Herða tökin á netinu eftir mótmæli á Kúbu Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2021 14:52 Kona gengur fram hjá auglýsingu fyrir þing kommúnistaflokksins sem ræður öllu á Kúbu í vor. Á því stendur „Flokkurinn er sál byltingarinnar“. Vísir/EPA Kommúnistastjórnin á Kúbu hefur lagt fram nýjar og hertar reglur um samfélagsmiðla og internetið í kjölfar óvenjuáberandi mótmæla þar nýlega. Gagnrýnendur halda því fram að breytingunum sé ætla að þagga niður í andófsröddum. Mótmæli gegn stjórnvöldum sem hafa verið áberandi í sumar virðasta hafa verið skipulögð á samfélagsmiðlum á netinu að miklu leyti. Nýju reglurnar gera það að glæp að hvetja til aðgerða sem „spilla allsherjarreglu“. Netþjónustufyrirtækjum er einnig gert að loka á þá sem eru taldir dreifa falsfréttum eða „skaða ímynd ríkisins“. Yfirlýst rök stjórnvalda er að verja landsmenn fyrir „netglæpum“ og tryggja persónuupplýsingar þeirra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki hefur verið greint frá hvaða refsing liggur við því að brjóta reglurnar. José Miguel Vivanco, forstöðumaður Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir að með reglunum hafi stjórnvöld á Kúbu hert tökin á netinu. Nú teljist það netöryggisglæpur að hafa áhrif á orðstír landsins. Verstu efnahagsþrengingar í áratugi urðu kveikjan að stærstu mótmælum gegn stjórnvöldum í langan tíma. Efnahagur Kúbu hefur liðið fyrir hrun bandalagsríkisins Venesúela en einnig gríðarlega fækkun ferðamanna í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Kúba Tengdar fréttir Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Fyrsta dauðsfallið í óeirðunum sem verið hafa á Kúbu síðan um helgina hefur nú verið staðfest. 14. júlí 2021 09:43 Skortir mat og lyf og verðbólga komin í 500 prósent Fjöldi mótmælenda á Kúbu eru sagðir hafa verið handteknir í kjölfar umfangsmikilla mótmæla gegn ríkisstjórn landsins á sunnudaginn. Myndbönd hafa sýnt öryggissveitir handtaka og berja mótmælendur sem kallað hafa eftir umbótum í eyríkinu. 13. júlí 2021 13:34 Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Fluttu kúbanskan andófsmann nauðugan á sjúkrahús Yfirvöld á Kúbu létu færa þekktan andófsmann sem hefur verið í hungurverkfalli nauðugan á sjúkrahús. Vinir hans og vandamenn óttast um heilsu hans en segjast ekki hafa fengið að hafa samskipti við hann. 3. maí 2021 15:41 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Fleiri fréttir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Sjá meira
Mótmæli gegn stjórnvöldum sem hafa verið áberandi í sumar virðasta hafa verið skipulögð á samfélagsmiðlum á netinu að miklu leyti. Nýju reglurnar gera það að glæp að hvetja til aðgerða sem „spilla allsherjarreglu“. Netþjónustufyrirtækjum er einnig gert að loka á þá sem eru taldir dreifa falsfréttum eða „skaða ímynd ríkisins“. Yfirlýst rök stjórnvalda er að verja landsmenn fyrir „netglæpum“ og tryggja persónuupplýsingar þeirra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki hefur verið greint frá hvaða refsing liggur við því að brjóta reglurnar. José Miguel Vivanco, forstöðumaður Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir að með reglunum hafi stjórnvöld á Kúbu hert tökin á netinu. Nú teljist það netöryggisglæpur að hafa áhrif á orðstír landsins. Verstu efnahagsþrengingar í áratugi urðu kveikjan að stærstu mótmælum gegn stjórnvöldum í langan tíma. Efnahagur Kúbu hefur liðið fyrir hrun bandalagsríkisins Venesúela en einnig gríðarlega fækkun ferðamanna í kórónuveiruheimsfaraldrinum.
Kúba Tengdar fréttir Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Fyrsta dauðsfallið í óeirðunum sem verið hafa á Kúbu síðan um helgina hefur nú verið staðfest. 14. júlí 2021 09:43 Skortir mat og lyf og verðbólga komin í 500 prósent Fjöldi mótmælenda á Kúbu eru sagðir hafa verið handteknir í kjölfar umfangsmikilla mótmæla gegn ríkisstjórn landsins á sunnudaginn. Myndbönd hafa sýnt öryggissveitir handtaka og berja mótmælendur sem kallað hafa eftir umbótum í eyríkinu. 13. júlí 2021 13:34 Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Fluttu kúbanskan andófsmann nauðugan á sjúkrahús Yfirvöld á Kúbu létu færa þekktan andófsmann sem hefur verið í hungurverkfalli nauðugan á sjúkrahús. Vinir hans og vandamenn óttast um heilsu hans en segjast ekki hafa fengið að hafa samskipti við hann. 3. maí 2021 15:41 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Fleiri fréttir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Sjá meira
Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Fyrsta dauðsfallið í óeirðunum sem verið hafa á Kúbu síðan um helgina hefur nú verið staðfest. 14. júlí 2021 09:43
Skortir mat og lyf og verðbólga komin í 500 prósent Fjöldi mótmælenda á Kúbu eru sagðir hafa verið handteknir í kjölfar umfangsmikilla mótmæla gegn ríkisstjórn landsins á sunnudaginn. Myndbönd hafa sýnt öryggissveitir handtaka og berja mótmælendur sem kallað hafa eftir umbótum í eyríkinu. 13. júlí 2021 13:34
Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59
Fluttu kúbanskan andófsmann nauðugan á sjúkrahús Yfirvöld á Kúbu létu færa þekktan andófsmann sem hefur verið í hungurverkfalli nauðugan á sjúkrahús. Vinir hans og vandamenn óttast um heilsu hans en segjast ekki hafa fengið að hafa samskipti við hann. 3. maí 2021 15:41