eða synjun akkúrat á þessum tímapunkti heldur miklu frekar til þess að þær séu partur af samtalinu,“ sagði Svandís jafnframt um minnisblaðið. Verði að fylgja sóttvarnalögum Núgildandi innanlandstakmarkanir gilda til og með 27. ágúst en Svandís leggur áherslu á að um sé að ræða óvenjulegt minnisblað sem verði ekki lagt til grundvallar næstu aðgerðum. „Eins og málin liggja þá sendir sóttvarnarlæknir mér tillögur sem lúta að næstu aðgerðum á grundvelli sóttvarnalaga en þarna er hann að meira að koma með tillögur sínar um framtíðarsýn inn í næstu mánuði og misseri.“ Samkvæmt lögum verði stjórnvöld ávallt að taka ákvarðanir sem eru byggðar á þeirri lýðheilsuógn sem blasi við á hverjum tíma. „Á grundvelli sóttvarnalaga getum við ekki sett einhverjar takmarkanir inn í mánuði, misseri og ég tala nú ekki um lengri tíma. En hins vegar þurfa stjórnvöld og samfélagið að stilla saman strengi um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur. Er möguleiki að partur af þeirri framtíðarsýn sé að vera með takmarkanir af þessu tagi? Mér finnst það vera eitt að því sem við þurfum að ræða um.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi minnisblaðið í þættinum Pallborðið á Vísi í dag. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Tengdar fréttir Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi var afhent fjölmiðlum í dag. Þar leggur Þórólfur til að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda næstu mánuðina hið minnsta, og að innanlandsaðgerðum verði ekki aflétt á meðan Covid-19 geisar enn í heiminum. Vilja taka eitt skref í einu Svandís sat fyrir svörum um framtíð sóttvarnaaðgerða í Pallborðinu á Vísi í dag ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Aðspurð um hvort 200 manna samkomubann verði raunin næstu misseri sagði Svandís að minnisblaðið væri bara eitt af þeim gögnum sem ríkisstjórnin væri með til skoðunar á meðan hún ræðir framtíðarfyrirkomulag takmarkana. „Við erum ekki að taka afstöðu til þess á þessum tímapunkti. Núna erum við með 200 manna samkomubann og næsta skref er að spyrja okkur hvernig við ætlum að ljúka þessari bylgju. Þessar tillögur Þórólfs snúast um það hvernig við ætlum að fara inn í lengri framtíð en ekki hvernig við ætlum að stemma stigu við akkúrat þessari bylgju sem við erum að glíma við í dag.“ „Hann er að senda mér þetta sem sitt innlegg til lengri framtíðar. Þannig að þessar tillögur eru ekki til þess að afgreiða þær með samþykkt eða synjun akkúrat á þessum tímapunkti heldur miklu frekar til þess að þær séu partur af samtalinu,“ sagði Svandís jafnframt um minnisblaðið. Verði að fylgja sóttvarnalögum Núgildandi innanlandstakmarkanir gilda til og með 27. ágúst en Svandís leggur áherslu á að um sé að ræða óvenjulegt minnisblað sem verði ekki lagt til grundvallar næstu aðgerðum. „Eins og málin liggja þá sendir sóttvarnarlæknir mér tillögur sem lúta að næstu aðgerðum á grundvelli sóttvarnalaga en þarna er hann að meira að koma með tillögur sínar um framtíðarsýn inn í næstu mánuði og misseri.“ Samkvæmt lögum verði stjórnvöld ávallt að taka ákvarðanir sem eru byggðar á þeirri lýðheilsuógn sem blasi við á hverjum tíma. „Á grundvelli sóttvarnalaga getum við ekki sett einhverjar takmarkanir inn í mánuði, misseri og ég tala nú ekki um lengri tíma. En hins vegar þurfa stjórnvöld og samfélagið að stilla saman strengi um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur. Er möguleiki að partur af þeirri framtíðarsýn sé að vera með takmarkanir af þessu tagi? Mér finnst það vera eitt að því sem við þurfum að ræða um.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi minnisblaðið í þættinum Pallborðið á Vísi í dag. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Tengdar fréttir Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26